Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. mars 2021 07:01 Ingrid Kuhlman. Vísir/Silla Páls Hertar sóttvarnarreglur leiða enn fleira starfsfólk heim í fjarvinnu, svo ekki sé talað um námsfólk á öllum aldri. Það er því ekki úr vegi að rifja aðeins upp þau einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að vera vakandi yfir og Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, fór yfir með okkur á dögunum. Um þessi einkenni má lesa hér. Í dag segir Ingrid okkur hins vegar frá helstu niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem sýna að langvarandi myndspjall getur leitt til rafrænnar þreytu. „Ef hugsunin um enn einn fjarfund á Teams eða Zoom tæmir orkubrunninn kemur það ekki á óvart. Vísindamenn á Stanford Virtual Human Interaction Lab komust að því í rannsóknum sínum að langvarandi myndspjall getur leitt til rafrænnar þreytu,“ segir Ingrid en hún er jafnframt með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði. Í tímaritinu Technology, Mind and Behavior birtu vísindamennirnir helstu niðurstöður og gáfu góð ráð. Þar má sjá að það eru helst fjórar ástæður sem skýra það út hvers vegna fjarfundir geta gert fólk örmagna. Samhliða gáfu þeir góð ráð til að takast 1. Of mikið og náið augnsamband Á fjarfundum eru augu þín límd við skjáinn á meðan mörg andlit í nærmynd stara stöðugt á þig, sama hver hafi orðið. Þetta getur ekki aðeins vakið tilfinningar um félagsfælni heldur býður einnig upp á fá tækifæri til að hvíla augun. Gott ráð: Hægt er að leysa þetta með því að stilla ekki á fullan skjá (e. full screen) eða styðjast við ytra lyklaborð til að skapa smá fjarlægð milli þín og skjásins. 2. Að sjá sjálfan sig í speglinum Flest samskiptaforrit hafa lítinn glugga þar sem maður getur séð sjálfan sig meðan á fundinum stendur. Þessi óeðlilega tilfinning að stara á sjálfan sig marga klukkutíma á dag getur leitt til aukinnar sjálfsgagnrýni. Gott ráð: Möguleg lausn á þessu er að fela sjálfsmyndina (e.hide self-view). 3. Minni hreyfanleiki Fjarfundir binda okkur við einn stað og koma í veg fyrir að við getum hreyft okkur frjálslega. Gott ráð: Hægt er að leysa það með því að staðsetja myndavélina á þann hátt að skapa smá fjarlægð og sveigjanleika til að bæta hreyfanleika. Prófaðu sem dæmi að standa frekar en að sitja við skrifborð. 4. Skortur á félagslegum vísbendingum Við treystum mikið á óyrtri tjáningu, svo sem tjáskipti án orða, í persónulegum samskiptum við annað fólk, jafnvel meira en á tjáskipti með orðum. Þegar skortur er á óytri tjáningu, eins og er tilfellið á fjarfundum, þarf heilinn að vinna enn betur til að vinna úr og skilja það sem viðmælandi er að reyna að koma á framfæri. Þetta getur skapað andlega þreytu. Gott ráð: Að leyfa fólki að velja hvort það hafi kveikt á myndavélinni eða hljóðinu, til dæmis meðan á fyrirlestri stendur, getur veitt því nauðsynlega hvíld. Einnig getur verið gott að snúa líkamanum frá skjánum þegar slökkt er á myndavélinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Góðu ráðin Stjórnun Tengdar fréttir Fjarvinna með börnin heima: Dó ekki ráðalaus og bjó til „virkni-bingó“ „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín María Halldórsdóttir sem vinnur í fjarvinnu að heiman þessa dagana eins og svo margir. 25. mars 2020 07:00 Sjö góð ráð fyrir hundaeigendur í fjarvinnu Hundar eru næmir á líðan eigenda sinna og félagsverur miklar. Það getur hins vegar skapað ný vandamál þegar hundaeigendur eru mikið heima, til dæmis í fjarvinnu eða eru frá vinnu vegna kórónuveirunnar eins og nú er algengt. 26. mars 2020 09:00 Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 07:00 Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að huga að áður en það situr fjarfundi. Til dæmis lýsingin og í hvaða hæð myndavélin á tölvunni er. 20. nóvember 2020 07:01 Fatnaður í fjarvinnu: Kósý eða „casual“? Í fjarvinnunni hafa margir farið þá leið að vera betur til hafðir að „ofan“ en „neðan“ eða hreinlega vinna í joggingbuxum eða náttfötum alla daga. En hverju er mælt með? 6. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Um þessi einkenni má lesa hér. Í dag segir Ingrid okkur hins vegar frá helstu niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem sýna að langvarandi myndspjall getur leitt til rafrænnar þreytu. „Ef hugsunin um enn einn fjarfund á Teams eða Zoom tæmir orkubrunninn kemur það ekki á óvart. Vísindamenn á Stanford Virtual Human Interaction Lab komust að því í rannsóknum sínum að langvarandi myndspjall getur leitt til rafrænnar þreytu,“ segir Ingrid en hún er jafnframt með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði. Í tímaritinu Technology, Mind and Behavior birtu vísindamennirnir helstu niðurstöður og gáfu góð ráð. Þar má sjá að það eru helst fjórar ástæður sem skýra það út hvers vegna fjarfundir geta gert fólk örmagna. Samhliða gáfu þeir góð ráð til að takast 1. Of mikið og náið augnsamband Á fjarfundum eru augu þín límd við skjáinn á meðan mörg andlit í nærmynd stara stöðugt á þig, sama hver hafi orðið. Þetta getur ekki aðeins vakið tilfinningar um félagsfælni heldur býður einnig upp á fá tækifæri til að hvíla augun. Gott ráð: Hægt er að leysa þetta með því að stilla ekki á fullan skjá (e. full screen) eða styðjast við ytra lyklaborð til að skapa smá fjarlægð milli þín og skjásins. 2. Að sjá sjálfan sig í speglinum Flest samskiptaforrit hafa lítinn glugga þar sem maður getur séð sjálfan sig meðan á fundinum stendur. Þessi óeðlilega tilfinning að stara á sjálfan sig marga klukkutíma á dag getur leitt til aukinnar sjálfsgagnrýni. Gott ráð: Möguleg lausn á þessu er að fela sjálfsmyndina (e.hide self-view). 3. Minni hreyfanleiki Fjarfundir binda okkur við einn stað og koma í veg fyrir að við getum hreyft okkur frjálslega. Gott ráð: Hægt er að leysa það með því að staðsetja myndavélina á þann hátt að skapa smá fjarlægð og sveigjanleika til að bæta hreyfanleika. Prófaðu sem dæmi að standa frekar en að sitja við skrifborð. 4. Skortur á félagslegum vísbendingum Við treystum mikið á óyrtri tjáningu, svo sem tjáskipti án orða, í persónulegum samskiptum við annað fólk, jafnvel meira en á tjáskipti með orðum. Þegar skortur er á óytri tjáningu, eins og er tilfellið á fjarfundum, þarf heilinn að vinna enn betur til að vinna úr og skilja það sem viðmælandi er að reyna að koma á framfæri. Þetta getur skapað andlega þreytu. Gott ráð: Að leyfa fólki að velja hvort það hafi kveikt á myndavélinni eða hljóðinu, til dæmis meðan á fyrirlestri stendur, getur veitt því nauðsynlega hvíld. Einnig getur verið gott að snúa líkamanum frá skjánum þegar slökkt er á myndavélinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Góðu ráðin Stjórnun Tengdar fréttir Fjarvinna með börnin heima: Dó ekki ráðalaus og bjó til „virkni-bingó“ „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín María Halldórsdóttir sem vinnur í fjarvinnu að heiman þessa dagana eins og svo margir. 25. mars 2020 07:00 Sjö góð ráð fyrir hundaeigendur í fjarvinnu Hundar eru næmir á líðan eigenda sinna og félagsverur miklar. Það getur hins vegar skapað ný vandamál þegar hundaeigendur eru mikið heima, til dæmis í fjarvinnu eða eru frá vinnu vegna kórónuveirunnar eins og nú er algengt. 26. mars 2020 09:00 Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 07:00 Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að huga að áður en það situr fjarfundi. Til dæmis lýsingin og í hvaða hæð myndavélin á tölvunni er. 20. nóvember 2020 07:01 Fatnaður í fjarvinnu: Kósý eða „casual“? Í fjarvinnunni hafa margir farið þá leið að vera betur til hafðir að „ofan“ en „neðan“ eða hreinlega vinna í joggingbuxum eða náttfötum alla daga. En hverju er mælt með? 6. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fjarvinna með börnin heima: Dó ekki ráðalaus og bjó til „virkni-bingó“ „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín María Halldórsdóttir sem vinnur í fjarvinnu að heiman þessa dagana eins og svo margir. 25. mars 2020 07:00
Sjö góð ráð fyrir hundaeigendur í fjarvinnu Hundar eru næmir á líðan eigenda sinna og félagsverur miklar. Það getur hins vegar skapað ný vandamál þegar hundaeigendur eru mikið heima, til dæmis í fjarvinnu eða eru frá vinnu vegna kórónuveirunnar eins og nú er algengt. 26. mars 2020 09:00
Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 07:00
Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að huga að áður en það situr fjarfundi. Til dæmis lýsingin og í hvaða hæð myndavélin á tölvunni er. 20. nóvember 2020 07:01
Fatnaður í fjarvinnu: Kósý eða „casual“? Í fjarvinnunni hafa margir farið þá leið að vera betur til hafðir að „ofan“ en „neðan“ eða hreinlega vinna í joggingbuxum eða náttfötum alla daga. En hverju er mælt með? 6. nóvember 2020 07:00