Vantar meiri þekkingu á milli manna og ekki hægt að bíða mikið lengur Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2021 22:52 Finnur Freyr Stefánsson er með lið Vals utan úrslitakeppni eins og er, í 9. sæti. „Blóðþrýstingurinn er alltaf hár í þessu sporti, sérstaklega eins og deildin er núna og hvernig allt tímabilið er búið að vera,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sem er með liðið utan úrslitakeppni og í afar erfiðri leikjatörn. Valur tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld eftir að hafa verið ellefu stigum yfir í hálfleik. „Við þurfum bara að eiga við þetta verkefni. Núna er þessi leikur búinn, við vissum að Stjarnan er eitt besta ef ekki besta liðið á landinu, og að erfitt yrði að sækja hingað sigur. Við gerðum margt gott og tökum það með okkur en svo er fókusinn bara á ÍR,“ sagði Finnur eftir leikinn í kvöld. Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá Valsmönnum en þeir náðu ekki að fylgja honum eftir: „Mér fannst við missa þá upp í þennan hraða leik sem þeir vildu spila á stórum köflum í seinni hálfleiknum. Þeir náðu upp stemningu með fjórum þristum snemma í þriðja leikhlutanum og náðu að komast á eitthvað flug. Á sama tíma þurftum við að fara að hafa meira fyrir öllum hlutum. Svo kemur bara í ljós hversu vel þjálfað og æft þetta Stjörnulið er. Við fengum augnablik en það komu auðveldar körfur frá þeim inni á milli sem drápu þetta,“ sagði Finnur. „Mitt lið er vel mannað en það má segja um öll lið í deildinni“ „Leikirnir eru upp og niður. Það skipti ekki öllu máli hvort við vorum fimm stigum undir eða tíu stigum yfir í hálfleik, við vildum bara halda áfram að reyna að gera það sama. Það var smáskellur að fá þristana beint í andlitið í byrjun þriðja leikhluta en leikurinn var samt í fínu jafnvægi í leikhlutaskiptunum. Svo misstum við þetta aðeins frá okkur og þetta var erfitt því þeir skutu boltanum vel í seinni hálfleik. Það verður að hrósa þeim fyrir að gera margt vel á löngum köflum. Þegar mest á reyndi þá vantaði hjá okkur að vera með það enn betur á hreinu hvað við vildum gera og hvert við vildum sækja. Það vantaði meiri reynslu og þekkingu á milli manna en vesenið er að það er ekki hægt að bíða mikið lengur eftir því,“ sagði Finnur sem nýverið bætti Hjálmari Stefánssyni og Jordan Roland í sinn hóp. Eflaust eru ýmsir þeirrar skoðunar að leikmannahópur Vals sé allt of góður til að komast ekki einu sinni í átta liða úrslitakeppnina. Hvernig finnst Finni að eiga við það? „Þessi mannskapur á blaði er eins og hann er. Það er oft þannig að menn telja þá sem hafa afrekað eitthvað áður ofar en til dæmis erlendu leikmennina, sem eru margir og góðir í deildinni núna. Það skekkir myndina líka. Mitt lið er vel mannað en það má segja um öll lið í deildinni.“ Dominos-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
„Við þurfum bara að eiga við þetta verkefni. Núna er þessi leikur búinn, við vissum að Stjarnan er eitt besta ef ekki besta liðið á landinu, og að erfitt yrði að sækja hingað sigur. Við gerðum margt gott og tökum það með okkur en svo er fókusinn bara á ÍR,“ sagði Finnur eftir leikinn í kvöld. Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá Valsmönnum en þeir náðu ekki að fylgja honum eftir: „Mér fannst við missa þá upp í þennan hraða leik sem þeir vildu spila á stórum köflum í seinni hálfleiknum. Þeir náðu upp stemningu með fjórum þristum snemma í þriðja leikhlutanum og náðu að komast á eitthvað flug. Á sama tíma þurftum við að fara að hafa meira fyrir öllum hlutum. Svo kemur bara í ljós hversu vel þjálfað og æft þetta Stjörnulið er. Við fengum augnablik en það komu auðveldar körfur frá þeim inni á milli sem drápu þetta,“ sagði Finnur. „Mitt lið er vel mannað en það má segja um öll lið í deildinni“ „Leikirnir eru upp og niður. Það skipti ekki öllu máli hvort við vorum fimm stigum undir eða tíu stigum yfir í hálfleik, við vildum bara halda áfram að reyna að gera það sama. Það var smáskellur að fá þristana beint í andlitið í byrjun þriðja leikhluta en leikurinn var samt í fínu jafnvægi í leikhlutaskiptunum. Svo misstum við þetta aðeins frá okkur og þetta var erfitt því þeir skutu boltanum vel í seinni hálfleik. Það verður að hrósa þeim fyrir að gera margt vel á löngum köflum. Þegar mest á reyndi þá vantaði hjá okkur að vera með það enn betur á hreinu hvað við vildum gera og hvert við vildum sækja. Það vantaði meiri reynslu og þekkingu á milli manna en vesenið er að það er ekki hægt að bíða mikið lengur eftir því,“ sagði Finnur sem nýverið bætti Hjálmari Stefánssyni og Jordan Roland í sinn hóp. Eflaust eru ýmsir þeirrar skoðunar að leikmannahópur Vals sé allt of góður til að komast ekki einu sinni í átta liða úrslitakeppnina. Hvernig finnst Finni að eiga við það? „Þessi mannskapur á blaði er eins og hann er. Það er oft þannig að menn telja þá sem hafa afrekað eitthvað áður ofar en til dæmis erlendu leikmennina, sem eru margir og góðir í deildinni núna. Það skekkir myndina líka. Mitt lið er vel mannað en það má segja um öll lið í deildinni.“
Dominos-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira