„Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. mars 2021 08:00 Systkinin Valdimar og Guðrún Hafsteinsbörn tóku við rekstri Kjörís eftir að faðir þeirra varð bráðkvaddur aðeins 59 ára gamall. Móðir þeirra varð staðráðin í að fjölskyldan myndi áfram reka fyrirtækið en sagði skýrt að ef systkinin færu að rífast, myndi hún selja. Vísir/Vilhelm „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. „Í marga mánuði eftir að hann dó fann ég minnismiða sem hann hafði hripað á og sögðu oft til um hvað þyrfti að gera. Reyndar skrifaði hann niður ýmiss heilræði líka og sum hver nokkuð skondin,“ segir Valdimar bróðir Guðrúnar og framkvæmdastjóri. Og Valdimar bætir hlæjandi við: „Til dæmis heilræði um að ráða alltaf skrýtið fólk í vinnu, því venjulegt fólk fær bara venjulegar hugmyndir!“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Kjörís í Hveragerði. Ostagerð og djarfir bændur Hafsteinn Kristinsson fæddist árið 1933 og ólst upp sem einn af frumbyggjum Selfoss. Hafsteinn nam mjólkurtæknifræði í Danmörku og Noregi og eftir það nám taldist hann einn menntaðasti maður landsins í mjólkuriðnaði. Um tíma starfaði hann hjá Búnaðarsambandi Íslands og Osta- og smjörsölunni. „En hann var með sterkt frumkvöðlaeðli og leiddist skrifstofuvinnan. Honum fannst þó gaman að fara á milli staða og tankavæða fjósin “ segir Valdimar. Því í þá daga var enn til að bændur kældu mjólkina í bæjarlæknum. Árið 1966 ákváðu Hafsteinn og eiginkona hans, Laufey S. Valdimarsdóttir, að flytja frá Reykjavík og stofna Ostagerð í Hveragerði. Í hluthafahópi voru einnig eldri bræður Hafsteins, þeir Sigfús sem var byggingarverktaki á Selfossi og Guðmundur sem starfaði hjá Landsbankanum. Systkinin segja þó að þeir níu bændur í Ölfusi sem samþykktu að afhenda Hafsteini mjólk, hafi verið þeir sem sýndu mestu djörfungina. Því á þessum tíma var mjólk niðurgreidd til bænda og henni skilað á einn stað: Til Mjólkursamsölunnar. Þótt Hafsteinn sæi tækifæri í því að nýta jarðhitann og gufuna í Hveragerði og hráefni úr héraði, þótti mörgum reksturinn óráð enda áhætta að fara í samkeppni við Mjólkursamsöluna. Enda fór svo að innan tveggja ára fékk Hafsteinn bréf. Þar var honum tilkynnt að niðurgreiðslum á mjólk til ostagerðar yrðu afnumdar,“ segir Valdimar. Með þessu var stoðunum kippt undan rekstri Ostagerðarinnar. Þegar Hafsteinn stofnaði Ostagerð og síðar Kjörís, þótti mörgum það óráð og jafnvel ,,sviksamlegt“ að fara í samkeppni við Mjólkursamsöluna. Fór svo að í upphafi rekstrar beggja fyrirtækja, var niðurgreiðslum á hráefni hætt. Fyrst á mjólk til ostagerðar en síðar á smjöri til ísgerðar. „Gráleit er gróðrarloppan…“ Systkinin segjast vita til þess að brostnir draumar um ostagerðina hafi verið foreldrum þeirra afar þungbært. Það sem forðaði þeim þó frá gjaldþroti var að Mjólkurbú Flóarmanna keypti vélar og tæki. En þó gegn einu skilyrði: Hafsteinn mátti aldrei fara í starfsemi aftur sem mögulega gæti stuðlað að samkeppni í mjólkuriðnaði. Lögfróðir menn sögðu Hafsteini þó að skilyrði sem þetta stæðist engin lög. Hins vegar vissi Hafsteinn að litlar líkur væru á að hann fengi starf í samræmi við sína menntun innan mjólkurgeirans. Um tíma íhugaði hann alvarlega að flytjast til Danmerkur. Sá sem kom með hugmyndina að stofnun Kjörís, var Gylfi Hinriksson véltæknifræðingur. Hann hafði komið að rekstri Dairy Queen ísbúðanna og þekkti þann rekstur. Og hann vissi að Hafsteinn kynni að búa til ís. Gylfi og Hafsteinn stofnuðu Kjörís í mars 1969. Í hluthafahópi voru einnig Bragi bróðir Gylfa og Sigfús og Guðmundur bræður Hafsteins. „Gráleit er gróðraloppan sem teygir sig inn í bjargræðisatvinnuveg þjóðarinnar,“ var meðal þess sem skrifað var í blöðin í kjölfar þess að Kjörís var stofnað. Töldu sumir að Kjörís væri ógn við Mjólkursamsöluna og skipti þá engu að Kjörís væri í raun stór viðskiptavinur því í ísgerðina þurfti að kaupa smjör, undanrennuduft, mjólk og fleira. Innan árs frá stofnun, barst fyrirtækinu bréf. Í þetta sinn var tilkynnt að niðurgreiðslur á smjöri til ísgerðar yrðu felldar niður,“ segir Valdimar. Kjörís var stofnað árið 1969 og hefur allar götur síðan verið mikilvægur vinnustaður í Hveragerði. Frelsið í frostpinnanum Í þetta sinn brást Kjörís við með því að flytja inn jurtafeiti til að nota við ísgerðina, í staðinn fyrir smjör frá Mjólkursamsölunni. Sem Kjörís gerir reyndar enn. Það voru þó frostpinnarnir sem komu fyrirtækinu almennilega á koppinn. Pabbi var staddur erlendis þegar hann sá krakka vera að borða frostpinna. Og hann hugsaði strax með sér að í frostpinnum væru hráefnin bara vatn, sykur, litar- og bragðefni sem þýddi fullkomið frelsi í framleiðslu frá Mjólkursamsölunni,“ segir Guðrún. „Pabbi hafði gaman að tónlist þannig að fyrstu nöfnin voru Popp-pinninn, Diskópinninn, Súperstar og fleiri nöfn í þessum dúr,“ segir Valdimar og hlær. Á þessum tíma var staða kaupfélaganna einnig mjög sterk, sérstaklega á landsbyggðinni. Hagaðilar í stjórn kaupfélaga voru víða þeir sömu og töldust hagaðilar Mjólkursamsölunnar. Pabbi lifði það reyndar ekki að sjá Kjörís komast inn í öll kaupfélögin því sá áfangi náðist ekki fyrr en laust fyrir aldamót. En frjálsu verslanirnar eins og Silli og Valdi, Hagkaup og fleiri tóku Kjörís strax inn því þar var hugsunin fyrst og fremst sú að vera með vörur sem neytendur vildu kaupa,“ segir Valdimar. Árið 1985 var ákveðið að byggja stóra dreifingarmiðstöð við Tunguháls í Reykjavík. Það verkefni varð fyrirtækinu nánast ofviða. Í kjölfarið urðu nokkrar breytingar. Öll starfsemin var flutt til Hveragerðis og Kjörís varð að fullu í eigu Hafsteins og bræðra hans. Valdimar og Guðrún segja æsku þeirra systkina hafa einkennst af því að það var alltaf verið að fara með ís eitthvað og aldrei farið í erindisleysur. Ef það var farið í sunnudagsbíltúr, þá tengdist það án undantekninga því að verið var að samnýta ferðina til að fara með ís á sölustað.Vísir/Vilhelm Önnur kynslóðin Fyrsta barn Hafsteins og Laufeyjar var drengur sem fæddist andvana. Árið 1964 fæddist Aldís, Valdimar árið 1966, Guðrún árið 1970 og Sigurbjörg árið 1975. Systkinin segjast ekki þekkja neitt annað en að allir þyrftu að hjálpast að og því muna þau ekki annað en að hafa verið sett í vinnu og verkefni frá um fimm til sex ára gömul. Um helgar fór maður með ísblöndur í Eden því það var svo stór staður hér í Hveragerði. Á laugardagsmorgnum þurftum við að reka rollurnar út fyrir bæjargirðinguna því þær leituðu svo mikið inn í bæinn. Pabbi var oddviti í Hveragerði og því vorum við krakkarnir látin sinna því. Síðan var mamma í sóknarnefndinni í kirkjunni þannig að ég man eftir því að vera að skúra þar,“ segir Valdimar og hlær. „Já við vorum alltaf að fara eitthvað með ís og þegar allsherjarverkfallið var árið 1975 man ég að pabbi smalaði okkur bara saman og við fjölskyldan framleiddum ís sem hann keyrði í verslanir,“ segir Guðrún og bætir við: „Það var líka aldrei farið í erindisleysur. Ef við fórum í bíltúr og lautarferð var slík ferð farin ef það vantaði til dæmis ís í Þrastarlund. Þá var hægt að samnýta ferðina.“ Ráðdeild einkenndi uppeldið og bruðl þótti með öllu óþarft. Við vorum til dæmis síðasta fjölskyldan í Hveragerði til að fá litasjónvarp. Þess vegna horfði maður á Skonrokk hjá vinum því tónlistarmyndböndin í lit voru svo flott,“ segir Guðrún og hlær. „Við fengum ekki videotæki en pabbi keypti þó Soda Stream,“ segir Valdimar. Í dag segjast systkinin þó þakklát fyrir uppeldið enda sé ráðdeild og sparsemi rauði þráðurinn í rekstrargildum Kjörís. Á þessari mynd má sjá Guðmund Kristinsson, bróðir Hafsteins og Laufey S. Valdimarsdóttur með börnum sínum, fv.: Aldís, Valdimar, Guðrún og Sigurbjörg. „Hvíti víkingurinn“ Hafsteinn var tveir metrar á hæð, ljóshærður og þrekinn. Aðeins nokkur ár eru síðan þau systkinin hittu fyrir gamlan mann á sýningu erlendis. Sagðist sá muna vel eftir föður þeirra og vísaði til hans sem „Hvíta víkingsins.“ En eins og algengt er með frumkvöðla, gerði Hafsteinn allt sjálfur. Þá var hann á fullu í pólitík og segjast börnin hans ekki muna eftir öðru en að hann hafi alltaf verið að vinna. Þó kom að því að Hafsteinn bað um hjálp, en þá var Guðrún 21 árs og stefndi á félagsfræðinám í háskólanum. Lausafjárvandinn var mikill og pabbi þurfti hjálp. Ég var að læra iðntæknifræði í Tækniskólanum, Aldís var að kenna og umsvifin í fyrirtækinu alltaf að aukast. Ég er ekki frá því að pabbi hafi verið að bugast svolítið þarna undir lokin,“ segir Valdimar. „Ég man bara að fyrsta daginn bar hann inn á skrifstofuna sína gamalt skrifborð og stillti því upp fyrir framan sitt og þar með var ég tekin við fjármálunum. Við systkinin sitjum enn á skrifstofunni hans og með skrifborðin eins upp stillt og þá,“ segir Guðrún. Þann 18.apríl árið 1993 var Hafsteinn bráðkvaddur. Þá 59 ára gamall. „Ég kvaddi hann á föstudagskvöldi til að taka rútuna heim til Reykjavíkur, þetta var svo venjulegur vinnudagur,“ segir Guðrún. Á laugardeginum fékk Hafsteinn heilablóðfall. Fjölskyldunni var strax tilkynnt að lítil von væri á að hann myndi lifa af. Fljótlega voru þau spurð að því hvort þau myndu mögulega íhuga líffæragjöf. „Við vorum samhuga um að gefa líffæri því það var í anda pabba. En ég er mjög þakklát fyrir það að í dag eru allir líffæragjafar og því þarf ekki að varpa svona ákvörðun yfir á aðstandendur,“ segir Guðrún og bætir við: „Því þegar þú situr á dánarbeði ástvinar heldur þú í von um kraftaverk eins lengi og þú getur. Og þessi von er svo sterk. Og hún er svo mikilvæg. Að þurfa að taka ákvörðun um líffæragjafir tekur hins vegar frá þér þessa von.“ Valdimar segir næstu stundir hafa verið afar erfiðar. „Á mánudagsmorgni boðuðum við starfsfólk á fund og tilkynntum að pabbi væri allur. Það var óraunveruleg upplifun og mjög erfitt,“ segir Valdimar. Sem betur fer voru lykilstjórnendur þó þegar farnir að starfa í Kjörís. Til dæmis skrifstofustjóri, vélstjóri, framleiðslustjóri og markaðsstjóri. Starfsfólkið bar okkur á höndum sér. Þau björguðu okkur í raun því við vorum bara krakkar að reyna að gera okkar besta en í svo mikilli sorg. Það var líka rosalega skrýtið að vera allt í einu orðin yfirmaður því hér voru menn að vinna sem mundu enn daginn sem ég fæddist,“ segir Guðrún. Öll barnabörnin hafa starfað í Kjörís og hér má sjá Valdimar með sonum sínum: Kristján (fv) og Hafsteinn (fh).Vísir/Vilhelm Akkerið Systkinin segjast hafa staðið við það loforð að Kjörís er rekið í minningu föður þeirra og þau rífast ekki um fyrirtækið. Draumurinn er að Kjörís verði lengi rekið sem fjölskyldufyrirtæki en þó gera þau sér grein fyrir að flækjustigum fjölgar eftir því sem hópurinn stækkar. Þá sé enn of snemmt að segja nokkuð til um það hvað þriðja kynslóðin á eftir að vilja gera. Um sextíu manns starfa hjá Kjörís og þar af hefur um helmingur starfað hjá fyrirtækinu í tíu til fimmtán ár eða lengur. Mörg börn starfsfólks hafa starfað þar einnig og það sama á við marga aðra Hvergerðinga því algengt er að sjá umsóknir berast strax þegar krakkar útskrifast úr 10.bekk. Þá segja þau samheldnina í Hveragerði mikla. Ekki síst nú á tímum Covid. Covid lagðist snemma mjög þungt á Hvergerðinga. Skólinn hefur farið í sóttkví tvisvar og snemma misstum við hjón, fyrrum starfsmenn okkar, sem létust af Covid. Það var mjög mikill missir fyrir alla sem hér búa,“ segir Valdimar. Frá árinu 2018 hefur Kjörís eingöngu verið í eigu Laufeyjar og barna. Systkinin segja móður sína hina sprækustu og með afar græna fingur. Aldís er upptekin í bæjarpólitíkinni og Sigurbjörg kennir við grunnskólann. Þá hefur Guðrún stússast í ýmsu. Hún bjó í Þýskalandi í nokkur ár, hefur gegnt formennsku Samtaka Iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og stendur nú í prófkjörsbaráttu. Ég segi oft að ber er hver að baki nema sér bróður eigi því að Valdimar er akkerið okkar. Hann hefur gefið okkur systrunum svigrúm til að hlaupa af okkur hornin. En akkerið í Kjörís er Valdi og mamma,“ segir Guðrún. Gamla myndin Stjórn Kjörís árið 1985, fv.: bræðurnir Guðmundur, Sigfús og Hafsteinn Kristinssynir, Hólmfríður Guðmundsdóttir og Gylfi Hinriksson. Helgarviðtal Atvinnulífsins Hveragerði Tengdar fréttir Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01 „Afi var alltaf með Malt í gleri og Prince Póló á skrifstofunni“ „Mér fannst þetta alltaf spennandi og sem barni þótti manni líka svo merkilegt ef maður sá frægt fólk. Alþingismennirnir, Hemmi Gunn og forsetinn voru meðal þeirra sem ég man eftir að hafa þótt merkilegt að sjá,“ segir Guðrún Erla Sigurðardóttir og skellihlær. „Já, þeir komu forsetarnir og bílstjórarnir þeirra, það er rétt,“ segir móðir hennar Ágústa Kristín Magnúsdóttir og bætir við: „Ég man til dæmis að Ásgeir Ásgeirsson forseti verslaði við pabba þegar Efnalaugin Björg var á Sólvallagötunni.“ 7. mars 2021 08:01 „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“ „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar. 28. febrúar 2021 08:01 „Í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast“ „Það vilja allir spila á hljóðfæri því músík gefur svo mikið,“ segir Arnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins í Reykjavík og Tónabúðarinnar á Akureyri. 21. febrúar 2021 08:01 „Ég leiðrétti hana og benti á að ég er ekki mamma mín“ „Ég myndi segja að kvenleggurinn í fjölskyldunni samanstandi af miklum fagurkerum. Við viljum allar hafa fínt í kringum okkur. Meira að segja amma er enn að, nú 92 ára og rétt nýbúin að láta mála hjá sér og skipta um gardínur,“ segir Hrund Kristjánsdóttir og hlær. Hrund rekur húsgagnaverslunina Línuna með eiginmanni sínum Ágústi Jenssyni húsasmíðameistara. Línan var stofnuð árið 1976 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. 14. febrúar 2021 08:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Í marga mánuði eftir að hann dó fann ég minnismiða sem hann hafði hripað á og sögðu oft til um hvað þyrfti að gera. Reyndar skrifaði hann niður ýmiss heilræði líka og sum hver nokkuð skondin,“ segir Valdimar bróðir Guðrúnar og framkvæmdastjóri. Og Valdimar bætir hlæjandi við: „Til dæmis heilræði um að ráða alltaf skrýtið fólk í vinnu, því venjulegt fólk fær bara venjulegar hugmyndir!“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Kjörís í Hveragerði. Ostagerð og djarfir bændur Hafsteinn Kristinsson fæddist árið 1933 og ólst upp sem einn af frumbyggjum Selfoss. Hafsteinn nam mjólkurtæknifræði í Danmörku og Noregi og eftir það nám taldist hann einn menntaðasti maður landsins í mjólkuriðnaði. Um tíma starfaði hann hjá Búnaðarsambandi Íslands og Osta- og smjörsölunni. „En hann var með sterkt frumkvöðlaeðli og leiddist skrifstofuvinnan. Honum fannst þó gaman að fara á milli staða og tankavæða fjósin “ segir Valdimar. Því í þá daga var enn til að bændur kældu mjólkina í bæjarlæknum. Árið 1966 ákváðu Hafsteinn og eiginkona hans, Laufey S. Valdimarsdóttir, að flytja frá Reykjavík og stofna Ostagerð í Hveragerði. Í hluthafahópi voru einnig eldri bræður Hafsteins, þeir Sigfús sem var byggingarverktaki á Selfossi og Guðmundur sem starfaði hjá Landsbankanum. Systkinin segja þó að þeir níu bændur í Ölfusi sem samþykktu að afhenda Hafsteini mjólk, hafi verið þeir sem sýndu mestu djörfungina. Því á þessum tíma var mjólk niðurgreidd til bænda og henni skilað á einn stað: Til Mjólkursamsölunnar. Þótt Hafsteinn sæi tækifæri í því að nýta jarðhitann og gufuna í Hveragerði og hráefni úr héraði, þótti mörgum reksturinn óráð enda áhætta að fara í samkeppni við Mjólkursamsöluna. Enda fór svo að innan tveggja ára fékk Hafsteinn bréf. Þar var honum tilkynnt að niðurgreiðslum á mjólk til ostagerðar yrðu afnumdar,“ segir Valdimar. Með þessu var stoðunum kippt undan rekstri Ostagerðarinnar. Þegar Hafsteinn stofnaði Ostagerð og síðar Kjörís, þótti mörgum það óráð og jafnvel ,,sviksamlegt“ að fara í samkeppni við Mjólkursamsöluna. Fór svo að í upphafi rekstrar beggja fyrirtækja, var niðurgreiðslum á hráefni hætt. Fyrst á mjólk til ostagerðar en síðar á smjöri til ísgerðar. „Gráleit er gróðrarloppan…“ Systkinin segjast vita til þess að brostnir draumar um ostagerðina hafi verið foreldrum þeirra afar þungbært. Það sem forðaði þeim þó frá gjaldþroti var að Mjólkurbú Flóarmanna keypti vélar og tæki. En þó gegn einu skilyrði: Hafsteinn mátti aldrei fara í starfsemi aftur sem mögulega gæti stuðlað að samkeppni í mjólkuriðnaði. Lögfróðir menn sögðu Hafsteini þó að skilyrði sem þetta stæðist engin lög. Hins vegar vissi Hafsteinn að litlar líkur væru á að hann fengi starf í samræmi við sína menntun innan mjólkurgeirans. Um tíma íhugaði hann alvarlega að flytjast til Danmerkur. Sá sem kom með hugmyndina að stofnun Kjörís, var Gylfi Hinriksson véltæknifræðingur. Hann hafði komið að rekstri Dairy Queen ísbúðanna og þekkti þann rekstur. Og hann vissi að Hafsteinn kynni að búa til ís. Gylfi og Hafsteinn stofnuðu Kjörís í mars 1969. Í hluthafahópi voru einnig Bragi bróðir Gylfa og Sigfús og Guðmundur bræður Hafsteins. „Gráleit er gróðraloppan sem teygir sig inn í bjargræðisatvinnuveg þjóðarinnar,“ var meðal þess sem skrifað var í blöðin í kjölfar þess að Kjörís var stofnað. Töldu sumir að Kjörís væri ógn við Mjólkursamsöluna og skipti þá engu að Kjörís væri í raun stór viðskiptavinur því í ísgerðina þurfti að kaupa smjör, undanrennuduft, mjólk og fleira. Innan árs frá stofnun, barst fyrirtækinu bréf. Í þetta sinn var tilkynnt að niðurgreiðslur á smjöri til ísgerðar yrðu felldar niður,“ segir Valdimar. Kjörís var stofnað árið 1969 og hefur allar götur síðan verið mikilvægur vinnustaður í Hveragerði. Frelsið í frostpinnanum Í þetta sinn brást Kjörís við með því að flytja inn jurtafeiti til að nota við ísgerðina, í staðinn fyrir smjör frá Mjólkursamsölunni. Sem Kjörís gerir reyndar enn. Það voru þó frostpinnarnir sem komu fyrirtækinu almennilega á koppinn. Pabbi var staddur erlendis þegar hann sá krakka vera að borða frostpinna. Og hann hugsaði strax með sér að í frostpinnum væru hráefnin bara vatn, sykur, litar- og bragðefni sem þýddi fullkomið frelsi í framleiðslu frá Mjólkursamsölunni,“ segir Guðrún. „Pabbi hafði gaman að tónlist þannig að fyrstu nöfnin voru Popp-pinninn, Diskópinninn, Súperstar og fleiri nöfn í þessum dúr,“ segir Valdimar og hlær. Á þessum tíma var staða kaupfélaganna einnig mjög sterk, sérstaklega á landsbyggðinni. Hagaðilar í stjórn kaupfélaga voru víða þeir sömu og töldust hagaðilar Mjólkursamsölunnar. Pabbi lifði það reyndar ekki að sjá Kjörís komast inn í öll kaupfélögin því sá áfangi náðist ekki fyrr en laust fyrir aldamót. En frjálsu verslanirnar eins og Silli og Valdi, Hagkaup og fleiri tóku Kjörís strax inn því þar var hugsunin fyrst og fremst sú að vera með vörur sem neytendur vildu kaupa,“ segir Valdimar. Árið 1985 var ákveðið að byggja stóra dreifingarmiðstöð við Tunguháls í Reykjavík. Það verkefni varð fyrirtækinu nánast ofviða. Í kjölfarið urðu nokkrar breytingar. Öll starfsemin var flutt til Hveragerðis og Kjörís varð að fullu í eigu Hafsteins og bræðra hans. Valdimar og Guðrún segja æsku þeirra systkina hafa einkennst af því að það var alltaf verið að fara með ís eitthvað og aldrei farið í erindisleysur. Ef það var farið í sunnudagsbíltúr, þá tengdist það án undantekninga því að verið var að samnýta ferðina til að fara með ís á sölustað.Vísir/Vilhelm Önnur kynslóðin Fyrsta barn Hafsteins og Laufeyjar var drengur sem fæddist andvana. Árið 1964 fæddist Aldís, Valdimar árið 1966, Guðrún árið 1970 og Sigurbjörg árið 1975. Systkinin segjast ekki þekkja neitt annað en að allir þyrftu að hjálpast að og því muna þau ekki annað en að hafa verið sett í vinnu og verkefni frá um fimm til sex ára gömul. Um helgar fór maður með ísblöndur í Eden því það var svo stór staður hér í Hveragerði. Á laugardagsmorgnum þurftum við að reka rollurnar út fyrir bæjargirðinguna því þær leituðu svo mikið inn í bæinn. Pabbi var oddviti í Hveragerði og því vorum við krakkarnir látin sinna því. Síðan var mamma í sóknarnefndinni í kirkjunni þannig að ég man eftir því að vera að skúra þar,“ segir Valdimar og hlær. „Já við vorum alltaf að fara eitthvað með ís og þegar allsherjarverkfallið var árið 1975 man ég að pabbi smalaði okkur bara saman og við fjölskyldan framleiddum ís sem hann keyrði í verslanir,“ segir Guðrún og bætir við: „Það var líka aldrei farið í erindisleysur. Ef við fórum í bíltúr og lautarferð var slík ferð farin ef það vantaði til dæmis ís í Þrastarlund. Þá var hægt að samnýta ferðina.“ Ráðdeild einkenndi uppeldið og bruðl þótti með öllu óþarft. Við vorum til dæmis síðasta fjölskyldan í Hveragerði til að fá litasjónvarp. Þess vegna horfði maður á Skonrokk hjá vinum því tónlistarmyndböndin í lit voru svo flott,“ segir Guðrún og hlær. „Við fengum ekki videotæki en pabbi keypti þó Soda Stream,“ segir Valdimar. Í dag segjast systkinin þó þakklát fyrir uppeldið enda sé ráðdeild og sparsemi rauði þráðurinn í rekstrargildum Kjörís. Á þessari mynd má sjá Guðmund Kristinsson, bróðir Hafsteins og Laufey S. Valdimarsdóttur með börnum sínum, fv.: Aldís, Valdimar, Guðrún og Sigurbjörg. „Hvíti víkingurinn“ Hafsteinn var tveir metrar á hæð, ljóshærður og þrekinn. Aðeins nokkur ár eru síðan þau systkinin hittu fyrir gamlan mann á sýningu erlendis. Sagðist sá muna vel eftir föður þeirra og vísaði til hans sem „Hvíta víkingsins.“ En eins og algengt er með frumkvöðla, gerði Hafsteinn allt sjálfur. Þá var hann á fullu í pólitík og segjast börnin hans ekki muna eftir öðru en að hann hafi alltaf verið að vinna. Þó kom að því að Hafsteinn bað um hjálp, en þá var Guðrún 21 árs og stefndi á félagsfræðinám í háskólanum. Lausafjárvandinn var mikill og pabbi þurfti hjálp. Ég var að læra iðntæknifræði í Tækniskólanum, Aldís var að kenna og umsvifin í fyrirtækinu alltaf að aukast. Ég er ekki frá því að pabbi hafi verið að bugast svolítið þarna undir lokin,“ segir Valdimar. „Ég man bara að fyrsta daginn bar hann inn á skrifstofuna sína gamalt skrifborð og stillti því upp fyrir framan sitt og þar með var ég tekin við fjármálunum. Við systkinin sitjum enn á skrifstofunni hans og með skrifborðin eins upp stillt og þá,“ segir Guðrún. Þann 18.apríl árið 1993 var Hafsteinn bráðkvaddur. Þá 59 ára gamall. „Ég kvaddi hann á föstudagskvöldi til að taka rútuna heim til Reykjavíkur, þetta var svo venjulegur vinnudagur,“ segir Guðrún. Á laugardeginum fékk Hafsteinn heilablóðfall. Fjölskyldunni var strax tilkynnt að lítil von væri á að hann myndi lifa af. Fljótlega voru þau spurð að því hvort þau myndu mögulega íhuga líffæragjöf. „Við vorum samhuga um að gefa líffæri því það var í anda pabba. En ég er mjög þakklát fyrir það að í dag eru allir líffæragjafar og því þarf ekki að varpa svona ákvörðun yfir á aðstandendur,“ segir Guðrún og bætir við: „Því þegar þú situr á dánarbeði ástvinar heldur þú í von um kraftaverk eins lengi og þú getur. Og þessi von er svo sterk. Og hún er svo mikilvæg. Að þurfa að taka ákvörðun um líffæragjafir tekur hins vegar frá þér þessa von.“ Valdimar segir næstu stundir hafa verið afar erfiðar. „Á mánudagsmorgni boðuðum við starfsfólk á fund og tilkynntum að pabbi væri allur. Það var óraunveruleg upplifun og mjög erfitt,“ segir Valdimar. Sem betur fer voru lykilstjórnendur þó þegar farnir að starfa í Kjörís. Til dæmis skrifstofustjóri, vélstjóri, framleiðslustjóri og markaðsstjóri. Starfsfólkið bar okkur á höndum sér. Þau björguðu okkur í raun því við vorum bara krakkar að reyna að gera okkar besta en í svo mikilli sorg. Það var líka rosalega skrýtið að vera allt í einu orðin yfirmaður því hér voru menn að vinna sem mundu enn daginn sem ég fæddist,“ segir Guðrún. Öll barnabörnin hafa starfað í Kjörís og hér má sjá Valdimar með sonum sínum: Kristján (fv) og Hafsteinn (fh).Vísir/Vilhelm Akkerið Systkinin segjast hafa staðið við það loforð að Kjörís er rekið í minningu föður þeirra og þau rífast ekki um fyrirtækið. Draumurinn er að Kjörís verði lengi rekið sem fjölskyldufyrirtæki en þó gera þau sér grein fyrir að flækjustigum fjölgar eftir því sem hópurinn stækkar. Þá sé enn of snemmt að segja nokkuð til um það hvað þriðja kynslóðin á eftir að vilja gera. Um sextíu manns starfa hjá Kjörís og þar af hefur um helmingur starfað hjá fyrirtækinu í tíu til fimmtán ár eða lengur. Mörg börn starfsfólks hafa starfað þar einnig og það sama á við marga aðra Hvergerðinga því algengt er að sjá umsóknir berast strax þegar krakkar útskrifast úr 10.bekk. Þá segja þau samheldnina í Hveragerði mikla. Ekki síst nú á tímum Covid. Covid lagðist snemma mjög þungt á Hvergerðinga. Skólinn hefur farið í sóttkví tvisvar og snemma misstum við hjón, fyrrum starfsmenn okkar, sem létust af Covid. Það var mjög mikill missir fyrir alla sem hér búa,“ segir Valdimar. Frá árinu 2018 hefur Kjörís eingöngu verið í eigu Laufeyjar og barna. Systkinin segja móður sína hina sprækustu og með afar græna fingur. Aldís er upptekin í bæjarpólitíkinni og Sigurbjörg kennir við grunnskólann. Þá hefur Guðrún stússast í ýmsu. Hún bjó í Þýskalandi í nokkur ár, hefur gegnt formennsku Samtaka Iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og stendur nú í prófkjörsbaráttu. Ég segi oft að ber er hver að baki nema sér bróður eigi því að Valdimar er akkerið okkar. Hann hefur gefið okkur systrunum svigrúm til að hlaupa af okkur hornin. En akkerið í Kjörís er Valdi og mamma,“ segir Guðrún. Gamla myndin Stjórn Kjörís árið 1985, fv.: bræðurnir Guðmundur, Sigfús og Hafsteinn Kristinssynir, Hólmfríður Guðmundsdóttir og Gylfi Hinriksson.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Hveragerði Tengdar fréttir Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01 „Afi var alltaf með Malt í gleri og Prince Póló á skrifstofunni“ „Mér fannst þetta alltaf spennandi og sem barni þótti manni líka svo merkilegt ef maður sá frægt fólk. Alþingismennirnir, Hemmi Gunn og forsetinn voru meðal þeirra sem ég man eftir að hafa þótt merkilegt að sjá,“ segir Guðrún Erla Sigurðardóttir og skellihlær. „Já, þeir komu forsetarnir og bílstjórarnir þeirra, það er rétt,“ segir móðir hennar Ágústa Kristín Magnúsdóttir og bætir við: „Ég man til dæmis að Ásgeir Ásgeirsson forseti verslaði við pabba þegar Efnalaugin Björg var á Sólvallagötunni.“ 7. mars 2021 08:01 „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“ „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar. 28. febrúar 2021 08:01 „Í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast“ „Það vilja allir spila á hljóðfæri því músík gefur svo mikið,“ segir Arnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins í Reykjavík og Tónabúðarinnar á Akureyri. 21. febrúar 2021 08:01 „Ég leiðrétti hana og benti á að ég er ekki mamma mín“ „Ég myndi segja að kvenleggurinn í fjölskyldunni samanstandi af miklum fagurkerum. Við viljum allar hafa fínt í kringum okkur. Meira að segja amma er enn að, nú 92 ára og rétt nýbúin að láta mála hjá sér og skipta um gardínur,“ segir Hrund Kristjánsdóttir og hlær. Hrund rekur húsgagnaverslunina Línuna með eiginmanni sínum Ágústi Jenssyni húsasmíðameistara. Línan var stofnuð árið 1976 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. 14. febrúar 2021 08:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01
„Afi var alltaf með Malt í gleri og Prince Póló á skrifstofunni“ „Mér fannst þetta alltaf spennandi og sem barni þótti manni líka svo merkilegt ef maður sá frægt fólk. Alþingismennirnir, Hemmi Gunn og forsetinn voru meðal þeirra sem ég man eftir að hafa þótt merkilegt að sjá,“ segir Guðrún Erla Sigurðardóttir og skellihlær. „Já, þeir komu forsetarnir og bílstjórarnir þeirra, það er rétt,“ segir móðir hennar Ágústa Kristín Magnúsdóttir og bætir við: „Ég man til dæmis að Ásgeir Ásgeirsson forseti verslaði við pabba þegar Efnalaugin Björg var á Sólvallagötunni.“ 7. mars 2021 08:01
„Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“ „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar. 28. febrúar 2021 08:01
„Í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast“ „Það vilja allir spila á hljóðfæri því músík gefur svo mikið,“ segir Arnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins í Reykjavík og Tónabúðarinnar á Akureyri. 21. febrúar 2021 08:01
„Ég leiðrétti hana og benti á að ég er ekki mamma mín“ „Ég myndi segja að kvenleggurinn í fjölskyldunni samanstandi af miklum fagurkerum. Við viljum allar hafa fínt í kringum okkur. Meira að segja amma er enn að, nú 92 ára og rétt nýbúin að láta mála hjá sér og skipta um gardínur,“ segir Hrund Kristjánsdóttir og hlær. Hrund rekur húsgagnaverslunina Línuna með eiginmanni sínum Ágústi Jenssyni húsasmíðameistara. Línan var stofnuð árið 1976 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. 14. febrúar 2021 08:00