Tiger á batavegi og lét McIlroy heyra það á sjúkrabeðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 09:30 Rory McIlroy og Tiger Woods er vel til vina. getty/Tom Pennington Tiger Woods er á batavegi eftir bílslysið í síðasta mánuði og gæti farið af spítalanum og heim til sín á næstu dögum. Þetta segir norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy sem hefur verið í góðu sambandi við Tiger að undanförnu. „Ef allt gengur vel næstu vikuna eða svo kemst hann vonandi heim,“ sagði McIlroy. Hann sagði að Tiger hefði fylgst vel með frammistöðu sinni á Arnold Palmer Invitational um síðustu helgi og hafi látið sig vita hvað hefði mátt betur fara þar. „Hann sendi mér hvetjandi skilaboð fyrir lokahringinn á sunnudaginn. Hlutirnir gengu ekki sem skildi og hann var einn af þeim fyrstu til að senda mér skilaboð og spyrja hvað væri í gangi. Hann lætur mig heyra það þótt hann sé á sjúkrabeðinu,“ sagði McIlroy. Norður-Írinn var einn þeirra kylfinga sem léku í rauðum bol og svörtum buxum á lokahring WGC-Workday Championship Tiger til heiðurs. Þótt það styttist í að Tiger geti farið aftur heim bíður hans löng og ströng endurhæfing eftir bílslysið. Hann fótbrotnaði meðal annars illa á hægri fæti. McIlroy er á meðal keppenda á The Players Championship sem hefst í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þetta segir norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy sem hefur verið í góðu sambandi við Tiger að undanförnu. „Ef allt gengur vel næstu vikuna eða svo kemst hann vonandi heim,“ sagði McIlroy. Hann sagði að Tiger hefði fylgst vel með frammistöðu sinni á Arnold Palmer Invitational um síðustu helgi og hafi látið sig vita hvað hefði mátt betur fara þar. „Hann sendi mér hvetjandi skilaboð fyrir lokahringinn á sunnudaginn. Hlutirnir gengu ekki sem skildi og hann var einn af þeim fyrstu til að senda mér skilaboð og spyrja hvað væri í gangi. Hann lætur mig heyra það þótt hann sé á sjúkrabeðinu,“ sagði McIlroy. Norður-Írinn var einn þeirra kylfinga sem léku í rauðum bol og svörtum buxum á lokahring WGC-Workday Championship Tiger til heiðurs. Þótt það styttist í að Tiger geti farið aftur heim bíður hans löng og ströng endurhæfing eftir bílslysið. Hann fótbrotnaði meðal annars illa á hægri fæti. McIlroy er á meðal keppenda á The Players Championship sem hefst í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira