„Við verðum bara að bregðast við“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2021 13:22 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir stöðuna sem upp sé komin vera vonbrigði. Bregðast þurfi við. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Sautján greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og hafa ekki greinst fleiri smit innanlands síðan 30. nóvember. Svandís var spurð að því við komuna í Ráðherrabústaðinn hvort það væru þung skref að taka á svona degi. „Við verðum bara að bregðast við. Þetta er bara svona,“ segir Svandís. Staðan sem upp sé komin væru vonbrigði. „Já, það hlýtur að vera það en við verðum að bregðast við og ætlum að gera það.“ Þá staðfesti hún að hertar aðgerðir yrðu kynntar síðdegis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var gripin tali á leiðinni á fundinn. „Við erum orðin öllu von og vitum alveg hvað virkar í baráttunni við þessa veiru,“ segir Katrín. „Við erum að sjá þetta breska afbrigði sem er bráðsmitandi svo það er mikilvægt að bregðast hratt við.“ Fram undan væru umræður á fundi ráðherra um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Fólk þurfi að standa saman Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum. „Það eru alltaf vonbrigði þegar við sjáum smit utan sóttkvíar í vexti. Við verðum að taka alvarlega ábendingum um að það geti verið að leynast smit í samfélaginu sem gætu farið í veldisvöxt. Við stöndum frammi fyrir því að taka áhættuna á því að allt fari vel eða að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður hvort hann teldi að þetta myndi seinka efnahagsbatanum sagði Bjarni: „Ekki ef okkur tekst að slá þetta niður hratt og örugglega. Það gerist ekki inni í þessu húsi,“ sagði Bjarni og átti við Ráðherrabústaðinn. „Það gerist úti í samfélaginu, að fólk standi saman um að gæta varúðar.“ Nú þurfi fólk að standa saman. „Alveg tvímælalaust.“ Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 15 þar sem aðgerðirnar verða kynntar. Vísir verður að sjálfsögðu með beina útsendingu frá fundinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
Sautján greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og hafa ekki greinst fleiri smit innanlands síðan 30. nóvember. Svandís var spurð að því við komuna í Ráðherrabústaðinn hvort það væru þung skref að taka á svona degi. „Við verðum bara að bregðast við. Þetta er bara svona,“ segir Svandís. Staðan sem upp sé komin væru vonbrigði. „Já, það hlýtur að vera það en við verðum að bregðast við og ætlum að gera það.“ Þá staðfesti hún að hertar aðgerðir yrðu kynntar síðdegis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var gripin tali á leiðinni á fundinn. „Við erum orðin öllu von og vitum alveg hvað virkar í baráttunni við þessa veiru,“ segir Katrín. „Við erum að sjá þetta breska afbrigði sem er bráðsmitandi svo það er mikilvægt að bregðast hratt við.“ Fram undan væru umræður á fundi ráðherra um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Fólk þurfi að standa saman Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum. „Það eru alltaf vonbrigði þegar við sjáum smit utan sóttkvíar í vexti. Við verðum að taka alvarlega ábendingum um að það geti verið að leynast smit í samfélaginu sem gætu farið í veldisvöxt. Við stöndum frammi fyrir því að taka áhættuna á því að allt fari vel eða að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður hvort hann teldi að þetta myndi seinka efnahagsbatanum sagði Bjarni: „Ekki ef okkur tekst að slá þetta niður hratt og örugglega. Það gerist ekki inni í þessu húsi,“ sagði Bjarni og átti við Ráðherrabústaðinn. „Það gerist úti í samfélaginu, að fólk standi saman um að gæta varúðar.“ Nú þurfi fólk að standa saman. „Alveg tvímælalaust.“ Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 15 þar sem aðgerðirnar verða kynntar. Vísir verður að sjálfsögðu með beina útsendingu frá fundinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira