Lárus: Við þurftum bara að hætta að hika Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2021 20:45 Lárus Jónsson var virkilega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. vísir/bára Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var virkilega ánægður með sína menn í kvöld, en þeir unnu góðan 92-83 sigur gegn Stjörnunni í Dominos deild karla. „Mér fannst Stjarnan byrja þenna leik miklu ákveðnari og þeir náðu að stoppa hraðann hjá okkur,“ sagði Lárus eftir leikinn í kvöld. „Stjarnan spilaði frábæra vörn á okkur í fyrri hálfleik og við vorum að finna fáar opnanir. Mér fannst við líka hikandi eins og þetta væri einhver leikur upp á líf og dauða. Menn voru ekki að taka opin skot og voru að senda boltann einu sinni of oft.“ Seinni hálfleikur var þó mun betri hjá Þórsusurum, en Lárus gerði þá nokkrar breytingar á skipulagi liðsins. „Í seinni hálfleik ákváðum við aðeins að breyta. Ég setti Dóra inn og hann og Raggi komu með góða orku og menn hættu að hika. Emil kom líka inn og það kom mikill hraði með honum og við náðum að spila okkar leik í seinni hálfleik. Svo vorum við líka frábærir í vörn og höldum þeim í 83 stigum.“ Lárus sagði að hann hefði ekki sagt nein töfraorð til að kveikja í sínum mönnum í hálfleik. „Það vantaði bara alla greddu í þetta hjá okkur. Við þurftum bara að hætta að hika. Við vinnum enga körfuboltaleiki með hiki og að þora ekki að taka skotin okkar. Við erum með frábæra skotmenn og þeir verða að taka skotið ef þeir sjá opnun. Ef þeir gera það ekki þá verður þetta bara ofboðslega flókið.“ Þórsarar settu niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru í seinni hálfleik, og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Ætli það hafi ekki bara verið stemningin sem stýrði þessu ofan í. Svo er auðvitað alltaf betra að fá þrjú stig heldur en tvö,“ sagði Lárus. „Ég held samt frekar að það hafi verið vörnin sem stýrði því að við vorum að fá opnanir því vörnin hjá okkur var frábær.“ Þórsarar lyftu sér upp fyrir Stjörnuna í annað sæti Dominos deildinni með sigrinum, en eru þó jafnir á stigum. „Þetta segir okkur bara að við getum unnið Stjörnuna án Lindqvist. Þeir eiga náttúrulega eftir að fá hann til baka. Við höfum ekki enn mætt þeim með fullt lið. Þó að við séum búnir að vinna þá tvisvar í vetur þá vantaði líka kanann og Lindqvist í seinasta leik.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Mér fannst Stjarnan byrja þenna leik miklu ákveðnari og þeir náðu að stoppa hraðann hjá okkur,“ sagði Lárus eftir leikinn í kvöld. „Stjarnan spilaði frábæra vörn á okkur í fyrri hálfleik og við vorum að finna fáar opnanir. Mér fannst við líka hikandi eins og þetta væri einhver leikur upp á líf og dauða. Menn voru ekki að taka opin skot og voru að senda boltann einu sinni of oft.“ Seinni hálfleikur var þó mun betri hjá Þórsusurum, en Lárus gerði þá nokkrar breytingar á skipulagi liðsins. „Í seinni hálfleik ákváðum við aðeins að breyta. Ég setti Dóra inn og hann og Raggi komu með góða orku og menn hættu að hika. Emil kom líka inn og það kom mikill hraði með honum og við náðum að spila okkar leik í seinni hálfleik. Svo vorum við líka frábærir í vörn og höldum þeim í 83 stigum.“ Lárus sagði að hann hefði ekki sagt nein töfraorð til að kveikja í sínum mönnum í hálfleik. „Það vantaði bara alla greddu í þetta hjá okkur. Við þurftum bara að hætta að hika. Við vinnum enga körfuboltaleiki með hiki og að þora ekki að taka skotin okkar. Við erum með frábæra skotmenn og þeir verða að taka skotið ef þeir sjá opnun. Ef þeir gera það ekki þá verður þetta bara ofboðslega flókið.“ Þórsarar settu niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru í seinni hálfleik, og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Ætli það hafi ekki bara verið stemningin sem stýrði þessu ofan í. Svo er auðvitað alltaf betra að fá þrjú stig heldur en tvö,“ sagði Lárus. „Ég held samt frekar að það hafi verið vörnin sem stýrði því að við vorum að fá opnanir því vörnin hjá okkur var frábær.“ Þórsarar lyftu sér upp fyrir Stjörnuna í annað sæti Dominos deildinni með sigrinum, en eru þó jafnir á stigum. „Þetta segir okkur bara að við getum unnið Stjörnuna án Lindqvist. Þeir eiga náttúrulega eftir að fá hann til baka. Við höfum ekki enn mætt þeim með fullt lið. Þó að við séum búnir að vinna þá tvisvar í vetur þá vantaði líka kanann og Lindqvist í seinasta leik.“
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira