Ætla að bólusetja aftur með AstraZeneca Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 15:16 Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar miðvikudaginn 24. mars 2021. Vísir/RAX Byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefni AstraZeneca á næstunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta á blaðamananfundi þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar í Hörpu í dag. Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið fyrir tveimur vikum vegna tilkynninga um blóðtappa í fólki sem hafði fengið efnið í Evrópu. Svandís sagði að evrópsk yfirvöld hygðust mæla með áframhaldandi notkun efnisins á næstu dögum. Efnið yrði gefið fólki sjötíu ára og eldra. Næstu tvær vikur ættu skammtarnir frá AstraZeneca og bóluefni frá öðrum framleiðendum að duga til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk og fólk sjötíu ára og eldra á landinu. Í viðtali eftir fundinn skýrði Svandís frekar að það væri fyrst og fremst framlínustarfsfólk í heilbrigðiskerfinu sem næðist að bólusetja á næstunni. „Það er markmið sem ættum að geta náð og rúmlega það fyrir lok annarrar viku,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Áfram er stefnt að því að ljúka bólusetningu þjóðarinnar fyrir lok júlí. Svandís sagðist deila óþolinmæði margra með að dagsetningar liggi enn ekki fyrir um afhendingu bóluefna. Hún sagði þó ábendingar berast nær vikulega um ýmsa möguleika og að ríkisstjórnin hefði einsett sér að elta hvern þráð. Ríkisstjórnin kynnti verulega hertar aðgerðir á fundinum í Hörpu vegna fjölda smita sem hefur greinst síðustu daga. Svandís sagði hópsýkingarnar allar af völdum svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar sem er talið meira smitandi og valda alvarlegri veikindum en það sem hefur verið ríkjandi á Íslandi til þessa. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og gildir í þrjár vikur. Grunn-, framhalds- og háskólar þurfa að loka þar til páskafrí tekur við. Sund- og baðstaðir þurfa að loka, líkamsræktarstöðvar og íþróttir innanhúss og utan, barna sem fullorðinna, verða óheimilar. Einnig stöðvast starfsemi sviðslista, kvikmyndahúsa, skemmtistaða á kráa. Veitingastaðir fá að hafa opið til klukkan 22:00 á kvöldin með hámarki tuttugu gestum í sóttvarnarými. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið fyrir tveimur vikum vegna tilkynninga um blóðtappa í fólki sem hafði fengið efnið í Evrópu. Svandís sagði að evrópsk yfirvöld hygðust mæla með áframhaldandi notkun efnisins á næstu dögum. Efnið yrði gefið fólki sjötíu ára og eldra. Næstu tvær vikur ættu skammtarnir frá AstraZeneca og bóluefni frá öðrum framleiðendum að duga til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk og fólk sjötíu ára og eldra á landinu. Í viðtali eftir fundinn skýrði Svandís frekar að það væri fyrst og fremst framlínustarfsfólk í heilbrigðiskerfinu sem næðist að bólusetja á næstunni. „Það er markmið sem ættum að geta náð og rúmlega það fyrir lok annarrar viku,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Áfram er stefnt að því að ljúka bólusetningu þjóðarinnar fyrir lok júlí. Svandís sagðist deila óþolinmæði margra með að dagsetningar liggi enn ekki fyrir um afhendingu bóluefna. Hún sagði þó ábendingar berast nær vikulega um ýmsa möguleika og að ríkisstjórnin hefði einsett sér að elta hvern þráð. Ríkisstjórnin kynnti verulega hertar aðgerðir á fundinum í Hörpu vegna fjölda smita sem hefur greinst síðustu daga. Svandís sagði hópsýkingarnar allar af völdum svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar sem er talið meira smitandi og valda alvarlegri veikindum en það sem hefur verið ríkjandi á Íslandi til þessa. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og gildir í þrjár vikur. Grunn-, framhalds- og háskólar þurfa að loka þar til páskafrí tekur við. Sund- og baðstaðir þurfa að loka, líkamsræktarstöðvar og íþróttir innanhúss og utan, barna sem fullorðinna, verða óheimilar. Einnig stöðvast starfsemi sviðslista, kvikmyndahúsa, skemmtistaða á kráa. Veitingastaðir fá að hafa opið til klukkan 22:00 á kvöldin með hámarki tuttugu gestum í sóttvarnarými. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira