Vígamenn sagðir hafa afhöfðað ung börn Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2021 15:24 Mikill fjöldi fólks hefur flúið heimili sín í norðurhluta Mósambík á undanförnum mánuðum og standa fjölmargir frammi fyrir hungursneyð. EPA/RICARDO FRANCO Hjálparsamtökin Save the Children segja vígamenn hafa afhöfðað börn í norðurhluta Mósambík. Það hafi þeir gert við allt að ellefu ára gömul börn. Þetta kemur fram í yfirlýsngu samtakanna sem byggir á viðtölum við fjölskyldur sem hafa flúið svæðið. Í skýrslunni segir að ástandið í héraðinu Cabo Delgado hafi farið mjög versnandi á undanförnu ári. Vígamenn geri sífellt fleiri árásir á þorp í héraðinu og fregnir hafi borist af grimmilegum morðum á börnum. Ein 28 ára gömul kona sem rætt var við sagði að tólf ára gamalt barn hennar hefði verið afhöfðað skammt frá þar sem hún var í felum með þrjú önnur börn sín. Það segir hún hafa gerst þegar vígamenn réðust á þorp hennar. Þeir hafi náð syni hennar þegar þau voru á flótta og myrt hann. Önnur kona segir vígamenn hafa ráðist á þorp hennar og myrt ellefu ára gamlan son hennar. Þá hafi hún og önnur börn hennar flúið til þorps föður hennar en nokkrum dögum síðar hafi vígamennirnir einnig ráðist á það. Í frétt BBC segir að 2.500 manns hafi fallið og um 700 þúsund hafi flúið heimili sín frá því vígamenn hófu árásir sínar í héraðinu árið 2017. Um er að ræða hryðjuverkasamtökin al-Shabab sem hafa lýst yfir hollustu við Íslamska ríkið. Það eru þó ekki samtökin í Sómalíu sem bera sama nafn og tengjast al-Qaeda. Chance Briggs, sem stýrir starfsemi Save the Children í Mósambík, segir starfsmenn samtakanna hafa brostið í grát vegna frásagna þeirra sem rætt var við. Þessi grimmilegu morð barna séu einstaklega ógeðfelldar. Hann segir mikla þörf á aðstoð fyrir fólk á svæðinu. Um það bil milljón manna standi frammi fyrir hungursneyði vegna átaka á svæðinu. Mósambík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsngu samtakanna sem byggir á viðtölum við fjölskyldur sem hafa flúið svæðið. Í skýrslunni segir að ástandið í héraðinu Cabo Delgado hafi farið mjög versnandi á undanförnu ári. Vígamenn geri sífellt fleiri árásir á þorp í héraðinu og fregnir hafi borist af grimmilegum morðum á börnum. Ein 28 ára gömul kona sem rætt var við sagði að tólf ára gamalt barn hennar hefði verið afhöfðað skammt frá þar sem hún var í felum með þrjú önnur börn sín. Það segir hún hafa gerst þegar vígamenn réðust á þorp hennar. Þeir hafi náð syni hennar þegar þau voru á flótta og myrt hann. Önnur kona segir vígamenn hafa ráðist á þorp hennar og myrt ellefu ára gamlan son hennar. Þá hafi hún og önnur börn hennar flúið til þorps föður hennar en nokkrum dögum síðar hafi vígamennirnir einnig ráðist á það. Í frétt BBC segir að 2.500 manns hafi fallið og um 700 þúsund hafi flúið heimili sín frá því vígamenn hófu árásir sínar í héraðinu árið 2017. Um er að ræða hryðjuverkasamtökin al-Shabab sem hafa lýst yfir hollustu við Íslamska ríkið. Það eru þó ekki samtökin í Sómalíu sem bera sama nafn og tengjast al-Qaeda. Chance Briggs, sem stýrir starfsemi Save the Children í Mósambík, segir starfsmenn samtakanna hafa brostið í grát vegna frásagna þeirra sem rætt var við. Þessi grimmilegu morð barna séu einstaklega ógeðfelldar. Hann segir mikla þörf á aðstoð fyrir fólk á svæðinu. Um það bil milljón manna standi frammi fyrir hungursneyði vegna átaka á svæðinu.
Mósambík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira