Telja sjúkrahús í Brasilíu komin að þolmörkum Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2021 14:24 Líkkista fórnarlambs Covid-19 borið til grafar í Viola Formosa-grafreitnum í Sao Paulo. Í síðustu viku létust rétt um 1.700 manns á einum degi, um það bil eitt dauðsfall á 50 sekúndna fresti. Síðan þá hefur smituðum og látnum fjölgað enn. Vísir/EPA Heilbrigðiskerfið flestum stærstu borgum Brasilíu er að hruni komið vegna fjölda sjúklinga með Covid-19, að mati heilbrigðisstofnunar landsins. Heimshlutanum er talin standa ógn af aðgerðaleysi brasilískra stjórnvalda við faraldrinum sem fær að geisa nær hömlulaust. Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið kennt við Brasilíu geisar nú í landinu. Það er talið allt að tvöfalt meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar. Svo slæmt er ástandið að Jesem Orellana, faraldsfræðingur hjá Fiocruz, brasilísku heilbrigðisstofnuninni, telur Brasilíu ógn við mannkynið um þessar mundir. Met var slegið í Brasilíu yfir fjölda dauðsfalla á einum degi þegar greint var frá 1.972 dauðsföllum í gær. Fleiri en 70.000 manns greindust smitaðir í gær, um 38% meira en í síðustu viku. Samkvæmt tölum Fiocruz er yfir 90% nýting á rúmum á gjörgæsludeildum fimmtán ríkishöfuðborga, þar á meðal Río de Janeiro, Sao Paulo og Brasilíu. Í Porto Alegre og Campo Grande eru gjörgæsludeildir þegar sprungnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölurnar benda til þess að heilbrigðiskerfið sé jafnvel að hruni komið að mati stofnunarinnar. „Baráttan gegn Covid-19 tapaðist árið 2020 og það er ekki nokkur möguleiki á að snúa við þessum sorglegu aðstæðum á fyrsta helmingi 2021. Það besta sem við getum gert er að vonast til kraftaverks í fjöldabólusetningu eða róttækra breytinga í viðbrögðum við faraldrinum. Reglan virðist vera að stjórnendur fari fram með refsileysi,“ segir Orellana. Fleiri en 266.000 manns hafi látið lífið í faraldrinum í Brasilíu til þessa og ellefu milljónir manna smitast. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látið lífið af völdum veirunnar. Þrátt fyrir það hefur hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro forseti staðfastlega neitað að samþykkja reglur um sóttkví og frábeðið sér ráðgjöf sérfræðinga í viðbrögðum við faraldrinum. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, hefur lýst áhyggjum af ástandinu í Braslíu. Taki stjórnvöld í Brasilíu ekki á málum af alvöru sé hætta á að ný afbrigði veirunnar dreifi úr sér um nágrannalöndin og víðar. Rannsóknir benda til þess að þeir sem hafa þegar smitast af kórónuveirunni séu ekki endilega ónæmir fyrir brasilíska afbrigðinu. Líkurnar á því að fólk smitist aftur af því geti verið allt á bilinu 25 til 60 prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið kennt við Brasilíu geisar nú í landinu. Það er talið allt að tvöfalt meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar. Svo slæmt er ástandið að Jesem Orellana, faraldsfræðingur hjá Fiocruz, brasilísku heilbrigðisstofnuninni, telur Brasilíu ógn við mannkynið um þessar mundir. Met var slegið í Brasilíu yfir fjölda dauðsfalla á einum degi þegar greint var frá 1.972 dauðsföllum í gær. Fleiri en 70.000 manns greindust smitaðir í gær, um 38% meira en í síðustu viku. Samkvæmt tölum Fiocruz er yfir 90% nýting á rúmum á gjörgæsludeildum fimmtán ríkishöfuðborga, þar á meðal Río de Janeiro, Sao Paulo og Brasilíu. Í Porto Alegre og Campo Grande eru gjörgæsludeildir þegar sprungnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölurnar benda til þess að heilbrigðiskerfið sé jafnvel að hruni komið að mati stofnunarinnar. „Baráttan gegn Covid-19 tapaðist árið 2020 og það er ekki nokkur möguleiki á að snúa við þessum sorglegu aðstæðum á fyrsta helmingi 2021. Það besta sem við getum gert er að vonast til kraftaverks í fjöldabólusetningu eða róttækra breytinga í viðbrögðum við faraldrinum. Reglan virðist vera að stjórnendur fari fram með refsileysi,“ segir Orellana. Fleiri en 266.000 manns hafi látið lífið í faraldrinum í Brasilíu til þessa og ellefu milljónir manna smitast. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látið lífið af völdum veirunnar. Þrátt fyrir það hefur hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro forseti staðfastlega neitað að samþykkja reglur um sóttkví og frábeðið sér ráðgjöf sérfræðinga í viðbrögðum við faraldrinum. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, hefur lýst áhyggjum af ástandinu í Braslíu. Taki stjórnvöld í Brasilíu ekki á málum af alvöru sé hætta á að ný afbrigði veirunnar dreifi úr sér um nágrannalöndin og víðar. Rannsóknir benda til þess að þeir sem hafa þegar smitast af kórónuveirunni séu ekki endilega ónæmir fyrir brasilíska afbrigðinu. Líkurnar á því að fólk smitist aftur af því geti verið allt á bilinu 25 til 60 prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira