Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Ak. 86-90 | Sigur Þórs í spennuþrungnum og ótrúlegum leik Árni Jóhannsson skrifar 21. mars 2021 22:07 Dedrick Basile átti frábæran leik. vísir/vilhelm Þórsarar mættu til leiks með vængbrotið lið þegar þeir heimsóttu KR í DHL-höllinni fyrr í kvöld en það vantaði í lið þeirra einn af atkvæðamestu leikmönnum deildarinnar, Ivan Aurrecoechea Alcolado, og Ingvi Þór Guðmundsson var einnig fjarri góðu gamni. Margir hafa líklega hugsað sér að þetta yrði erfitt fyrir Þórsara í kvöld og var sú skoðun rökstudd eftir fyrstu mínútur leiksins þegar staðan var 18-1 KR í vil og þetta virtist vera búið spil fyrir Norðanmenn. Þórsarar voru alls ekki á því að þetta væri búið og í öðrum leikhluta byrjaði endurkoman fyrir alvöru. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 27-13 fyrir heimamenn en með elju og baráttusemi þar sem varnarleikur var harður náðu Þórsarar að vinna leikhlutann 31-21 sem þýddi að KR leiddi með fjórum stigum í hálfleik. Þriðja leikhluta unnu Þórsarar einnig með tíu stigum, 25-15 og komust þeir því yfir í þeim leikhluta. Undir lok hans náði Matthías Orri Sigurðsson að kveikja örlítið í sínum mönnum þannig að KR missti ekki gestina of langt fram úr sér en staðan að loknum þriðja leikhluta var 63-69 gestunum frá Akureyri í vil. KR komst yfir í fjórða leikhluta í skamma stund en Þór náði að halda stemmningunni sinni uppi og voru fjórum stigum yfir þegar rúm mínúta lifði af leiknum. Margir KR-ingar hugsuðu hlýtt til þess að í seinasta leik var það sama upp á tengingnum þannig að ekki væri öll von úti. Þeir náðu hins vegar ekki að stöðva gestina nægilega vel í lok leiksins og Þór náði körfunum sem á þurfti að halda til að sigla sigrinum heim. Lokatölur 86-90 fyrir Þór frá Akureyri og þeir halda áfram skriði sínu upp töfluna. Blaðamaður hugsar að jafnvel þurfi að hætta að tala um Þórsliðið á sama tíma og fallbaráttan er rædd. Þórsarar biðja allavega, með leik sínum, að þeim sé sýnd meiri virðing en það. Afhverju vann Þór? Þór sýndi og sannaði hvað hugarfar skiptir rosalega miklu máli í íþróttum. Þeim vantaði tvo stóra pósta í sinn hóp og lentu í feykilegum vandræðum í byrjun leiks. Þjálfari þeirra minnti þá hins vegar á það á milli leikhluta að þeir ætluðu að vinna leikinn og það raungerðist. Baráttan var meiri Þórs megin og sjálfstraustið einnig sem gerði það að verkum að aðgerðir þeirra bæði í vörn og sókn báru árangur í kvöld. Bestur á vellinum? Dedrick Deon Basile á þann heiður skilinn og það getur enginn kvartað yfir því. Kappinn skilaði 27 stigum, 11 stoðsendingum og 8 fráköstum og daðraði hann við þrefalda tvennu. Hann leiddi sína menn í gegnum storminn sem þeir lentu í í byrjun leiks með áræðni og kænsku til að finna sína menn. Hann fékk góða hjálp frá sínum mönnum og lögðu margir á plóginn bæði í vörn og sókn. Hvað gekk illa? KR gekk mjög illa að hitta í fjórða leikhluta sérstaklega. Þó að skotin hafi verið galopin þá klikkuðu þau á ögurstundu þegar á reyndi og þeir voru í séns að jafna eða komast yfir í lok leiksins. Hvað gerist næst? KR fær tækifæri til að rétta þessa frammistöðu af en þeir eiga leik við Þór frá Þorlákshöfn í næstu umferð en það er ekki létt verk svo sem. Þór frá Akureyri munu kljást við Tindastól í sannkallaðri baráttu um Norðurlandið. Sá leikur getur skipt sköpum í baráttu um gott sæti í úrslitakeppninni en Þór Ak. hefur 16 stig á meðan UMFT hefur 14 þegar þessi orð eru skrifuð. Basile: Við erum lítilmagninn Basile var í skýjunum með frammistöðu Þórsara gegn KR-ingum.vísir/vilhelm Dedrick Basile var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum strax eftir leik en blaðamaður sagði við hann að best væri að lýsa þessum sigri sem ótrúlegum. „Þetta var ótrúleg liðsframmistaða. Ég meina við erum tveimur eða öllu heldur þremur leikmönnum færri en það vantaði Ivan, Ingva og Júlíus Orra þannig að þetta var frábært hjá okkur hinum í liðinu að stíga upp og klára þetta. Þegar þessir leikmenn eru svo komnir aftur inn hjá okkur þá finnst mér eins og að það séu engin takmörk fyrir því hvert þetta lið nær að mínu mati.“ Dedrick var spurður að því hvaða skilaboð leikmennirnir hefðu fengið á milli leikhluta en fyrsti leikhluti var afleitur fyrir Þórsara. „Skilaboðin væru að við hefðum engu að tapa og allt að vinna. Það var engin pressa á okkur heldur var öll pressan á KR-ingum. Við gátum því spilað frjálslega en við vorum flatir í byrjun leiks enda búnir að keyra langt að en það var síðan allt í lagi.“ Dedrick var síðan spurður að því hvert hann sæi liðið sitt stefna en árangur þeirra undanfarið hefur verið frábær. „Við erum lítilmagninn í þessu og okkur líkar það bara vel. Við ætlum að halda þessu áfram og við erum á veiðum á eftir öllum. „Sky is the limit for us.““ Að lokum var Dedrick beðinn um að ræða aðeins sjálfan sig en hann er að eiga mjög gott mót. „Mér líður vel með mína frammistöðu en mér líður enn betur varðandi frammistöðu liðsins. Mér líður eins og að ef ég á góðan leik þá eiga liðsfélagarnir góðan leik. Ef við náum vel saman eins og hefur gerst þá mun okkur ganga vel.“ Matthías: Ég skammast mín smá fyrir frammistöðuna Matthías Orri átti fínan leik fyrir KR.vísir/vilhelm KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðsson var skiljanlega ekki upplitsdjarfur eftir leikinn gegn Þórsurum og frammistöðu sinna manna. „Ég bara skammast mín smá fyrir frammistöðuna í dag,“ sagði Matthías þegar hann var spurður hvernig hægt væri að útskýra svona tap. „Ég skammast mín líka bara fyrir frammistöðuna almennt á heimavelli þennan veturinn. Við vorum andlausir, fyrir utan fyrstu 10 mínúturnar, alveg bara pinkulitlir í okkur og ekki tilbúnir til að berjast eða gera neitt af því sem við ætluðum okkur. Um leið og þeir byrjuðu að lemja á okkur bökkuðum við í burtu og vorum allt of lengi að svara fyrir okkur. Það er ansi margt sem þarf að laga hjá okkur.“ Matthías var síðan spurður út í hvort að einbeitingin hafi horfið eftir að liðið náði 18-1 forskoti í byrjun leiks og að um leið hafi þá sjálfstraustið horfið. „Sjálfstraustið var ekki farið. Það var bara eins og það hafi gjörsamlega slokknað á okkur. Þeir skoruðu 13 stig á okkur í fyrsta leikhluta en síðan í öðrum þá skora þeir yfir 30. Við hleyptum þeim inn í þetta og fengum ótal sénsa til að taka þetta til baka. Náðum þeim aðeins aftur í fjórða leikhluta en svo bara slokknaði aftur á okkur. Svo í seinasta leikhlutanum þá vorum við að klikka á galopnum skotum. Ég bara man ekki eftir leik þar sem við klikkuðum á svona mörgum galopnum þristum. Við klikkuðum ítrekað og það er einhver einbeitingarvandi. Ég hef lítið um svör núna“, sagði Matthías mjög hugsi um hvað hefði gerst hjá sínum mönnum. Að lokum var hann spurður að því hvort það væri kostur að það væri stutt í næsta leik. „Já, það er mjög fínt. Við þurfum að ná þessum leik aftur til baka og við þurfum að vinna í ansi mörgum hlutum.“ Dominos-deild karla KR Þór Akureyri
Þórsarar mættu til leiks með vængbrotið lið þegar þeir heimsóttu KR í DHL-höllinni fyrr í kvöld en það vantaði í lið þeirra einn af atkvæðamestu leikmönnum deildarinnar, Ivan Aurrecoechea Alcolado, og Ingvi Þór Guðmundsson var einnig fjarri góðu gamni. Margir hafa líklega hugsað sér að þetta yrði erfitt fyrir Þórsara í kvöld og var sú skoðun rökstudd eftir fyrstu mínútur leiksins þegar staðan var 18-1 KR í vil og þetta virtist vera búið spil fyrir Norðanmenn. Þórsarar voru alls ekki á því að þetta væri búið og í öðrum leikhluta byrjaði endurkoman fyrir alvöru. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 27-13 fyrir heimamenn en með elju og baráttusemi þar sem varnarleikur var harður náðu Þórsarar að vinna leikhlutann 31-21 sem þýddi að KR leiddi með fjórum stigum í hálfleik. Þriðja leikhluta unnu Þórsarar einnig með tíu stigum, 25-15 og komust þeir því yfir í þeim leikhluta. Undir lok hans náði Matthías Orri Sigurðsson að kveikja örlítið í sínum mönnum þannig að KR missti ekki gestina of langt fram úr sér en staðan að loknum þriðja leikhluta var 63-69 gestunum frá Akureyri í vil. KR komst yfir í fjórða leikhluta í skamma stund en Þór náði að halda stemmningunni sinni uppi og voru fjórum stigum yfir þegar rúm mínúta lifði af leiknum. Margir KR-ingar hugsuðu hlýtt til þess að í seinasta leik var það sama upp á tengingnum þannig að ekki væri öll von úti. Þeir náðu hins vegar ekki að stöðva gestina nægilega vel í lok leiksins og Þór náði körfunum sem á þurfti að halda til að sigla sigrinum heim. Lokatölur 86-90 fyrir Þór frá Akureyri og þeir halda áfram skriði sínu upp töfluna. Blaðamaður hugsar að jafnvel þurfi að hætta að tala um Þórsliðið á sama tíma og fallbaráttan er rædd. Þórsarar biðja allavega, með leik sínum, að þeim sé sýnd meiri virðing en það. Afhverju vann Þór? Þór sýndi og sannaði hvað hugarfar skiptir rosalega miklu máli í íþróttum. Þeim vantaði tvo stóra pósta í sinn hóp og lentu í feykilegum vandræðum í byrjun leiks. Þjálfari þeirra minnti þá hins vegar á það á milli leikhluta að þeir ætluðu að vinna leikinn og það raungerðist. Baráttan var meiri Þórs megin og sjálfstraustið einnig sem gerði það að verkum að aðgerðir þeirra bæði í vörn og sókn báru árangur í kvöld. Bestur á vellinum? Dedrick Deon Basile á þann heiður skilinn og það getur enginn kvartað yfir því. Kappinn skilaði 27 stigum, 11 stoðsendingum og 8 fráköstum og daðraði hann við þrefalda tvennu. Hann leiddi sína menn í gegnum storminn sem þeir lentu í í byrjun leiks með áræðni og kænsku til að finna sína menn. Hann fékk góða hjálp frá sínum mönnum og lögðu margir á plóginn bæði í vörn og sókn. Hvað gekk illa? KR gekk mjög illa að hitta í fjórða leikhluta sérstaklega. Þó að skotin hafi verið galopin þá klikkuðu þau á ögurstundu þegar á reyndi og þeir voru í séns að jafna eða komast yfir í lok leiksins. Hvað gerist næst? KR fær tækifæri til að rétta þessa frammistöðu af en þeir eiga leik við Þór frá Þorlákshöfn í næstu umferð en það er ekki létt verk svo sem. Þór frá Akureyri munu kljást við Tindastól í sannkallaðri baráttu um Norðurlandið. Sá leikur getur skipt sköpum í baráttu um gott sæti í úrslitakeppninni en Þór Ak. hefur 16 stig á meðan UMFT hefur 14 þegar þessi orð eru skrifuð. Basile: Við erum lítilmagninn Basile var í skýjunum með frammistöðu Þórsara gegn KR-ingum.vísir/vilhelm Dedrick Basile var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum strax eftir leik en blaðamaður sagði við hann að best væri að lýsa þessum sigri sem ótrúlegum. „Þetta var ótrúleg liðsframmistaða. Ég meina við erum tveimur eða öllu heldur þremur leikmönnum færri en það vantaði Ivan, Ingva og Júlíus Orra þannig að þetta var frábært hjá okkur hinum í liðinu að stíga upp og klára þetta. Þegar þessir leikmenn eru svo komnir aftur inn hjá okkur þá finnst mér eins og að það séu engin takmörk fyrir því hvert þetta lið nær að mínu mati.“ Dedrick var spurður að því hvaða skilaboð leikmennirnir hefðu fengið á milli leikhluta en fyrsti leikhluti var afleitur fyrir Þórsara. „Skilaboðin væru að við hefðum engu að tapa og allt að vinna. Það var engin pressa á okkur heldur var öll pressan á KR-ingum. Við gátum því spilað frjálslega en við vorum flatir í byrjun leiks enda búnir að keyra langt að en það var síðan allt í lagi.“ Dedrick var síðan spurður að því hvert hann sæi liðið sitt stefna en árangur þeirra undanfarið hefur verið frábær. „Við erum lítilmagninn í þessu og okkur líkar það bara vel. Við ætlum að halda þessu áfram og við erum á veiðum á eftir öllum. „Sky is the limit for us.““ Að lokum var Dedrick beðinn um að ræða aðeins sjálfan sig en hann er að eiga mjög gott mót. „Mér líður vel með mína frammistöðu en mér líður enn betur varðandi frammistöðu liðsins. Mér líður eins og að ef ég á góðan leik þá eiga liðsfélagarnir góðan leik. Ef við náum vel saman eins og hefur gerst þá mun okkur ganga vel.“ Matthías: Ég skammast mín smá fyrir frammistöðuna Matthías Orri átti fínan leik fyrir KR.vísir/vilhelm KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðsson var skiljanlega ekki upplitsdjarfur eftir leikinn gegn Þórsurum og frammistöðu sinna manna. „Ég bara skammast mín smá fyrir frammistöðuna í dag,“ sagði Matthías þegar hann var spurður hvernig hægt væri að útskýra svona tap. „Ég skammast mín líka bara fyrir frammistöðuna almennt á heimavelli þennan veturinn. Við vorum andlausir, fyrir utan fyrstu 10 mínúturnar, alveg bara pinkulitlir í okkur og ekki tilbúnir til að berjast eða gera neitt af því sem við ætluðum okkur. Um leið og þeir byrjuðu að lemja á okkur bökkuðum við í burtu og vorum allt of lengi að svara fyrir okkur. Það er ansi margt sem þarf að laga hjá okkur.“ Matthías var síðan spurður út í hvort að einbeitingin hafi horfið eftir að liðið náði 18-1 forskoti í byrjun leiks og að um leið hafi þá sjálfstraustið horfið. „Sjálfstraustið var ekki farið. Það var bara eins og það hafi gjörsamlega slokknað á okkur. Þeir skoruðu 13 stig á okkur í fyrsta leikhluta en síðan í öðrum þá skora þeir yfir 30. Við hleyptum þeim inn í þetta og fengum ótal sénsa til að taka þetta til baka. Náðum þeim aðeins aftur í fjórða leikhluta en svo bara slokknaði aftur á okkur. Svo í seinasta leikhlutanum þá vorum við að klikka á galopnum skotum. Ég bara man ekki eftir leik þar sem við klikkuðum á svona mörgum galopnum þristum. Við klikkuðum ítrekað og það er einhver einbeitingarvandi. Ég hef lítið um svör núna“, sagði Matthías mjög hugsi um hvað hefði gerst hjá sínum mönnum. Að lokum var hann spurður að því hvort það væri kostur að það væri stutt í næsta leik. „Já, það er mjög fínt. Við þurfum að ná þessum leik aftur til baka og við þurfum að vinna í ansi mörgum hlutum.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum