Hlutfallslega margir sem fari á hjúkrunarheimili Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 19:00 Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir þjónustu við eldri borgara vera lengra komna á Norðurlöndunum. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir Norðurlöndin standa Íslandi mun framar í þjónustu við eldri borgara. Þar bjóðist eldri borgurum heimahjúkrun í meira mæli og fólk fari seinna á hjúkrunarheimili en þekkist hér á landi. Þórunn var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún ræddi rekstur hjúkrunarheimila, en þau voru til umræðu í Víglínunni á Stöð 2 í gær. Þar sagði Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, að fyrirkomulag líkt og það sem þekkist á Norðurlöndunum og Þýskalandi væri skynsamleg lausn til lengri tíma, en í Þýskalandi greiðir fólk fyrir dvöl sína að fullu. „Þýska kerfið gengur að mínu viti of langt, það er engin spurning,“ segir Þórunn. Sjálf sé hún hlynntari þeirri leið sem er farin á Norðurlöndunum, en þar er meiri þjónusta í boði fyrir eldri borgara og meira gagnsæi varðandi kostnað hvers og eins fyrir dvöl á hjúkrunarheimilum. Kostnaður fyrir pláss á hjúkrunarheimili hér á landi er um 1,2 milljónir á mánuði. „Við erum með hlutfallslega háa tölu sem fer inn á hjúkrunarheimili og þess vegna verður það hlutfallslega dýrara fyrir samfélagið. Við erum þarna langt langt á eftir öðrum löndum.“ Vilja meira gagnsæi Þórunn segir marga kosti fylgja norrænu leiðinni. Bæði gæti fólk verið lengur í eigin húsnæði og kostaður gæti lækkað. Þar sé fólk áfram með sinn eigin heimilislækni og fær lyfin því niðurgreidd. „Ef þú héldir þínum heimilislækni, eins og gert er á Norðurlöndunum, þá fengir þú niðurgreidd lyf. Það er búið að gera tilraun til að kafa ofan í þetta svo við færum norrænu leiðina, að það væri sýnilegt hvað við erum að borga fyrir og sundurliðað, þannig viðkomandi fengi þá að sjá reikninginn.“ Hér á landi borgi fólk að hámarki um það bil 470 þúsund í umönnun, fæði og húsnæði þó plássið kosti 1,2 milljónir á mánuði. Að mati Þórunnar væri réttara að notast við sömu útfærslu og nágrannaþjóðirnar. . „Það er það sem Danir, Norðmenn og Svíar eru á undan okkur, þar borgar þú bara reikning fyrir það sem þér ber en umönnunarkostnaður, lyfjakostnaður og húsnæði er greitt af hinu opinbera.“ Ekki komin lengra en að breikka hurðir „Að búa lengur heima, það er svona stefna stjórnvalda, en það þarf að gera húsnæðið þannig úr garði að það sé hægt. Það er líka verið að byggja íbúðir fyrir aldraða sem ættu að vera með meira öryggi þegar kemur að þessum efri árum,“ segir Þórunn og bætir við að margar nýjar lausnir séu fyrir hendi í þeim efnum. Ísland sé þó ekki komið langt hvað varðar aðbúnað í íbúðum fyrir eldri borgara. „Menn horft á það að það þarf að breikka hurðir og taka þröskulda. Lengra erum við ekki komin.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórunni. Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Þórunn var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún ræddi rekstur hjúkrunarheimila, en þau voru til umræðu í Víglínunni á Stöð 2 í gær. Þar sagði Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, að fyrirkomulag líkt og það sem þekkist á Norðurlöndunum og Þýskalandi væri skynsamleg lausn til lengri tíma, en í Þýskalandi greiðir fólk fyrir dvöl sína að fullu. „Þýska kerfið gengur að mínu viti of langt, það er engin spurning,“ segir Þórunn. Sjálf sé hún hlynntari þeirri leið sem er farin á Norðurlöndunum, en þar er meiri þjónusta í boði fyrir eldri borgara og meira gagnsæi varðandi kostnað hvers og eins fyrir dvöl á hjúkrunarheimilum. Kostnaður fyrir pláss á hjúkrunarheimili hér á landi er um 1,2 milljónir á mánuði. „Við erum með hlutfallslega háa tölu sem fer inn á hjúkrunarheimili og þess vegna verður það hlutfallslega dýrara fyrir samfélagið. Við erum þarna langt langt á eftir öðrum löndum.“ Vilja meira gagnsæi Þórunn segir marga kosti fylgja norrænu leiðinni. Bæði gæti fólk verið lengur í eigin húsnæði og kostaður gæti lækkað. Þar sé fólk áfram með sinn eigin heimilislækni og fær lyfin því niðurgreidd. „Ef þú héldir þínum heimilislækni, eins og gert er á Norðurlöndunum, þá fengir þú niðurgreidd lyf. Það er búið að gera tilraun til að kafa ofan í þetta svo við færum norrænu leiðina, að það væri sýnilegt hvað við erum að borga fyrir og sundurliðað, þannig viðkomandi fengi þá að sjá reikninginn.“ Hér á landi borgi fólk að hámarki um það bil 470 þúsund í umönnun, fæði og húsnæði þó plássið kosti 1,2 milljónir á mánuði. Að mati Þórunnar væri réttara að notast við sömu útfærslu og nágrannaþjóðirnar. . „Það er það sem Danir, Norðmenn og Svíar eru á undan okkur, þar borgar þú bara reikning fyrir það sem þér ber en umönnunarkostnaður, lyfjakostnaður og húsnæði er greitt af hinu opinbera.“ Ekki komin lengra en að breikka hurðir „Að búa lengur heima, það er svona stefna stjórnvalda, en það þarf að gera húsnæðið þannig úr garði að það sé hægt. Það er líka verið að byggja íbúðir fyrir aldraða sem ættu að vera með meira öryggi þegar kemur að þessum efri árum,“ segir Þórunn og bætir við að margar nýjar lausnir séu fyrir hendi í þeim efnum. Ísland sé þó ekki komið langt hvað varðar aðbúnað í íbúðum fyrir eldri borgara. „Menn horft á það að það þarf að breikka hurðir og taka þröskulda. Lengra erum við ekki komin.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórunni.
Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira