Gasol gæti byrjað á slag við Tryggva: Gamall og hef ekki spilað í tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2021 14:00 Pau Gasol er byrjaður að æfa með Barcelona á nýjan leik eftir langt hlé. @FCBBasket Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason gæti orðið fyrstur til að glíma við Pau Gasol þegar þessi margverðlaunaða, fertuga körfuboltastjarna snýr aftur á parketið eftir tveggja ára hlé. Gasol hóf æfingar með Barcelona í vikunni eftir þau stórtíðindi að hann hygðist endurræsa ferilinn með liðinu þar sem ævintýri hans hófst. Gasol varð tvöfaldur NBA-meistari með LA Lakers, sex sinnum valinn í stjörnuleikinn, þrefaldur Evrópumeistari og heimsmeistari með Spáni, en hefur ekki spilað síðan hann staldraði stutt við hjá Milwaukee Bucks 2019. Hann viðurkennir þó að hann verði að taka tillit til aldurs og þess að hafa ekki spilað körfubolta í tvö ár, en miðað við skrif spænskra miðla á borð við Sport verður stutt þangað til að hann byrjar að spila. Miðillinn segir að Gasol komi til með að ferðast með Barcelona í leikinn við Real Madrid í Euroleague á morgun, þó að hann spili ekki. Næsti leikur Barcelona er svo við Tryggva og félaga í Zaragoza á laugardagskvöld. Þess má geta að leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Klippa: Pau Gasol hittir liðsfélagana í Barcelona „Hugmyndin mín var sú að ef ég kæmi aftur til Evrópu þá yrði það með Barcelona,“ sagði Gasol sem lék með Barcelona árin 1998-2001 áður en ferillinn farsæli í NBA hófst. Með Barcelona vann hann tvo Spánarmeistaratitla á þremur árum. „Það var lykilatriði fyrir mig að ræða við Sarunas [Jasikevicius, þjálfara Barcelona]. Hann sagði mér hvernig ég gæti hjálpað liðinu. Það var allt mjög gott. Hann skilur líka að ég er í ákveðinni endurhæfingu. Ég hef í raun ekki spilað körfubolta í nær tvö ár. Ég er líka gamall þegar við miðum við íþróttaheiminn. Við verðum að taka eitt skref í einu,“ sagði Gasol eftir að hafa lokið læknisskoðun og hitt nýju liðsfélaga sína á mánudaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. 23. febrúar 2021 18:30 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Gasol hóf æfingar með Barcelona í vikunni eftir þau stórtíðindi að hann hygðist endurræsa ferilinn með liðinu þar sem ævintýri hans hófst. Gasol varð tvöfaldur NBA-meistari með LA Lakers, sex sinnum valinn í stjörnuleikinn, þrefaldur Evrópumeistari og heimsmeistari með Spáni, en hefur ekki spilað síðan hann staldraði stutt við hjá Milwaukee Bucks 2019. Hann viðurkennir þó að hann verði að taka tillit til aldurs og þess að hafa ekki spilað körfubolta í tvö ár, en miðað við skrif spænskra miðla á borð við Sport verður stutt þangað til að hann byrjar að spila. Miðillinn segir að Gasol komi til með að ferðast með Barcelona í leikinn við Real Madrid í Euroleague á morgun, þó að hann spili ekki. Næsti leikur Barcelona er svo við Tryggva og félaga í Zaragoza á laugardagskvöld. Þess má geta að leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Klippa: Pau Gasol hittir liðsfélagana í Barcelona „Hugmyndin mín var sú að ef ég kæmi aftur til Evrópu þá yrði það með Barcelona,“ sagði Gasol sem lék með Barcelona árin 1998-2001 áður en ferillinn farsæli í NBA hófst. Með Barcelona vann hann tvo Spánarmeistaratitla á þremur árum. „Það var lykilatriði fyrir mig að ræða við Sarunas [Jasikevicius, þjálfara Barcelona]. Hann sagði mér hvernig ég gæti hjálpað liðinu. Það var allt mjög gott. Hann skilur líka að ég er í ákveðinni endurhæfingu. Ég hef í raun ekki spilað körfubolta í nær tvö ár. Ég er líka gamall þegar við miðum við íþróttaheiminn. Við verðum að taka eitt skref í einu,“ sagði Gasol eftir að hafa lokið læknisskoðun og hitt nýju liðsfélaga sína á mánudaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. 23. febrúar 2021 18:30 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. 23. febrúar 2021 18:30