Tónlist

Lagi Daða og Gagnamagnsins lekið á netið

Samúel Karl Ólason skrifar
Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið munu stíga á svið í Rotterdam þann 20. maí.
Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið munu stíga á svið í Rotterdam þann 20. maí. Baldur Kristjánsson

Lagi Daða Freys og Gagnamagnsins fyrir Eurovision í Rotterdam í maí hefur verið lekið á netið. Lagið heitir 10 Years og verður flutt á ensku.

Lagið fjallar um samband þeirra Daða Freys og Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur en þau hafa verið saman í tíu ár.

Við fljóta skoðun athugasemda við lagið á Twitter og umræðu þar má sjá misgóðar viðtökur. Einhverjir vilja meina að lagið sé hið fínasta en margir virðast vilja bera 10 Years saman við Think About Things og segja hið síðarnefnda betra.

Það verður þó að taka fram að upptakan sem var lekið er með regluleg læti sem eru einkar pirrandi.

Fyrst var sagt frá lekanum á vef DV. Þar er haft eftir Daða að hann vilji ekkert tjá sig um lekann. Það sé ekkert sem hann geti gert og að lagið muni koma almennilega út á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Eurovision verður ekki haldin með hefðbundnum hætti

Nú hafa forsvarsmenn Eurovision gefið út að ekki verði hægt að halda keppnina með hefðbundnum hætti en skipuleggjendur höfðu áður gefið út nokkrar sviðsmyndir keppninnar. Sviðsmynd A var alltaf sú að keppnin yrði haldin eins og Evrópubúar þekkja hana.

Euro­vision-lag Daða Freys frum­flutt 13. mars

Framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí verður frumflutt 13. mars. Daði Freyr og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands að þessu sinni, en líkt og alkunna er var Eurovision aflýst á síðasta ári vegna heimsfaraldursins. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu þar að vera fulltrúar Íslands með laginu Think About Things.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.