Lögreglan vill yfirheyra verjanda í Rauðagerðismálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 06:45 Morð var framið við Rauðagerði í Reykjavík um miðjan febrúar. Skjólstæðingur Steinbergs Finnbogasonar sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins í tvær vikur en var látinn laus í síðustu viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þess efnis að Steinbergur Finnbogason, verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði, verði kallaður til sem vitni í málinu. Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglunnar mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Því myndi þurfa að skipa Íslendingnum nýjan verjanda. Íslendingurinn situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi en sætir farbanni. Steinbergur ritar aðsenda grein um málið í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Ljótur leikur lögreglu“. Þá er fjallað um greinina á forsíðu blaðsins. Í greininni rifjar Steinbergur upp þegar hann var handtekinn árið 2016 er hann kom í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum. Sá maður var grunaður um aðilda að umfangsmiklu peningaþvætti. Í kjölfarið var Steinbergur úrskurðaður í gæsluvarðhald og húsleit gerð bæði á heimili hans og lögmannsskrifstofu þar sem skjöl voru afrituð og haldlögð. Í fyrra var ríkið svo dæmt til að greiða Steinbergi bætur vegna þessara aðgerða lögreglu. Sjaldgæf örþrifaráð lögreglu Steinbergur segir í grein sinni í dag að með kröfu sinni sé lögreglan í raun að neyða skjólstæðing hans í Rauðagerðismálinu til þess að skipta um verjanda. Lýsir Steinbergur þessum aðferðum lögreglu sem sjaldgæfum örþrifaráðum. „Þetta er ljótur leikur í stöðunni. Látum vera, þótt sorglegt sé, að þetta er í annað sinn sem þessum hælkróki er beitt á mig – síðast m.a. með fyrirvaralausu gæsluvarðhaldi, húsleitum og fleira sem lögreglan hefur ekki enn bitið úr nálinni með. Alvarlegra er hvernig lögreglan vegur að réttindum og andlegri líðan hins grunaða. Þar er sparkað illa í liggjandi mann. Hann valdi sér lögmann sem hann treysti, hann trúði honum fyrir öllum atriðum sem honum voru kunnug, hann hagaði vitnisburði sínum og svörum að viðhöfðu samráði við lögmann sinn og náði með honum ákveðnum áfangasigrum í vörn sinni gagnvart sakargiftum. Ekki er nóg með að lögreglan ætli að neyða hann til að skipta um lögmann í miðjum klíðum heldur á að leiða trúnaðarmanninn, lögmann hans, í vitnastúkuna þar sem reynt verður að rekja úr honum garnirnar. Væntanlega mun þessi leikur lögreglunnar auka sakborningnum enn frekar áhyggjur og eru þær þó nægar fyrir,“ segir Steinbergur í grein sinni en hana má lesa í heild sinni í Fréttablaðinu í dag. Morð í Rauðagerði Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglunnar mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Því myndi þurfa að skipa Íslendingnum nýjan verjanda. Íslendingurinn situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi en sætir farbanni. Steinbergur ritar aðsenda grein um málið í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Ljótur leikur lögreglu“. Þá er fjallað um greinina á forsíðu blaðsins. Í greininni rifjar Steinbergur upp þegar hann var handtekinn árið 2016 er hann kom í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum. Sá maður var grunaður um aðilda að umfangsmiklu peningaþvætti. Í kjölfarið var Steinbergur úrskurðaður í gæsluvarðhald og húsleit gerð bæði á heimili hans og lögmannsskrifstofu þar sem skjöl voru afrituð og haldlögð. Í fyrra var ríkið svo dæmt til að greiða Steinbergi bætur vegna þessara aðgerða lögreglu. Sjaldgæf örþrifaráð lögreglu Steinbergur segir í grein sinni í dag að með kröfu sinni sé lögreglan í raun að neyða skjólstæðing hans í Rauðagerðismálinu til þess að skipta um verjanda. Lýsir Steinbergur þessum aðferðum lögreglu sem sjaldgæfum örþrifaráðum. „Þetta er ljótur leikur í stöðunni. Látum vera, þótt sorglegt sé, að þetta er í annað sinn sem þessum hælkróki er beitt á mig – síðast m.a. með fyrirvaralausu gæsluvarðhaldi, húsleitum og fleira sem lögreglan hefur ekki enn bitið úr nálinni með. Alvarlegra er hvernig lögreglan vegur að réttindum og andlegri líðan hins grunaða. Þar er sparkað illa í liggjandi mann. Hann valdi sér lögmann sem hann treysti, hann trúði honum fyrir öllum atriðum sem honum voru kunnug, hann hagaði vitnisburði sínum og svörum að viðhöfðu samráði við lögmann sinn og náði með honum ákveðnum áfangasigrum í vörn sinni gagnvart sakargiftum. Ekki er nóg með að lögreglan ætli að neyða hann til að skipta um lögmann í miðjum klíðum heldur á að leiða trúnaðarmanninn, lögmann hans, í vitnastúkuna þar sem reynt verður að rekja úr honum garnirnar. Væntanlega mun þessi leikur lögreglunnar auka sakborningnum enn frekar áhyggjur og eru þær þó nægar fyrir,“ segir Steinbergur í grein sinni en hana má lesa í heild sinni í Fréttablaðinu í dag.
Morð í Rauðagerði Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira