Anníe Mist góð í 21.2: Mamman var betri en allar hinar íslensku stelpurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sinni Freyju Mist sem hún eignaðist í ágúst síðastliðnum. Anníe Mist er byrjuð að láta til sína taka í The Open. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit mamman stóð sig best af öllum íslensku CrossFit stjörnunum í 21.2 í CrossFit Open í ár og gerði líka betur en fyrir fjórum árum. Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri íslensku CrossFit stelpnanna í öðrum hluta opna hluta heimsleikanna í CrossFit en keppendur hafa nú skilað inn æfingunni sinni. Anníe Mist kláraði 20.2 á 9 mínútum og 36 sekúndum sem var tuttugasti besti árangurinn í öðrum hlutanum í öllum heiminum. Næst á eftir henni var heimsmeistarinn í 20.1, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, sem kláraði á 9 mínútum og 56 sekúndum sem skilaði henni 44. sætinu í öðrum hlutanum. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 63. sæti í 20.2 á tíu mínútum og fimm sekúndum en hún var þremur sekúndum á undan Katrínu Tönju sem endaði í 67. sætinu. Tanja Davíðsdóttir varð síðan fimmta af íslensku stelpunum í 241. sæti á 10 mínútum og 51 sekúndu. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur af íslensku strákunum en hann náði 25. sætinu á 9 mínútum og 39 sekúndum. Næsti íslenski karlinn varð Sigurður Hjörtur Þrastarson í 252. sæti á 10:32 og Ingimar Jónsson endaði í 421. sætinu á 10:48. Anníe Mist lenti í smá erfiðleikum með 20.1 sem hentaði henni illa vegna þess að hún er að koma til baka eftir barnsburð en 20.2 hentaði nýju mömmunni miklu betur. Hún fagnaði því líka sérstaklega á samfélagsmiðlum sínum að hafa bætt sinn árangur í þessari æfingu. 21.2 var sama æfing og 17.1 á Open fyrir fjórum árum. Þetta er einn af þessum litlu sigrum sem Anníe Mist hefur talað um í endurkomu sinni og sýnir henni og öðrum að hún er á réttri leið. „Held ég sé heimsins stoltasta vinkona,“ skrifaði Katrín Tanja við færsluna en Katrín sjálf kláraði æfinguna 32 sekúndum á eftir Anníe Mist. Hér fyrir neðan má sjá færslu Anníe Mist með myndbandi af henni að gera æfinguna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri íslensku CrossFit stelpnanna í öðrum hluta opna hluta heimsleikanna í CrossFit en keppendur hafa nú skilað inn æfingunni sinni. Anníe Mist kláraði 20.2 á 9 mínútum og 36 sekúndum sem var tuttugasti besti árangurinn í öðrum hlutanum í öllum heiminum. Næst á eftir henni var heimsmeistarinn í 20.1, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, sem kláraði á 9 mínútum og 56 sekúndum sem skilaði henni 44. sætinu í öðrum hlutanum. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 63. sæti í 20.2 á tíu mínútum og fimm sekúndum en hún var þremur sekúndum á undan Katrínu Tönju sem endaði í 67. sætinu. Tanja Davíðsdóttir varð síðan fimmta af íslensku stelpunum í 241. sæti á 10 mínútum og 51 sekúndu. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur af íslensku strákunum en hann náði 25. sætinu á 9 mínútum og 39 sekúndum. Næsti íslenski karlinn varð Sigurður Hjörtur Þrastarson í 252. sæti á 10:32 og Ingimar Jónsson endaði í 421. sætinu á 10:48. Anníe Mist lenti í smá erfiðleikum með 20.1 sem hentaði henni illa vegna þess að hún er að koma til baka eftir barnsburð en 20.2 hentaði nýju mömmunni miklu betur. Hún fagnaði því líka sérstaklega á samfélagsmiðlum sínum að hafa bætt sinn árangur í þessari æfingu. 21.2 var sama æfing og 17.1 á Open fyrir fjórum árum. Þetta er einn af þessum litlu sigrum sem Anníe Mist hefur talað um í endurkomu sinni og sýnir henni og öðrum að hún er á réttri leið. „Held ég sé heimsins stoltasta vinkona,“ skrifaði Katrín Tanja við færsluna en Katrín sjálf kláraði æfinguna 32 sekúndum á eftir Anníe Mist. Hér fyrir neðan má sjá færslu Anníe Mist með myndbandi af henni að gera æfinguna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Sjá meira