Þórsarar endurheimta Drungilas en enda þeir taphrinuna í toppslag kvöldsins? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 16:31 Adomas Drungilas skorar fyrir Þór í fyrri leiknum á móti Stjörnunni. Vísir/Elín Björg Liðin í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar karla í körfubolta, Stjarnan og Þór Þorlákshöfn, mætast í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld. Stjarnan er með tveimur stigum meira en Þórsliðið í öðru sæti deildarinnar en með sigri ná Þórsarar öðru sætinu og tryggja sér um leið betri innbyrðis stöðu á móti Garðbæingum út tímabilið. Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.05. Bæði liðin töpuðu síðasta leik sínum og Þórsarar hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Liðið lék síðasta leik án litháíska leikmannsins Adomas Drungilas sem tók út leikbann á móti Grindavík. Í leiknum á undan tapaði Þórsliðið á móti Keflavík en þar á undan hafði spútniklið vetrarins unnið fimm leiki í röð. Stjarnan tapaði óvænt á móti Þór Akureyri í síðasta leik sínum en Garðabæjarliðið hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð undanfarna rúmu sextán mánuði. Stjarnan hefur síðan unnið sex leiki í röð í næsta leik eftir tapleik. Þórsarar sóttu sigur í Garðabæinn í fyrri leik liðanna í janúar en Þórsliðið vann leikinn 111-100 þar sem umræddur Adomas Drungilas var með 20 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 3 varin skot. Stjörnuliðið hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik en liðið er að fá á sig meðaltali 88,2 stig í leik. Ragnar Örn Bragason setti líka niður 20 stig í leiknum en hann var með fjóra þrista og alls voru fimm leikmenn Þórsliðsins með fimmtán stig eða meira því Larry Thomas og Emil Karel Einarsson skoruðu báðir 16 stig og Styrmir Snær Þrastarson var með 15 stig. Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson voru báðir með 24 stig fyrir Stjörnuna í leiknum og Mirza Sarajlija skoraði 19 stig. Stjörnuliðið lék án sænska landsliðsmannsins Alexander Lindqvist og verða væntanlega aftur án hans í kvöld þar sem hann fór til Svíþjóðar á dögunum vegna persónulegra ástæðna. Auk þess að sýna beint frá leik Þórs Þ. og Stjörnunnar þá verður leikur Vals og Tindastóls sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.45 og á eftir honum verða Dominos Tilþrifin. Leikur Vals og Tindastóls er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin. Píeta samtökin eru samtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Leikurinn verður í opinn dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkkan 20.15 en útsending hefst klukkan 19.45 þar sem vakin verður athygli á samtökunum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Stjarnan er með tveimur stigum meira en Þórsliðið í öðru sæti deildarinnar en með sigri ná Þórsarar öðru sætinu og tryggja sér um leið betri innbyrðis stöðu á móti Garðbæingum út tímabilið. Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.05. Bæði liðin töpuðu síðasta leik sínum og Þórsarar hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Liðið lék síðasta leik án litháíska leikmannsins Adomas Drungilas sem tók út leikbann á móti Grindavík. Í leiknum á undan tapaði Þórsliðið á móti Keflavík en þar á undan hafði spútniklið vetrarins unnið fimm leiki í röð. Stjarnan tapaði óvænt á móti Þór Akureyri í síðasta leik sínum en Garðabæjarliðið hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð undanfarna rúmu sextán mánuði. Stjarnan hefur síðan unnið sex leiki í röð í næsta leik eftir tapleik. Þórsarar sóttu sigur í Garðabæinn í fyrri leik liðanna í janúar en Þórsliðið vann leikinn 111-100 þar sem umræddur Adomas Drungilas var með 20 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 3 varin skot. Stjörnuliðið hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik en liðið er að fá á sig meðaltali 88,2 stig í leik. Ragnar Örn Bragason setti líka niður 20 stig í leiknum en hann var með fjóra þrista og alls voru fimm leikmenn Þórsliðsins með fimmtán stig eða meira því Larry Thomas og Emil Karel Einarsson skoruðu báðir 16 stig og Styrmir Snær Þrastarson var með 15 stig. Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson voru báðir með 24 stig fyrir Stjörnuna í leiknum og Mirza Sarajlija skoraði 19 stig. Stjörnuliðið lék án sænska landsliðsmannsins Alexander Lindqvist og verða væntanlega aftur án hans í kvöld þar sem hann fór til Svíþjóðar á dögunum vegna persónulegra ástæðna. Auk þess að sýna beint frá leik Þórs Þ. og Stjörnunnar þá verður leikur Vals og Tindastóls sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.45 og á eftir honum verða Dominos Tilþrifin. Leikur Vals og Tindastóls er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin. Píeta samtökin eru samtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Leikurinn verður í opinn dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkkan 20.15 en útsending hefst klukkan 19.45 þar sem vakin verður athygli á samtökunum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum