Laporta: Messi óskaði mér til hamingju með sigurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 17:01 Lionel Messi fagnar um helgina með þeim Ilaix Moriba og Ousmane Dembele í sigrinum á Osasuna. Getty/David S. Bustamante Joan Laporta var kosinn nýr forseti Barcelona í gær og hann segist þegar hafa fengið hamingjuóskir í skilaboðum frá Lionel Messi. Lionel Messi var einn af þeim sem kusu nýja forseta félagsins í gær en Joan Laporta hafði þar betur á móti Victor Font og Toni Freixa. Laporta er því kominn aftur í starfið sem hann gegndi á árunum 2003 til 2010 en síðustu árin hans á forsetastól voru félaginu mjög farsæl. Joan Laporta: "The fact that the best player in the world came to vote today, along with his son, is proof that Leo #Messi loves Barça." pic.twitter.com/plnEpSAlfu— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 7, 2021 Aðeins meira en helmingur þeirra 55 þúsund meðlima Barcelona notuðu atkvæðisrétt sinn en Laporta fékk á endanum 30.184 atkvæði og hlaut því yfirburðarkosningu. Messi kaus í fyrsta sinn en forsetakosningar fara vanalega fram yfir sumarið þegar Messi er upptekinn með argentínska landsliðinu. „Það var virkilega gaman að sjá Messi fara og kjósa. Það er frekari sönnun þess að hann elski Barcelona. Ég er sannfærður um að hann vilji vera hér áfram. Og já hann er búinn að óska mér til hamingju með sigurinn,“ sagði Joan Laporta við fjölmiðla. Lionel Messi and Joan Laporta have history at Barcelona pic.twitter.com/LT12L1NlCw— Goal (@goal) March 8, 2021 Lionel Messi var mjög ósáttur með störf Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseta Barcelona, en Joan Laporta var forseti félagsins þegar Messi kom upp í gegnum akademíuna og fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu. Laporta talaði mikið um Messi í kosningabaráttunni og um það að hann væri sá einu sem gæti sannfært argentínska snillinginn um að halda áfram hjá Barcelona eftir að samningur hans rennur út í sumar. Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Sjá meira
Lionel Messi var einn af þeim sem kusu nýja forseta félagsins í gær en Joan Laporta hafði þar betur á móti Victor Font og Toni Freixa. Laporta er því kominn aftur í starfið sem hann gegndi á árunum 2003 til 2010 en síðustu árin hans á forsetastól voru félaginu mjög farsæl. Joan Laporta: "The fact that the best player in the world came to vote today, along with his son, is proof that Leo #Messi loves Barça." pic.twitter.com/plnEpSAlfu— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 7, 2021 Aðeins meira en helmingur þeirra 55 þúsund meðlima Barcelona notuðu atkvæðisrétt sinn en Laporta fékk á endanum 30.184 atkvæði og hlaut því yfirburðarkosningu. Messi kaus í fyrsta sinn en forsetakosningar fara vanalega fram yfir sumarið þegar Messi er upptekinn með argentínska landsliðinu. „Það var virkilega gaman að sjá Messi fara og kjósa. Það er frekari sönnun þess að hann elski Barcelona. Ég er sannfærður um að hann vilji vera hér áfram. Og já hann er búinn að óska mér til hamingju með sigurinn,“ sagði Joan Laporta við fjölmiðla. Lionel Messi and Joan Laporta have history at Barcelona pic.twitter.com/LT12L1NlCw— Goal (@goal) March 8, 2021 Lionel Messi var mjög ósáttur með störf Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseta Barcelona, en Joan Laporta var forseti félagsins þegar Messi kom upp í gegnum akademíuna og fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu. Laporta talaði mikið um Messi í kosningabaráttunni og um það að hann væri sá einu sem gæti sannfært argentínska snillinginn um að halda áfram hjá Barcelona eftir að samningur hans rennur út í sumar.
Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Sjá meira