Neita að hafa hótað því að fella Barcelona niður um deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 09:00 Ekki er enn vitað hvort Lionel Messi verði áfram hjá Barcelona en nýr forseti getur nú farið að einbeita sér að sannfæra hann um að vera áfram. AP/Joan Monfort Spænska deildin segist ekki hafa hótað því að senda stórlið Barcelona niður um deild tækist félaginu ekki að koma fram með 125 milljóna evru tryggingu í vikunni. Fréttir frá Spáni í vikunni voru um að La Liga hafi heimtað slíka tryggingu áður en nýr forseti tæki við. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í marga mánuði og rekstur félagsins hefur gengið illa. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif en auk þess hafa peningamálin verið í ruglinu fyrir utan það. Barcelona hefur meðal annars keypt leikmenn fyrir stórar upphæðir en þeir hafa skilað litlu fyrir liðið inn á vellinum. La Liga Denies Barcelona Relegation Threat Over 125m https://t.co/oJ2xJ1UF4o— LEADERSHIP Newspaper (@LeadershipNGA) March 19, 2021 Toni Freixa, sem tapaði forsetakosningunum á dögunum, sagði frá því að hann ásamt hinum tveimur frambjóðendunum, Joan Laporta og Victor Font, hafi fengið að vita það hjá starfandi forseta, Carles Tusquets, að spænska deildin myndi taka hart á því ef slík trygging kæmi ekki áður en nýr forseti væri settur í embættið. Forseti spænsku deildarinnar á þar að hafa hótað Barcelona að senda það niður um deild. Bankatryggingin er fimmtán prósent af fjárhagsáætlun Barcelona og er sett inn sem leið til að tryggja það að félagið sé ekki rekið ábyrgðarlaust. La Liga þarf síðan að staðfesta að þessi trygging sé til staðar. Freixa sagði frá þessu á Twitter. „Svar La Liga eða nánar til getið svar forsetans Javier Tebas, var að ef þið setjið nýjan forseta í embætti án þess að koma fram með þessa tryggingu þá mun ég senda Barcelona niður í b-deildina. Þetta sagði Carles Tusquets okkur öllum þremur forsetaframbjóðendunum,“ skrifaði Toni Freixa. Barcelona president-elect Joan Laporta has received the 125M ($149M) bank guarantees required to "officially become Barcelona's president." He was expected to send them to @LaLiga for approval tonight ahead of the deadline. : https://t.co/EY2U7ZDO87 pic.twitter.com/CKa4xNBvQ9— Sports Business Journal (@sbjsbd) March 16, 2021 La Liga hefur nú komið fram að neitað því að að þeir Tebas og Tusquets hafi haft einhver samskipti í aðdraganda forsetakosninganna. Spænska deildin hefur líka staðfest það sem myndi gerast kæmi ekki slík trygging. Þá yrði að endurtaka forsetakosningarnar en Barcelona myndi ekki falla niður um deild. Joan Laporta tókst að koma með þessa umræddu tryggingu á réttum tíma og hefur nú endanlega verið staðfestur sem nýr forseti Barcelona. Fjárhagsmálin eru mikill höfuðverkur fyrir félagið en mesta pressan eins og er snýst um það hvort Joan Laporta takist að sannfæra Lionel Messi um að vera áfram þegar samningur hans rennur út í sumar. Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Fréttir frá Spáni í vikunni voru um að La Liga hafi heimtað slíka tryggingu áður en nýr forseti tæki við. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í marga mánuði og rekstur félagsins hefur gengið illa. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif en auk þess hafa peningamálin verið í ruglinu fyrir utan það. Barcelona hefur meðal annars keypt leikmenn fyrir stórar upphæðir en þeir hafa skilað litlu fyrir liðið inn á vellinum. La Liga Denies Barcelona Relegation Threat Over 125m https://t.co/oJ2xJ1UF4o— LEADERSHIP Newspaper (@LeadershipNGA) March 19, 2021 Toni Freixa, sem tapaði forsetakosningunum á dögunum, sagði frá því að hann ásamt hinum tveimur frambjóðendunum, Joan Laporta og Victor Font, hafi fengið að vita það hjá starfandi forseta, Carles Tusquets, að spænska deildin myndi taka hart á því ef slík trygging kæmi ekki áður en nýr forseti væri settur í embættið. Forseti spænsku deildarinnar á þar að hafa hótað Barcelona að senda það niður um deild. Bankatryggingin er fimmtán prósent af fjárhagsáætlun Barcelona og er sett inn sem leið til að tryggja það að félagið sé ekki rekið ábyrgðarlaust. La Liga þarf síðan að staðfesta að þessi trygging sé til staðar. Freixa sagði frá þessu á Twitter. „Svar La Liga eða nánar til getið svar forsetans Javier Tebas, var að ef þið setjið nýjan forseta í embætti án þess að koma fram með þessa tryggingu þá mun ég senda Barcelona niður í b-deildina. Þetta sagði Carles Tusquets okkur öllum þremur forsetaframbjóðendunum,“ skrifaði Toni Freixa. Barcelona president-elect Joan Laporta has received the 125M ($149M) bank guarantees required to "officially become Barcelona's president." He was expected to send them to @LaLiga for approval tonight ahead of the deadline. : https://t.co/EY2U7ZDO87 pic.twitter.com/CKa4xNBvQ9— Sports Business Journal (@sbjsbd) March 16, 2021 La Liga hefur nú komið fram að neitað því að að þeir Tebas og Tusquets hafi haft einhver samskipti í aðdraganda forsetakosninganna. Spænska deildin hefur líka staðfest það sem myndi gerast kæmi ekki slík trygging. Þá yrði að endurtaka forsetakosningarnar en Barcelona myndi ekki falla niður um deild. Joan Laporta tókst að koma með þessa umræddu tryggingu á réttum tíma og hefur nú endanlega verið staðfestur sem nýr forseti Barcelona. Fjárhagsmálin eru mikill höfuðverkur fyrir félagið en mesta pressan eins og er snýst um það hvort Joan Laporta takist að sannfæra Lionel Messi um að vera áfram þegar samningur hans rennur út í sumar.
Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira