Bíó og sjónvarp

Já-fólkið hans Gísla Darra tilnefnd til Óskarsverðlauna

Kolbeinn Tumi Daðason og skrifa
Já-fólkið er gamansöm, hálf-þögul teiknimynd um fjötra vanans.
Já-fólkið er gamansöm, hálf-þögul teiknimynd um fjötra vanans. Já-fólkið

Stuttmyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stutta teiknimyndin, í flokknum „Animated Short film“. Þetta var tilkynnt rétt í þessu í beinni útsendingu Óskarsverðlaunaakademíunnar.

Gísli Darri Halldórsson leikstjóri myndarinnar skrifaði einnig handritið og sá um klippingu. Myndin er á íslensku en með enskum texta. Inn á myndina tala meðal annars Helga Braga Jónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Kristján Franklín Magnús, Sigurður Sigurjónsson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson.

Þessar fimm eru tilnefndar í flokknum.

„Já-fólkið er teiknimynd sem fjallar um íbúa í ónefndri blokk sem vakna einn vetrarmorgun og rútína hversdagsleikans tekur við - hvort sem það er vinnan, skólinn eða heimilislífið. Við fylgjum fólkinu í einn sólahring en þegar líða tekur á daginn fer lífsmunstur hvers og eins að kristalla persónurnar (dugnaður, leti, fíkn og ástríða). Um kvöldið eru allir komnir heim og um blokkina ómar ýmist ástaratlot eða æpandi þögn sambandsleysis. Að lokum þarf hver og einn að horfast í augu við gjörðir dagsins. Þetta er gamansöm, hálf-þögul teiknimynd um fjötra vanans,“ segir um myndina á vef Kvikmyndamiðstöðvar.

Hér að neðan má sjá Gísla segja frá myndinni á kvikmyndahátíð í Stuttgart í fyrra og svo í framhaldinu brot úr myndinni.

Teiknimyndin er átta mínútur og 35 sekúndur og var frumsýnd á Minimalen Short Film Festival þann 24. janúar í fyrra. Framleiðendur eru Arnar Gunnarsson og Gísli Darri fyrir framleiðslufyrirtækið Caoz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.