„Þeir vilja halda mér í landsliðinu“ Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2021 08:01 Arnór Ingvi Traustason lék með Íslandi í sigrinum gegn Rúmeníu í fyrrahaust en missti svo af úrslitaleiknum gegn Ungverjalandi, um sæti á EM, vegna kórónuveirusmits. vísir/hulda margrét „Þetta er allt saman mjög spennandi og þeir seldu mér þetta strax,“ segir Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í fótbolta, um vistaskiptin til New England Revolution. Arnór flytur til Boston í næsta mánuði og byrjar að spila í MLS-deildinni. Arnór verður annar Íslendingurinn í MLS-deildinni því þar er fyrir Guðmundur Þórarinsson sem leikur með New York City. „Ég talaði við Gumma Tóta og fékk að heyra frá honum bæði neikvætt og jákvætt. Anton Tinnerholm, liðsfélagi Gumma, var áður í Svíþjóð og ég ráðfærði mig við þá. Ég tek þetta jákvæða með mér og er mjög spenntur að fara að byrja,“ segir Arnór. Hann kemur til Bandaríkjanna eftir að hafa leikið með Malmö í Svíþjóð síðustu þrjú tímabil. Arnór segir flutninginn til Bandaríkjanna ekki eiga að hafa áhrif á stöðu sína í landsliðinu. Ekki einu sinni nú á tímum kórónuveirufaraldursins. Hann er á Íslandi og fer ekki vestur yfir haf fyrr en eftir leikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein nú í lok mánaðarins. Nýju vinnuveitendurnir eru auk þess mjög jákvæðir gagnvart því að hann spili með landsliðinu. Klippa: Arnór Ingvi um landsliðið „Ég ræddi um þetta við þá og þeir vilja halda mér í landsliðinu – vera með landsliðsleikmenn. Þeir eru mjög ánægðir og vilja sérstaklega að ég sé í landsliðinu, haldi áfram að standa mig og verði enn betri leikmaður, og verði þess vegna seldur áfram. Það er mjög skemmtilegt að heyra,“ segir Arnór Ingvi. Enn meira gíraður eftir að hafa misst af úrslitaleiknum Ætla má að Arnór verði í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar sem tilkynntur verður í dag. Hann missti af úrslitaleiknum um sæti á EM, gegn Ungverjalandi í nóvember, eftir að liðsfélagi hans smitaðist af kórónuveirunni. Í ljós kom svo að Arnór hafði smitast af honum. „Mér líst þvílíkt vel á að fara að byrja nýja undankeppni, sérstaklega eftir að síðasta keppni fór eins og hún fór á móti Ungverjalandi, og að hafa ekki fengið að vera partur af því. Þess vegna er maður enn meira gíraður í að fara áfram úr þessum riðli og alla leið á HM. Það er markmiðið okkar allra,“ segir Arnór. Þjálfari sem að maður ber rosalega virðingu fyrir Arnór skrifaði undir samning til tveggja ára við New England, með möguleika á eins árs framlengingu. Liðið komst í undanúrslit MLS-deildarinnar á síðustu leiktíð og leikur undir stjórn Bruce Arena sem stýrði bandaríska landsliðinu lengi. „Þetta er búinn að vera svolítið langur aðdragandi en ég er glaður að þetta sé loksins komið. Mér fannst vera kominn tími til að skipta, eins og þetta var allt saman að þróast í Malmö. Mér fannst mitt hlutverk ekki eins stórt og ég vildi, og þess vegna fannst mér rétt tímasetning að fara núna,“ segir Arnór Ingvi. „Þetta kom frekar fljótt upp og hljómaði strax mjög spennandi. Sú spenna jókst bara í mínum huga. Deildin er að verða mun sterkari með hverju árinu og þetta er líka skemmtilegt lið sem komst í úrslit austurdeildarinnar í fyrra. Bruce Arena er þjálfari. Maður ber rosalega virðingu fyrir honum og því sem hann hefur gert. Hann var mjög jákvæður og seldi mér þetta strax, og þá var ekkert annað í stöðunni en að klára dæmið,“ segir Arnór. Þessi 27 ára Suðurnesjamaður gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir New England þegar tímabilið hefst 17. apríl, frammi fyrir stuðningsmönnum ef að líkum lætur. Liðið spilar á Gillette-leikvanginum, heimavelli New England Patriots. MLS HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnór til Bandaríkjanna Arnór Ingvi Traustason er genginn í raðir New England Revolution í MLS-deildinni. 15. mars 2021 21:07 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Arnór verður annar Íslendingurinn í MLS-deildinni því þar er fyrir Guðmundur Þórarinsson sem leikur með New York City. „Ég talaði við Gumma Tóta og fékk að heyra frá honum bæði neikvætt og jákvætt. Anton Tinnerholm, liðsfélagi Gumma, var áður í Svíþjóð og ég ráðfærði mig við þá. Ég tek þetta jákvæða með mér og er mjög spenntur að fara að byrja,“ segir Arnór. Hann kemur til Bandaríkjanna eftir að hafa leikið með Malmö í Svíþjóð síðustu þrjú tímabil. Arnór segir flutninginn til Bandaríkjanna ekki eiga að hafa áhrif á stöðu sína í landsliðinu. Ekki einu sinni nú á tímum kórónuveirufaraldursins. Hann er á Íslandi og fer ekki vestur yfir haf fyrr en eftir leikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein nú í lok mánaðarins. Nýju vinnuveitendurnir eru auk þess mjög jákvæðir gagnvart því að hann spili með landsliðinu. Klippa: Arnór Ingvi um landsliðið „Ég ræddi um þetta við þá og þeir vilja halda mér í landsliðinu – vera með landsliðsleikmenn. Þeir eru mjög ánægðir og vilja sérstaklega að ég sé í landsliðinu, haldi áfram að standa mig og verði enn betri leikmaður, og verði þess vegna seldur áfram. Það er mjög skemmtilegt að heyra,“ segir Arnór Ingvi. Enn meira gíraður eftir að hafa misst af úrslitaleiknum Ætla má að Arnór verði í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar sem tilkynntur verður í dag. Hann missti af úrslitaleiknum um sæti á EM, gegn Ungverjalandi í nóvember, eftir að liðsfélagi hans smitaðist af kórónuveirunni. Í ljós kom svo að Arnór hafði smitast af honum. „Mér líst þvílíkt vel á að fara að byrja nýja undankeppni, sérstaklega eftir að síðasta keppni fór eins og hún fór á móti Ungverjalandi, og að hafa ekki fengið að vera partur af því. Þess vegna er maður enn meira gíraður í að fara áfram úr þessum riðli og alla leið á HM. Það er markmiðið okkar allra,“ segir Arnór. Þjálfari sem að maður ber rosalega virðingu fyrir Arnór skrifaði undir samning til tveggja ára við New England, með möguleika á eins árs framlengingu. Liðið komst í undanúrslit MLS-deildarinnar á síðustu leiktíð og leikur undir stjórn Bruce Arena sem stýrði bandaríska landsliðinu lengi. „Þetta er búinn að vera svolítið langur aðdragandi en ég er glaður að þetta sé loksins komið. Mér fannst vera kominn tími til að skipta, eins og þetta var allt saman að þróast í Malmö. Mér fannst mitt hlutverk ekki eins stórt og ég vildi, og þess vegna fannst mér rétt tímasetning að fara núna,“ segir Arnór Ingvi. „Þetta kom frekar fljótt upp og hljómaði strax mjög spennandi. Sú spenna jókst bara í mínum huga. Deildin er að verða mun sterkari með hverju árinu og þetta er líka skemmtilegt lið sem komst í úrslit austurdeildarinnar í fyrra. Bruce Arena er þjálfari. Maður ber rosalega virðingu fyrir honum og því sem hann hefur gert. Hann var mjög jákvæður og seldi mér þetta strax, og þá var ekkert annað í stöðunni en að klára dæmið,“ segir Arnór. Þessi 27 ára Suðurnesjamaður gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir New England þegar tímabilið hefst 17. apríl, frammi fyrir stuðningsmönnum ef að líkum lætur. Liðið spilar á Gillette-leikvanginum, heimavelli New England Patriots.
MLS HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnór til Bandaríkjanna Arnór Ingvi Traustason er genginn í raðir New England Revolution í MLS-deildinni. 15. mars 2021 21:07 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Arnór til Bandaríkjanna Arnór Ingvi Traustason er genginn í raðir New England Revolution í MLS-deildinni. 15. mars 2021 21:07
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn