Kynna hugsanleg næstu skref á fimmtudag Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2021 19:52 Ekker hefur komið fram sem bendir til tengsla á milli bóluefnis AstraZeneca og blóðtappa í fólki. Vísir/EPA Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun á fimmtudag ræða niðurstöður athugunar á mögulegum aukaverkunum bóluefnis AstraZeneca við Covid-19 og ræða hugsanleg næstu skref. Notkun bóluefnisins hefur verið stöðvuð tímabundið í yfir tíu Evrópuríkjum, þar á meðal á Íslandi. Er um að ræða varúðarráðstöfun sem er í gildi á meðan nokkur tilfelli blóðtappa sem komu upp hjá bólusettum einstaklingum eru rannsökuð. Í dag ítrekaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að enn bentu engin gögn til þess að orsakasamhengi væri á milli blóðtappa og notkunar á bóluefni AstraZeneca. Undir þetta taka forsvarsmenn Lyfjastofnunar Evrópu og AstraZeneca sem hafa sagt að blóðtappar í fólki hafi ekki aukist með tilkomu bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjöldinn sé á pari við það sem almennt gengur og gerist. Tilkynnt er um veikindi í kjölfar bólusetningar til að kanna allar mögulegar aukaverkanir en það þýðir ekki að bóluefnið hafi haft nokkuð um veikindin að segja. Rannsaka nú WHO og EMA skýrslur um tilkynningar um aukaverkanir til að ganga fullkomlega úr skugga aum að ekkert orsakasamhengi sé á milli blóðtappa og notkunar á efninu. Að þeirra mati er mikilvægt að bólusetning haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist þar sem sjúkdómsfyrirbyggjandi kostir bóluefnisins séu mun meiri en möguleg áhætta af aukaverkunum. Frestuðu boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítalans Fram kemur í tilkynningu frá EMA að stofnunin vinni nú að ítarlegri athugun á öllum gögnum sem tengjast umræddum blóðtappatilfellum í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og sérfræðinga í blóðsjúkdómum. Þetta sé gert til að öðlast betri skilning á því hvort bóluefnið hafi átt þátt í tilfellunum eða þau skýrist af öðrum orsökum. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) mun halda áfram að yfirfara gögnin á morgun og hefur efnt til aukafundar fimmtudaginn 18. mars til þess að fara yfir niðurstöður athugunarinnar og ákveða möguleg næstu skref. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í samtali við RÚV í dag að hún búist við að niðurstöður um mögulegar aukaverkanir AstraZeneca bóluefnisins liggi fyrri á fimmtudaginn. Hún geri þó ekki ráð fyrir að bólusetning með efninu hefjist á ný hér landi í þessari viku. Öllum boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítala með bóluefninu frá AstraZeneca sem fyrirhugaðar voru á morgun og á miðvikudag hefur verið frestað um óákveðinn tíma eða þar sóttvarnalæknir ákveður um framhald þeirra. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Notkun bóluefnisins hefur verið stöðvuð tímabundið í yfir tíu Evrópuríkjum, þar á meðal á Íslandi. Er um að ræða varúðarráðstöfun sem er í gildi á meðan nokkur tilfelli blóðtappa sem komu upp hjá bólusettum einstaklingum eru rannsökuð. Í dag ítrekaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að enn bentu engin gögn til þess að orsakasamhengi væri á milli blóðtappa og notkunar á bóluefni AstraZeneca. Undir þetta taka forsvarsmenn Lyfjastofnunar Evrópu og AstraZeneca sem hafa sagt að blóðtappar í fólki hafi ekki aukist með tilkomu bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjöldinn sé á pari við það sem almennt gengur og gerist. Tilkynnt er um veikindi í kjölfar bólusetningar til að kanna allar mögulegar aukaverkanir en það þýðir ekki að bóluefnið hafi haft nokkuð um veikindin að segja. Rannsaka nú WHO og EMA skýrslur um tilkynningar um aukaverkanir til að ganga fullkomlega úr skugga aum að ekkert orsakasamhengi sé á milli blóðtappa og notkunar á efninu. Að þeirra mati er mikilvægt að bólusetning haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist þar sem sjúkdómsfyrirbyggjandi kostir bóluefnisins séu mun meiri en möguleg áhætta af aukaverkunum. Frestuðu boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítalans Fram kemur í tilkynningu frá EMA að stofnunin vinni nú að ítarlegri athugun á öllum gögnum sem tengjast umræddum blóðtappatilfellum í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og sérfræðinga í blóðsjúkdómum. Þetta sé gert til að öðlast betri skilning á því hvort bóluefnið hafi átt þátt í tilfellunum eða þau skýrist af öðrum orsökum. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) mun halda áfram að yfirfara gögnin á morgun og hefur efnt til aukafundar fimmtudaginn 18. mars til þess að fara yfir niðurstöður athugunarinnar og ákveða möguleg næstu skref. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í samtali við RÚV í dag að hún búist við að niðurstöður um mögulegar aukaverkanir AstraZeneca bóluefnisins liggi fyrri á fimmtudaginn. Hún geri þó ekki ráð fyrir að bólusetning með efninu hefjist á ný hér landi í þessari viku. Öllum boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítala með bóluefninu frá AstraZeneca sem fyrirhugaðar voru á morgun og á miðvikudag hefur verið frestað um óákveðinn tíma eða þar sóttvarnalæknir ákveður um framhald þeirra.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira