Hneig tvisvar niður í vigtun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2021 13:01 Julia Stoliarenko stendur á vigtinni áður en það leið yfir hana. Hún átti að berjast við Juliu Avila Chris Unger/Getty Images UFC bardagakonan Julija Stoliarenko hneig niður á vigtinni fyrir bardaga hennar gegn Juliu Avila. Bardaganum hefur verið aflýst og forsvarsmenn segja það vera vegna vandræða í niðurskurði. Julija Stoliarenku, 27 ára litháensk bardagakona, var borin út úr vigtun eftir að hún féll aftur fyrir sig af vigtinni. Samkvæmt heimildum UFC fékk Julija flog vegna mikils þyngdartaps. „Því miður hefur bardaganum mínum verið aflýst,“ skrifaði Julia Avila, mótherji Stoliarenko á Instagram síðu sinni. “Það leið tvisvar yfir mótherja minn. Ég óska henni skjóts bata og ég bið fyrir henni.“ Ekki í fyrsta skipti sem gagnrýnisraddir heyrast. MMA, eða blandaðar bardagalistir, hafa áður fengið harða gagnrýni fyrir þann niðurskurð sem keppendur þurfa að ganga í gegnum fyrir bardaga. Gagnrýnin hefur meðal annars snúist að því að þar séu færri þyngdarflokkar en í til dæmis boxi, sem þýðir að keppendur þurfa að ganga í gegnum meiri niðurskurð vegna mikils muns á þyngdarflokkum. Haraldur Nelson hefur lengi talað gegn öfgafullum niðurskurði bardagafólks.Vísir/Sóllilja Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur lengi talað gegn þessum svakalega niðurskurði. Haraldur hefur oft velt því fyrir sér hvort einhver þurfi að deyja áður en þetta sé stoppað en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hefur horft upp á öfgafullan niðurskurð. Árið 2016 tjáði Haraldur sig um mál þar sem að bardagakonan Cris Cyborg þurfti að létta sig um 11 kíló á fjórum dögum. Ári seinna tjáði hann sig svo aftur þegar Rússinn Khabib Nurmagomedov var fluttur á sjúkrahús eftir að hann fór illa út úr niðurskurði. Fleiri dæmi eru um öfgafulla niðurskurði, og ef ekkert er gert í málinu er bara tímaspursmál hvenær við fáum fleiri fréttir í svipuðum dúr. Julija Stoliarenko collapsed twice on Friday morning while attempting to make weight for her bantamweight bout against Julia Avila at #UFCVegas22The bout has been canceled due to weight-cutting issues, UFC officials told @marc_raimondi. https://t.co/TPLEC21ntp— ESPN MMA (@espnmma) March 19, 2021 MMA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Þjálfari Messi hættir Sjá meira
Julija Stoliarenku, 27 ára litháensk bardagakona, var borin út úr vigtun eftir að hún féll aftur fyrir sig af vigtinni. Samkvæmt heimildum UFC fékk Julija flog vegna mikils þyngdartaps. „Því miður hefur bardaganum mínum verið aflýst,“ skrifaði Julia Avila, mótherji Stoliarenko á Instagram síðu sinni. “Það leið tvisvar yfir mótherja minn. Ég óska henni skjóts bata og ég bið fyrir henni.“ Ekki í fyrsta skipti sem gagnrýnisraddir heyrast. MMA, eða blandaðar bardagalistir, hafa áður fengið harða gagnrýni fyrir þann niðurskurð sem keppendur þurfa að ganga í gegnum fyrir bardaga. Gagnrýnin hefur meðal annars snúist að því að þar séu færri þyngdarflokkar en í til dæmis boxi, sem þýðir að keppendur þurfa að ganga í gegnum meiri niðurskurð vegna mikils muns á þyngdarflokkum. Haraldur Nelson hefur lengi talað gegn öfgafullum niðurskurði bardagafólks.Vísir/Sóllilja Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur lengi talað gegn þessum svakalega niðurskurði. Haraldur hefur oft velt því fyrir sér hvort einhver þurfi að deyja áður en þetta sé stoppað en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hefur horft upp á öfgafullan niðurskurð. Árið 2016 tjáði Haraldur sig um mál þar sem að bardagakonan Cris Cyborg þurfti að létta sig um 11 kíló á fjórum dögum. Ári seinna tjáði hann sig svo aftur þegar Rússinn Khabib Nurmagomedov var fluttur á sjúkrahús eftir að hann fór illa út úr niðurskurði. Fleiri dæmi eru um öfgafulla niðurskurði, og ef ekkert er gert í málinu er bara tímaspursmál hvenær við fáum fleiri fréttir í svipuðum dúr. Julija Stoliarenko collapsed twice on Friday morning while attempting to make weight for her bantamweight bout against Julia Avila at #UFCVegas22The bout has been canceled due to weight-cutting issues, UFC officials told @marc_raimondi. https://t.co/TPLEC21ntp— ESPN MMA (@espnmma) March 19, 2021
MMA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Þjálfari Messi hættir Sjá meira