Búin að prjóna sjötíu lopapeysur á Flúðum í Covid Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2021 19:33 Hann Lára Bjarnadóttir á Flúðum við hluta af lopapeysunum, sem hún hefur prjónað í Covid, eða um 70 peysur frá því að Covid kom fyrst upp á Íslandi. Peysurnar selur hún heima hjá sér þeim, sem vilja kaupa. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hanna Lára Bjarnadóttir á Flúðum hefur ekki látið sér leiðast í Covid því hún hefur prjónað sjötíu lopapeysur. Þá vekja púðarnir hennar sérstaka athygli en þá saumaði hún í rútu yfir Kjöl þegar hún var ráðskona. Hanna Lára býr fallegri íbúð á Flúðum þar sem hún lætur fara vel um sig en lengst af bjó hún sem bóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi með manni sínum, Lofti Þorsteinssyni en hann lést í september 2019. Eftir að kórónuveiran greindist á Íslandi fyrir um ári síðan lokaði Hanna Lára sig inni enda í áhættuhópi með sykursýki og krabbamein og fór að prjóna lopapeysur og eru þær nú orðnar um sjötíu talsins. Hún hefur líka prjónað mikið af barnapeysum, sokkum og húfum á þessu tímabili. „Já, ég leitaði í prjónana. Það er rosalega gott að hafa prjónana, fljótur að líða tíminn. Ég er talin vera rosalega snögg að prjóna, ég veit ekkert hvað það er, en ég er rosalega fljót að prjóna,“ segir Hanna Lára. Lopapeysurnar hjá Hönnu Láru eru mjög fallegar með allskonar munstri og í fjölbreyttum litum. Uppskriftirnar fær hún flestar um gömlum prjónablöðum og allt garnið kaupir hún í Hannyrðabúðinni á Selfossi því hún segist ekki nenna að fara til Reykjavíkur eftir garni. „Ég sit alltaf við, t.d. yfir sjónvarpinu á kvöldin, þá er ég alltaf með prjónana mína og líka oft á morgnanna. Svo fer ég kannski eitthvað út, kannski upp í fjárhús eða eitthvað um miðjan daginn. Annars er ég alltaf inni með prjónana og svona eitthvað að dunda mér.“ Hanna Lára segist vera dugleg að selja lopapeysurnar sínar og hún prjóni mikið eftir pöntunum. „Mér finnst voðalega gaman að prjóna og leika mér með liti,“ segir Hana Lára. Nokkrir fallegir púðar eru í stofunni hjá Hönnu Láru, sem hún saumaði en það gerði hún þegar hún var ráðskona hjá Guðmundi Jónassyni sumarið 2007 og ferðaðist í vinnuna í rútu yfir kjöl, þá var tíminn nýttur í púðasaum. Hanna Lára er aldrei aðgerðalaus. „Nei, helst ekki, ég get það ekki, ég á voðalega erfitt að vera og gera ekki neitt,“ segir hún og hlær. Hanna Lára er mjög snögg að prjóna en hún situr alltaf í þessum sófa fyrir framan sjónvarpið þegar hún mundar prjónana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Hanna Lára býr fallegri íbúð á Flúðum þar sem hún lætur fara vel um sig en lengst af bjó hún sem bóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi með manni sínum, Lofti Þorsteinssyni en hann lést í september 2019. Eftir að kórónuveiran greindist á Íslandi fyrir um ári síðan lokaði Hanna Lára sig inni enda í áhættuhópi með sykursýki og krabbamein og fór að prjóna lopapeysur og eru þær nú orðnar um sjötíu talsins. Hún hefur líka prjónað mikið af barnapeysum, sokkum og húfum á þessu tímabili. „Já, ég leitaði í prjónana. Það er rosalega gott að hafa prjónana, fljótur að líða tíminn. Ég er talin vera rosalega snögg að prjóna, ég veit ekkert hvað það er, en ég er rosalega fljót að prjóna,“ segir Hanna Lára. Lopapeysurnar hjá Hönnu Láru eru mjög fallegar með allskonar munstri og í fjölbreyttum litum. Uppskriftirnar fær hún flestar um gömlum prjónablöðum og allt garnið kaupir hún í Hannyrðabúðinni á Selfossi því hún segist ekki nenna að fara til Reykjavíkur eftir garni. „Ég sit alltaf við, t.d. yfir sjónvarpinu á kvöldin, þá er ég alltaf með prjónana mína og líka oft á morgnanna. Svo fer ég kannski eitthvað út, kannski upp í fjárhús eða eitthvað um miðjan daginn. Annars er ég alltaf inni með prjónana og svona eitthvað að dunda mér.“ Hanna Lára segist vera dugleg að selja lopapeysurnar sínar og hún prjóni mikið eftir pöntunum. „Mér finnst voðalega gaman að prjóna og leika mér með liti,“ segir Hana Lára. Nokkrir fallegir púðar eru í stofunni hjá Hönnu Láru, sem hún saumaði en það gerði hún þegar hún var ráðskona hjá Guðmundi Jónassyni sumarið 2007 og ferðaðist í vinnuna í rútu yfir kjöl, þá var tíminn nýttur í púðasaum. Hanna Lára er aldrei aðgerðalaus. „Nei, helst ekki, ég get það ekki, ég á voðalega erfitt að vera og gera ekki neitt,“ segir hún og hlær. Hanna Lára er mjög snögg að prjóna en hún situr alltaf í þessum sófa fyrir framan sjónvarpið þegar hún mundar prjónana.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira