Gasol gæti byrjað á slag við Tryggva: Gamall og hef ekki spilað í tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2021 14:00 Pau Gasol er byrjaður að æfa með Barcelona á nýjan leik eftir langt hlé. @FCBBasket Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason gæti orðið fyrstur til að glíma við Pau Gasol þegar þessi margverðlaunaða, fertuga körfuboltastjarna snýr aftur á parketið eftir tveggja ára hlé. Gasol hóf æfingar með Barcelona í vikunni eftir þau stórtíðindi að hann hygðist endurræsa ferilinn með liðinu þar sem ævintýri hans hófst. Gasol varð tvöfaldur NBA-meistari með LA Lakers, sex sinnum valinn í stjörnuleikinn, þrefaldur Evrópumeistari og heimsmeistari með Spáni, en hefur ekki spilað síðan hann staldraði stutt við hjá Milwaukee Bucks 2019. Hann viðurkennir þó að hann verði að taka tillit til aldurs og þess að hafa ekki spilað körfubolta í tvö ár, en miðað við skrif spænskra miðla á borð við Sport verður stutt þangað til að hann byrjar að spila. Miðillinn segir að Gasol komi til með að ferðast með Barcelona í leikinn við Real Madrid í Euroleague á morgun, þó að hann spili ekki. Næsti leikur Barcelona er svo við Tryggva og félaga í Zaragoza á laugardagskvöld. Þess má geta að leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Klippa: Pau Gasol hittir liðsfélagana í Barcelona „Hugmyndin mín var sú að ef ég kæmi aftur til Evrópu þá yrði það með Barcelona,“ sagði Gasol sem lék með Barcelona árin 1998-2001 áður en ferillinn farsæli í NBA hófst. Með Barcelona vann hann tvo Spánarmeistaratitla á þremur árum. „Það var lykilatriði fyrir mig að ræða við Sarunas [Jasikevicius, þjálfara Barcelona]. Hann sagði mér hvernig ég gæti hjálpað liðinu. Það var allt mjög gott. Hann skilur líka að ég er í ákveðinni endurhæfingu. Ég hef í raun ekki spilað körfubolta í nær tvö ár. Ég er líka gamall þegar við miðum við íþróttaheiminn. Við verðum að taka eitt skref í einu,“ sagði Gasol eftir að hafa lokið læknisskoðun og hitt nýju liðsfélaga sína á mánudaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. 23. febrúar 2021 18:30 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Gasol hóf æfingar með Barcelona í vikunni eftir þau stórtíðindi að hann hygðist endurræsa ferilinn með liðinu þar sem ævintýri hans hófst. Gasol varð tvöfaldur NBA-meistari með LA Lakers, sex sinnum valinn í stjörnuleikinn, þrefaldur Evrópumeistari og heimsmeistari með Spáni, en hefur ekki spilað síðan hann staldraði stutt við hjá Milwaukee Bucks 2019. Hann viðurkennir þó að hann verði að taka tillit til aldurs og þess að hafa ekki spilað körfubolta í tvö ár, en miðað við skrif spænskra miðla á borð við Sport verður stutt þangað til að hann byrjar að spila. Miðillinn segir að Gasol komi til með að ferðast með Barcelona í leikinn við Real Madrid í Euroleague á morgun, þó að hann spili ekki. Næsti leikur Barcelona er svo við Tryggva og félaga í Zaragoza á laugardagskvöld. Þess má geta að leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Klippa: Pau Gasol hittir liðsfélagana í Barcelona „Hugmyndin mín var sú að ef ég kæmi aftur til Evrópu þá yrði það með Barcelona,“ sagði Gasol sem lék með Barcelona árin 1998-2001 áður en ferillinn farsæli í NBA hófst. Með Barcelona vann hann tvo Spánarmeistaratitla á þremur árum. „Það var lykilatriði fyrir mig að ræða við Sarunas [Jasikevicius, þjálfara Barcelona]. Hann sagði mér hvernig ég gæti hjálpað liðinu. Það var allt mjög gott. Hann skilur líka að ég er í ákveðinni endurhæfingu. Ég hef í raun ekki spilað körfubolta í nær tvö ár. Ég er líka gamall þegar við miðum við íþróttaheiminn. Við verðum að taka eitt skref í einu,“ sagði Gasol eftir að hafa lokið læknisskoðun og hitt nýju liðsfélaga sína á mánudaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. 23. febrúar 2021 18:30 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. 23. febrúar 2021 18:30