Fótbolti

Aron Elís á skotskónum í síðustu umferð deildarkeppninnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson. vísir/getty

Síðasta umferð dönsku úrvalsdeildarinnar fór fram í dag. Nú verður deildinni skipt upp í tvær keppnir á milli sex efstu liðanna annars vegar og sex neðstu liðanna hins vegar.

Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB og skoraði fyrra mark liðsins í 0-2 sigri á AaB. Sveinn Aron Guðjohnsen hóf leik á bekknum en fékk að koma inná á 89.mínútu.

Jón Dagur Þorsteinsson spilaði fyrstu 80 mínúturnar í 1-1 jafntefli AGF og deildarmeistara Bröndby. Hjörtur Hermannsson var á sínum stað í vörn Bröndby og lék allan leikinn.

Mikael Neville Anderson spilaði fyrsta klukkutímann í 5-0 sigri Midtjylland á Vejle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×