„Við verðum bara að bregðast við“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2021 13:22 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir stöðuna sem upp sé komin vera vonbrigði. Bregðast þurfi við. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Sautján greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og hafa ekki greinst fleiri smit innanlands síðan 30. nóvember. Svandís var spurð að því við komuna í Ráðherrabústaðinn hvort það væru þung skref að taka á svona degi. „Við verðum bara að bregðast við. Þetta er bara svona,“ segir Svandís. Staðan sem upp sé komin væru vonbrigði. „Já, það hlýtur að vera það en við verðum að bregðast við og ætlum að gera það.“ Þá staðfesti hún að hertar aðgerðir yrðu kynntar síðdegis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var gripin tali á leiðinni á fundinn. „Við erum orðin öllu von og vitum alveg hvað virkar í baráttunni við þessa veiru,“ segir Katrín. „Við erum að sjá þetta breska afbrigði sem er bráðsmitandi svo það er mikilvægt að bregðast hratt við.“ Fram undan væru umræður á fundi ráðherra um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Fólk þurfi að standa saman Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum. „Það eru alltaf vonbrigði þegar við sjáum smit utan sóttkvíar í vexti. Við verðum að taka alvarlega ábendingum um að það geti verið að leynast smit í samfélaginu sem gætu farið í veldisvöxt. Við stöndum frammi fyrir því að taka áhættuna á því að allt fari vel eða að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður hvort hann teldi að þetta myndi seinka efnahagsbatanum sagði Bjarni: „Ekki ef okkur tekst að slá þetta niður hratt og örugglega. Það gerist ekki inni í þessu húsi,“ sagði Bjarni og átti við Ráðherrabústaðinn. „Það gerist úti í samfélaginu, að fólk standi saman um að gæta varúðar.“ Nú þurfi fólk að standa saman. „Alveg tvímælalaust.“ Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 15 þar sem aðgerðirnar verða kynntar. Vísir verður að sjálfsögðu með beina útsendingu frá fundinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira
Sautján greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og hafa ekki greinst fleiri smit innanlands síðan 30. nóvember. Svandís var spurð að því við komuna í Ráðherrabústaðinn hvort það væru þung skref að taka á svona degi. „Við verðum bara að bregðast við. Þetta er bara svona,“ segir Svandís. Staðan sem upp sé komin væru vonbrigði. „Já, það hlýtur að vera það en við verðum að bregðast við og ætlum að gera það.“ Þá staðfesti hún að hertar aðgerðir yrðu kynntar síðdegis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var gripin tali á leiðinni á fundinn. „Við erum orðin öllu von og vitum alveg hvað virkar í baráttunni við þessa veiru,“ segir Katrín. „Við erum að sjá þetta breska afbrigði sem er bráðsmitandi svo það er mikilvægt að bregðast hratt við.“ Fram undan væru umræður á fundi ráðherra um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Fólk þurfi að standa saman Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum. „Það eru alltaf vonbrigði þegar við sjáum smit utan sóttkvíar í vexti. Við verðum að taka alvarlega ábendingum um að það geti verið að leynast smit í samfélaginu sem gætu farið í veldisvöxt. Við stöndum frammi fyrir því að taka áhættuna á því að allt fari vel eða að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður hvort hann teldi að þetta myndi seinka efnahagsbatanum sagði Bjarni: „Ekki ef okkur tekst að slá þetta niður hratt og örugglega. Það gerist ekki inni í þessu húsi,“ sagði Bjarni og átti við Ráðherrabústaðinn. „Það gerist úti í samfélaginu, að fólk standi saman um að gæta varúðar.“ Nú þurfi fólk að standa saman. „Alveg tvímælalaust.“ Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 15 þar sem aðgerðirnar verða kynntar. Vísir verður að sjálfsögðu með beina útsendingu frá fundinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira