Innlent

Mun ekki leggja til harðari aðgerðir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gildi eins og staðan er núna. Hann muni þó ekki leggja til neinar tilslakanir á næstunni.

Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir tekur gildi 18. mars næstkomandi. 

Þórólfur kvaðst nú vera með tillögur í smíðum en var ekki tilbúinn að ræða þær í einstökum atriðum. Þá muni þær væntanlega endurspegla smittölur næstu daga.

„En ég held það sé nokkuð ljóst að ég mun ekki leggja til neinar tilslakanir á næstunni, eða allavega í næstu viku í þessum tillögum núna,“ sagði Þórólfur.

Fjórir hafa greinst innanlands utan sóttkvíar síðustu daga. Smitin tengjast öll og eru rakin til landamærasmits frá því í byrjun þessa mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×