„Það er munur á því að vera með sjálfstraust og að vera með hroka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 16:31 Katla Rún Garðarsdóttir og félagar hennar í Keflavíkurliðinu misstu af gullnu tækifæri að komast á toppinn í Domino´s deildinni. Vísir/Hulda Margrét Keflavíkurkonur töpuðu óvænt á móti botnliði KR í síðustu umferð Domino´s deildarinnar í körfubolta og leikurinn var rekinn fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi. Keflavíkurliðið hafði náð toppsæti deildarinnar með sigri því Valskonur töpuðu á sama tíma. Kjartan Atli Kjartansson spurði Pálínu Gunnlaugsdóttur um hversu svekktur Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, væri eftir þetta tap á móti neðsta liðinu. „Ég held að hann sé mjög svekktur. KR-ingar spiluðu mjög flotta vörn í leiknum en mér fannst líka Keflvíkingar graf sína eigin gröf. Þær voru pínulítið værukærar og það voru pínu stælar í þeim. Öll þessi þriggja stiga skot sem við sáum, það var eins og þær nenntu ekki að fara inn í teig,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hroki í Keflavíkurkonum „Þær eru með skelfilega nýtingu í þriggja stiga skotum eða sextán prósent. Ég held að þær hafi farið þrisvar sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta,“ sagði Pálína. „Það var það sama í fjórða leikhluta því þá skutu þær fimmtán þriggja stiga skotum og fóru kannski þrisvar, fjórum sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna," sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þetta er bara dauðadæmt. Ef þær hitta, allt í lagi, en ef þær eru ekki að hitta þá þurfa þær að fara nær körfunni. Ef þær eru ekki að hitta og eru að taka svona galin skot þá verður þetta bara fáránlegt. Mér fannst ákveðið agaleysi og smá hroki í Keflavíkurliðinu. Það er munur á því að vera með sjálfstraust og að vera með hroka,“ sagði Pálína. Það má sjá alla umræðuna um Keflavíkurliðið hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira
Keflavíkurliðið hafði náð toppsæti deildarinnar með sigri því Valskonur töpuðu á sama tíma. Kjartan Atli Kjartansson spurði Pálínu Gunnlaugsdóttur um hversu svekktur Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, væri eftir þetta tap á móti neðsta liðinu. „Ég held að hann sé mjög svekktur. KR-ingar spiluðu mjög flotta vörn í leiknum en mér fannst líka Keflvíkingar graf sína eigin gröf. Þær voru pínulítið værukærar og það voru pínu stælar í þeim. Öll þessi þriggja stiga skot sem við sáum, það var eins og þær nenntu ekki að fara inn í teig,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hroki í Keflavíkurkonum „Þær eru með skelfilega nýtingu í þriggja stiga skotum eða sextán prósent. Ég held að þær hafi farið þrisvar sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta,“ sagði Pálína. „Það var það sama í fjórða leikhluta því þá skutu þær fimmtán þriggja stiga skotum og fóru kannski þrisvar, fjórum sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna," sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þetta er bara dauðadæmt. Ef þær hitta, allt í lagi, en ef þær eru ekki að hitta þá þurfa þær að fara nær körfunni. Ef þær eru ekki að hitta og eru að taka svona galin skot þá verður þetta bara fáránlegt. Mér fannst ákveðið agaleysi og smá hroki í Keflavíkurliðinu. Það er munur á því að vera með sjálfstraust og að vera með hroka,“ sagði Pálína. Það má sjá alla umræðuna um Keflavíkurliðið hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira