Arnar Daði: Hefði misst allt hárið hefði leikurinn verið jafn í síðustu sókn FH Andri Már Eggertsson skrifar 16. mars 2021 21:42 Arnar Daði gat leyft sér að brosa yfir góðum síðari hálfleik sinna manna. Vísir/Sigurjón Olís deildin fór af stað á nýjan leik eftir að landsleikjahlé hafi verið gert á deildinni. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi sem endaði með að FH jafnaði leikinn þegar þrjár sekúndur voru eftir. Lokatölur í Hertz höllinni 30-30 „Ég væri vanþakklátur ef ég tæki ekki eitt stig á móti FH, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn í Kaplakrika spilaðist. Strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir í kvöld og er ég stoltur af liðinu,“ sagði Arnar Daði þjálfari Gróttu og bætti við að hans menn komu honum á óvart í kvöld. Leikurinn byrjaði jafn og skiptust liðin á að jafna leikinn fyrstu tuttugu mínútur leiksins, þangað til FH endaði fyrri hálfleikinn á 7-1 kafla og voru yfir 10-15 í hálfleik. „Við fórum að brjóta okkur úr mynstrinu, við lögðum upp með að spila á ákveðin hátt sem gekk fyrstu tuttugu mínútur leiksins, síðan fórum við að kasta boltanum frá okkur, taka léleg skot og fá auðveld mörk í bakið á okkur.“ „Við erum fimm mörkum undir í hálfleik, síðan um miðjan seinni hálfleik minnkum við leikinn niður í eitt mark og þá kom kafli sem við fórum illa með dauðafærin okkar bæði víti og hraðahlaupi.“ „Við vorum frábærir í seinni hálfleik og er okkur að kenna að við vinnum ekki leikinn, við klikkuðum á dauðafærum sem FH nýtti sér og juku forskotið sitt. Við komust síðan undir lokinn aftur inn í leikinn og komust yfir um tíma. Úr því sem komið var áttum við skilið meira,“ sagði Arnar ánægður með seinni hálfleik liðsins. Lokamínútur leiksins voru hin mesta skemmtun, Grótta komust yfir þegar 24 sekúndur voru eftir að leiknum en þá fékk Daníel Griffin tveggja mínútna brottvísun sem FH nýtti sér og jafnaði leikinn 30-30 með þrjár sekúndur eftir af klukkunni. „Þetta er ekki fyrsti naglbíturinn sem við lendum í og finnst mér of margir leikir detta með andstæðingunum sem við verðum að reyna breyta, það er þó frábært að vera yfir á móti FH þegar þeir fengu sína síðustu sókn, hefði leikurinn verið jafn þegar FH var í sókn hefði ég misst allt hárið í síðustu sókninni,“ sagði Arnar Daði sáttur með að fá ekki á sig sigurmark og tapa leiknum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Grótta Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
„Ég væri vanþakklátur ef ég tæki ekki eitt stig á móti FH, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn í Kaplakrika spilaðist. Strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir í kvöld og er ég stoltur af liðinu,“ sagði Arnar Daði þjálfari Gróttu og bætti við að hans menn komu honum á óvart í kvöld. Leikurinn byrjaði jafn og skiptust liðin á að jafna leikinn fyrstu tuttugu mínútur leiksins, þangað til FH endaði fyrri hálfleikinn á 7-1 kafla og voru yfir 10-15 í hálfleik. „Við fórum að brjóta okkur úr mynstrinu, við lögðum upp með að spila á ákveðin hátt sem gekk fyrstu tuttugu mínútur leiksins, síðan fórum við að kasta boltanum frá okkur, taka léleg skot og fá auðveld mörk í bakið á okkur.“ „Við erum fimm mörkum undir í hálfleik, síðan um miðjan seinni hálfleik minnkum við leikinn niður í eitt mark og þá kom kafli sem við fórum illa með dauðafærin okkar bæði víti og hraðahlaupi.“ „Við vorum frábærir í seinni hálfleik og er okkur að kenna að við vinnum ekki leikinn, við klikkuðum á dauðafærum sem FH nýtti sér og juku forskotið sitt. Við komust síðan undir lokinn aftur inn í leikinn og komust yfir um tíma. Úr því sem komið var áttum við skilið meira,“ sagði Arnar ánægður með seinni hálfleik liðsins. Lokamínútur leiksins voru hin mesta skemmtun, Grótta komust yfir þegar 24 sekúndur voru eftir að leiknum en þá fékk Daníel Griffin tveggja mínútna brottvísun sem FH nýtti sér og jafnaði leikinn 30-30 með þrjár sekúndur eftir af klukkunni. „Þetta er ekki fyrsti naglbíturinn sem við lendum í og finnst mér of margir leikir detta með andstæðingunum sem við verðum að reyna breyta, það er þó frábært að vera yfir á móti FH þegar þeir fengu sína síðustu sókn, hefði leikurinn verið jafn þegar FH var í sókn hefði ég misst allt hárið í síðustu sókninni,“ sagði Arnar Daði sáttur með að fá ekki á sig sigurmark og tapa leiknum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Grótta Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira