UFC kappinn, sem er formlega hættur, hefur verið vinur Ronaldo í nokkurn tíma en það má segja að þarna séu tveir af betri íþróttamönnunum í sínum greinum, ef ekki þeir bestu.
„Við tölum oft saman, nánast á hverjum degi, en þegar við hittumst þá höfum við talað um hvar við höfum fengið okkar innri hvöt,“ sagði Khabib í samtali við YouTube rásina á KraSava.
„Hann sagði mér að hann vildi að sonur hans myndi taka við af honum. Þegar Cristiano var ungur þá dreymdi hann bara um að fá eitt par af skóm en sonur hans hefur allt. Hann er hræddur um að sonurinn hafi eki sama hungrið og viljann.“
„Þegar þú hefur allt þá er erfitt að finna rétta hungrið. Þegar hann sagði mér það þá var ég ekki hissa en ég naut þess að hlusta á hann. Ég fann að hann er ekki ánægður bara með einn, tvö eða þrjú titil,“ sagði Khabib.
Khabib reveals Cristiano Ronaldo's greatest fear is that his son Cristiano Jr 'will not have the hunger to succeed him' https://t.co/FU6g6EClJe
— MailOnline Sport (@MailSport) March 5, 2021