Ætla að bólusetja aftur með AstraZeneca Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 15:16 Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar miðvikudaginn 24. mars 2021. Vísir/RAX Byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefni AstraZeneca á næstunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta á blaðamananfundi þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar í Hörpu í dag. Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið fyrir tveimur vikum vegna tilkynninga um blóðtappa í fólki sem hafði fengið efnið í Evrópu. Svandís sagði að evrópsk yfirvöld hygðust mæla með áframhaldandi notkun efnisins á næstu dögum. Efnið yrði gefið fólki sjötíu ára og eldra. Næstu tvær vikur ættu skammtarnir frá AstraZeneca og bóluefni frá öðrum framleiðendum að duga til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk og fólk sjötíu ára og eldra á landinu. Í viðtali eftir fundinn skýrði Svandís frekar að það væri fyrst og fremst framlínustarfsfólk í heilbrigðiskerfinu sem næðist að bólusetja á næstunni. „Það er markmið sem ættum að geta náð og rúmlega það fyrir lok annarrar viku,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Áfram er stefnt að því að ljúka bólusetningu þjóðarinnar fyrir lok júlí. Svandís sagðist deila óþolinmæði margra með að dagsetningar liggi enn ekki fyrir um afhendingu bóluefna. Hún sagði þó ábendingar berast nær vikulega um ýmsa möguleika og að ríkisstjórnin hefði einsett sér að elta hvern þráð. Ríkisstjórnin kynnti verulega hertar aðgerðir á fundinum í Hörpu vegna fjölda smita sem hefur greinst síðustu daga. Svandís sagði hópsýkingarnar allar af völdum svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar sem er talið meira smitandi og valda alvarlegri veikindum en það sem hefur verið ríkjandi á Íslandi til þessa. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og gildir í þrjár vikur. Grunn-, framhalds- og háskólar þurfa að loka þar til páskafrí tekur við. Sund- og baðstaðir þurfa að loka, líkamsræktarstöðvar og íþróttir innanhúss og utan, barna sem fullorðinna, verða óheimilar. Einnig stöðvast starfsemi sviðslista, kvikmyndahúsa, skemmtistaða á kráa. Veitingastaðir fá að hafa opið til klukkan 22:00 á kvöldin með hámarki tuttugu gestum í sóttvarnarými. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið fyrir tveimur vikum vegna tilkynninga um blóðtappa í fólki sem hafði fengið efnið í Evrópu. Svandís sagði að evrópsk yfirvöld hygðust mæla með áframhaldandi notkun efnisins á næstu dögum. Efnið yrði gefið fólki sjötíu ára og eldra. Næstu tvær vikur ættu skammtarnir frá AstraZeneca og bóluefni frá öðrum framleiðendum að duga til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk og fólk sjötíu ára og eldra á landinu. Í viðtali eftir fundinn skýrði Svandís frekar að það væri fyrst og fremst framlínustarfsfólk í heilbrigðiskerfinu sem næðist að bólusetja á næstunni. „Það er markmið sem ættum að geta náð og rúmlega það fyrir lok annarrar viku,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Áfram er stefnt að því að ljúka bólusetningu þjóðarinnar fyrir lok júlí. Svandís sagðist deila óþolinmæði margra með að dagsetningar liggi enn ekki fyrir um afhendingu bóluefna. Hún sagði þó ábendingar berast nær vikulega um ýmsa möguleika og að ríkisstjórnin hefði einsett sér að elta hvern þráð. Ríkisstjórnin kynnti verulega hertar aðgerðir á fundinum í Hörpu vegna fjölda smita sem hefur greinst síðustu daga. Svandís sagði hópsýkingarnar allar af völdum svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar sem er talið meira smitandi og valda alvarlegri veikindum en það sem hefur verið ríkjandi á Íslandi til þessa. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og gildir í þrjár vikur. Grunn-, framhalds- og háskólar þurfa að loka þar til páskafrí tekur við. Sund- og baðstaðir þurfa að loka, líkamsræktarstöðvar og íþróttir innanhúss og utan, barna sem fullorðinna, verða óheimilar. Einnig stöðvast starfsemi sviðslista, kvikmyndahúsa, skemmtistaða á kráa. Veitingastaðir fá að hafa opið til klukkan 22:00 á kvöldin með hámarki tuttugu gestum í sóttvarnarými. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira