„Engar breytingar sem fólk mun finna fyrir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2021 11:57 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Óverulegar breytingar taka gildi með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir 18. mars. Helstu breytingar snúa að ráðstöfunum í kringum hlé á tónleikum og í leikhúsi. Fjöldamörk og annað helst óbreytt. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Ríkisstjórnin fór á fundinum yfir tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi samkomutakmarkanir innanlands. Svandís sagði að tillögurnar tækju gildi 18. mars og yrðu í gildi í þrjár vikur, eða til 9. apríl. Breytingarnar með nýju reglugerðinni væru óverulegar. Aðallega væri verið að skerpa á ákveðnum ráðstöfunum í kringum hlé á tónleikum og í leikhúsi. „Þannig að það eru í sjálfu sér engar breytingar sem fólk mun finna fyrir,“ sagði Svandís. Tillögur að breytingum sem sóttvarnalæknir er með í smíðum um fyrirkomulag á landamærum eru ekki hluti af reglugerðinni sem tekur gildi á morgun, að sögn Svandísar. Tillögurnar snúa til dæmis að því að börn fari í sýnatöku við komuna til landsins og aukna notkun á farsóttarhúsi. Svandís sagði að farið yrði yfir þessar tillögur á ráðherrafundi. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að ný reglugerð tæki gildi á morgun, 17. mars. Hið rétta er að þær taka gildi 18. mars. Þetta hefur verið leiðrétt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ár síðan samkomubann tók gildi Í dag er ár síðan samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi hér á landi. Á miðnætti mánudaginn 16. mars 2020 tók gildi reglugerð þar sem kveðið var á um að ekki mættu fleiri en 100 manns koma saman, til dæmis á tónleikum, íþróttaviðburðum og við kirkjuathafnir. 16. mars 2021 08:56 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. 15. mars 2021 12:22 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Ríkisstjórnin fór á fundinum yfir tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi samkomutakmarkanir innanlands. Svandís sagði að tillögurnar tækju gildi 18. mars og yrðu í gildi í þrjár vikur, eða til 9. apríl. Breytingarnar með nýju reglugerðinni væru óverulegar. Aðallega væri verið að skerpa á ákveðnum ráðstöfunum í kringum hlé á tónleikum og í leikhúsi. „Þannig að það eru í sjálfu sér engar breytingar sem fólk mun finna fyrir,“ sagði Svandís. Tillögur að breytingum sem sóttvarnalæknir er með í smíðum um fyrirkomulag á landamærum eru ekki hluti af reglugerðinni sem tekur gildi á morgun, að sögn Svandísar. Tillögurnar snúa til dæmis að því að börn fari í sýnatöku við komuna til landsins og aukna notkun á farsóttarhúsi. Svandís sagði að farið yrði yfir þessar tillögur á ráðherrafundi. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að ný reglugerð tæki gildi á morgun, 17. mars. Hið rétta er að þær taka gildi 18. mars. Þetta hefur verið leiðrétt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ár síðan samkomubann tók gildi Í dag er ár síðan samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi hér á landi. Á miðnætti mánudaginn 16. mars 2020 tók gildi reglugerð þar sem kveðið var á um að ekki mættu fleiri en 100 manns koma saman, til dæmis á tónleikum, íþróttaviðburðum og við kirkjuathafnir. 16. mars 2021 08:56 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. 15. mars 2021 12:22 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Ár síðan samkomubann tók gildi Í dag er ár síðan samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi hér á landi. Á miðnætti mánudaginn 16. mars 2020 tók gildi reglugerð þar sem kveðið var á um að ekki mættu fleiri en 100 manns koma saman, til dæmis á tónleikum, íþróttaviðburðum og við kirkjuathafnir. 16. mars 2021 08:56
Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25
Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. 15. mars 2021 12:22