Gasol gæti byrjað á slag við Tryggva: Gamall og hef ekki spilað í tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2021 14:00 Pau Gasol er byrjaður að æfa með Barcelona á nýjan leik eftir langt hlé. @FCBBasket Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason gæti orðið fyrstur til að glíma við Pau Gasol þegar þessi margverðlaunaða, fertuga körfuboltastjarna snýr aftur á parketið eftir tveggja ára hlé. Gasol hóf æfingar með Barcelona í vikunni eftir þau stórtíðindi að hann hygðist endurræsa ferilinn með liðinu þar sem ævintýri hans hófst. Gasol varð tvöfaldur NBA-meistari með LA Lakers, sex sinnum valinn í stjörnuleikinn, þrefaldur Evrópumeistari og heimsmeistari með Spáni, en hefur ekki spilað síðan hann staldraði stutt við hjá Milwaukee Bucks 2019. Hann viðurkennir þó að hann verði að taka tillit til aldurs og þess að hafa ekki spilað körfubolta í tvö ár, en miðað við skrif spænskra miðla á borð við Sport verður stutt þangað til að hann byrjar að spila. Miðillinn segir að Gasol komi til með að ferðast með Barcelona í leikinn við Real Madrid í Euroleague á morgun, þó að hann spili ekki. Næsti leikur Barcelona er svo við Tryggva og félaga í Zaragoza á laugardagskvöld. Þess má geta að leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Klippa: Pau Gasol hittir liðsfélagana í Barcelona „Hugmyndin mín var sú að ef ég kæmi aftur til Evrópu þá yrði það með Barcelona,“ sagði Gasol sem lék með Barcelona árin 1998-2001 áður en ferillinn farsæli í NBA hófst. Með Barcelona vann hann tvo Spánarmeistaratitla á þremur árum. „Það var lykilatriði fyrir mig að ræða við Sarunas [Jasikevicius, þjálfara Barcelona]. Hann sagði mér hvernig ég gæti hjálpað liðinu. Það var allt mjög gott. Hann skilur líka að ég er í ákveðinni endurhæfingu. Ég hef í raun ekki spilað körfubolta í nær tvö ár. Ég er líka gamall þegar við miðum við íþróttaheiminn. Við verðum að taka eitt skref í einu,“ sagði Gasol eftir að hafa lokið læknisskoðun og hitt nýju liðsfélaga sína á mánudaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. 23. febrúar 2021 18:30 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Gasol hóf æfingar með Barcelona í vikunni eftir þau stórtíðindi að hann hygðist endurræsa ferilinn með liðinu þar sem ævintýri hans hófst. Gasol varð tvöfaldur NBA-meistari með LA Lakers, sex sinnum valinn í stjörnuleikinn, þrefaldur Evrópumeistari og heimsmeistari með Spáni, en hefur ekki spilað síðan hann staldraði stutt við hjá Milwaukee Bucks 2019. Hann viðurkennir þó að hann verði að taka tillit til aldurs og þess að hafa ekki spilað körfubolta í tvö ár, en miðað við skrif spænskra miðla á borð við Sport verður stutt þangað til að hann byrjar að spila. Miðillinn segir að Gasol komi til með að ferðast með Barcelona í leikinn við Real Madrid í Euroleague á morgun, þó að hann spili ekki. Næsti leikur Barcelona er svo við Tryggva og félaga í Zaragoza á laugardagskvöld. Þess má geta að leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Klippa: Pau Gasol hittir liðsfélagana í Barcelona „Hugmyndin mín var sú að ef ég kæmi aftur til Evrópu þá yrði það með Barcelona,“ sagði Gasol sem lék með Barcelona árin 1998-2001 áður en ferillinn farsæli í NBA hófst. Með Barcelona vann hann tvo Spánarmeistaratitla á þremur árum. „Það var lykilatriði fyrir mig að ræða við Sarunas [Jasikevicius, þjálfara Barcelona]. Hann sagði mér hvernig ég gæti hjálpað liðinu. Það var allt mjög gott. Hann skilur líka að ég er í ákveðinni endurhæfingu. Ég hef í raun ekki spilað körfubolta í nær tvö ár. Ég er líka gamall þegar við miðum við íþróttaheiminn. Við verðum að taka eitt skref í einu,“ sagði Gasol eftir að hafa lokið læknisskoðun og hitt nýju liðsfélaga sína á mánudaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. 23. febrúar 2021 18:30 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. 23. febrúar 2021 18:30