Gosið kom Kristínu á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2021 00:06 Rætt var við Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Gossprungan sem myndast hefur í eldgosinu í Geldingadal á Reykjanesskaga er 500 til 700 metra löng. Hraun rennur í tvær áttir, annars vegar til suðurs og hins vegar til vesturs. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, en rætt var við hana í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú fyrir skemmstu. Hún var þá nýlent eftir að hafa flogið yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Kristín segir ólíklegt að hraun komi til með að renna nálægt byggð eða að gosið hafi áhrif á innviði á svæðinu. Gosið sé ekki stórt enn sem komið er en það þurfi að bíða og sjá hvernig það þróast og fylgjast með. Jarðskjálftavirkni hefur verið töluvert minni við Fagradalsfjall undanfarna daga en vikurnar tvær á undan. Vísindamenn höfðu því talið að hugsanlega hefðu líkurnar á eldgosi dvínað. Aðspurð hvort það hafi komið á óvart að það byrjaði að gjósa svarar Kristín játandi. „Já, það gerði það en Páll Einarsson var búinn að tala um þeirra reynslu frá Kröflueldum sem var sú að það var einmitt sem það dró úr þessum merkjum sem við höfum séð að hefur dregið úr, þessari aflögun og skjálftavirkninni. Þegar maður heldur að allt sé að verða búið, það er þá sem þetta gerist. Þannig að ég hafði það svo sem alltaf í bakhöfðinu,“ segir Kristín. Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem urðu við Kröflu á árunum 1975 til 1984. Spurð út í hvort atburðirnir nú geti varað mjög lengi segir Kristín möguleika á ýmsu. Aftur á móti sé langlíklegast að gosið verði stutt og lítið. „Algengustu gosin standa yfir í einhverja daga eða nokkrar vikur þannig að það er líklegasta sviðsmyndin.“ Eins og áður segir flaug Kristín yfir gosstöðvarnar með þyrlu Gæslunnar í kvöld. Hún segir að þau hafi verið heppin þegar þau komu á staðinn þar sem það hafi aðeins létt til en það er búið að vera lágskýjað. „Við sáum þetta ansi vel. Það er auðvitað mikill bjarmi af gosinu og í þyrlunni þá opnuðum við hurðarnar og maður fann mikinn hita frá þessu. Það var auðvitað mjög magnað að sjá þetta,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, en rætt var við hana í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú fyrir skemmstu. Hún var þá nýlent eftir að hafa flogið yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Kristín segir ólíklegt að hraun komi til með að renna nálægt byggð eða að gosið hafi áhrif á innviði á svæðinu. Gosið sé ekki stórt enn sem komið er en það þurfi að bíða og sjá hvernig það þróast og fylgjast með. Jarðskjálftavirkni hefur verið töluvert minni við Fagradalsfjall undanfarna daga en vikurnar tvær á undan. Vísindamenn höfðu því talið að hugsanlega hefðu líkurnar á eldgosi dvínað. Aðspurð hvort það hafi komið á óvart að það byrjaði að gjósa svarar Kristín játandi. „Já, það gerði það en Páll Einarsson var búinn að tala um þeirra reynslu frá Kröflueldum sem var sú að það var einmitt sem það dró úr þessum merkjum sem við höfum séð að hefur dregið úr, þessari aflögun og skjálftavirkninni. Þegar maður heldur að allt sé að verða búið, það er þá sem þetta gerist. Þannig að ég hafði það svo sem alltaf í bakhöfðinu,“ segir Kristín. Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem urðu við Kröflu á árunum 1975 til 1984. Spurð út í hvort atburðirnir nú geti varað mjög lengi segir Kristín möguleika á ýmsu. Aftur á móti sé langlíklegast að gosið verði stutt og lítið. „Algengustu gosin standa yfir í einhverja daga eða nokkrar vikur þannig að það er líklegasta sviðsmyndin.“ Eins og áður segir flaug Kristín yfir gosstöðvarnar með þyrlu Gæslunnar í kvöld. Hún segir að þau hafi verið heppin þegar þau komu á staðinn þar sem það hafi aðeins létt til en það er búið að vera lágskýjað. „Við sáum þetta ansi vel. Það er auðvitað mikill bjarmi af gosinu og í þyrlunni þá opnuðum við hurðarnar og maður fann mikinn hita frá þessu. Það var auðvitað mjög magnað að sjá þetta,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira