„Fótboltaáhugamenn á Íslandi halda með Rúnari Alex“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 12:30 Rúnar Alex Rúnarsson með Ainsley Maitland-Niles fyrir leik Arsenal á móti Manchester City í enska deildabikarnum í vetur. Getty/David Price Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fengu Atla Viðar Björnsson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og þeir ræddu meðal annars íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu og þá sérstaklega markmannsstöðuna. Næsta undankeppni, fyrir HM 2022, hefst seinna í þessum mánuði þar sem íslensku strákarnir spila þrjá útileiki á móti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Nú er ein af spurningunum hver verði í marki íslenska liðsins í þessum leikjum. Mun Hannes Þór Halldórsson halda áfram og halda sæti sínu í byrjunarliðinu eða er kannski kominn tími á Rúnar Alex Rúnarsson sem spilar með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Kjartan Atli Kjartansson er mikill Rúnars Alex maður og finnst hann jafnvel fá ósanngjarna gagnrýni eins langt og það þær hjá íslenskum landsliðsmönnum. „Mér finnst vera minni vikmörk fyrir Rúnari að gera mistök. Við fyrirgefum Hannesi meira, bara svona inn í hjarta okkar, af því að við höfum séð hvað hann hefur gert. Ég er mjög spenntur fyrir Rúnari Alex,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Rúnar Alex er ofboðslega spennandi markvörður og hann er að æfa með Arsenal þótt að hann sé ekki alltaf að spila. Hann hefur spilað nokkra leiki á þessu tímabili og þetta er Arsenal,“ sagði Kjartan Atli. „Finnst þér vera lítil þolinmæði gagnvart honum og finnst þér hann fá á baukinn ef hann gerir eitthvað,“ spurði þá Atli Viðar Björnsson. Kjartan Atli kom með dæmi um mistök hjá Hannesi þar sem Rúnar Alex hefði fengið harðari gagnrýni. „Ég upplifi það eins og að Rúnar megi gera færri mistök,“ sagði Kjartan Atli. „Ég er ekki alveg sammála. Mér finnst fótboltaáhugamenn á Íslandi halda rosalega með Rúnari Alex og séu að bíða eftir honum. Mér finnst því menn vera tilbúnir að sýna honum smá þolinmæði, gefa honum leiki og gefa honum leyfi til að gera örfá mistök,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst menn vera dálítið að bíða eftir því að Rúnar Alex taki skrefið, verði tilbúinn og verði síðan markmaður liðsins næstu tíu árin,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Sjá meira
Næsta undankeppni, fyrir HM 2022, hefst seinna í þessum mánuði þar sem íslensku strákarnir spila þrjá útileiki á móti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Nú er ein af spurningunum hver verði í marki íslenska liðsins í þessum leikjum. Mun Hannes Þór Halldórsson halda áfram og halda sæti sínu í byrjunarliðinu eða er kannski kominn tími á Rúnar Alex Rúnarsson sem spilar með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Kjartan Atli Kjartansson er mikill Rúnars Alex maður og finnst hann jafnvel fá ósanngjarna gagnrýni eins langt og það þær hjá íslenskum landsliðsmönnum. „Mér finnst vera minni vikmörk fyrir Rúnari að gera mistök. Við fyrirgefum Hannesi meira, bara svona inn í hjarta okkar, af því að við höfum séð hvað hann hefur gert. Ég er mjög spenntur fyrir Rúnari Alex,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Rúnar Alex er ofboðslega spennandi markvörður og hann er að æfa með Arsenal þótt að hann sé ekki alltaf að spila. Hann hefur spilað nokkra leiki á þessu tímabili og þetta er Arsenal,“ sagði Kjartan Atli. „Finnst þér vera lítil þolinmæði gagnvart honum og finnst þér hann fá á baukinn ef hann gerir eitthvað,“ spurði þá Atli Viðar Björnsson. Kjartan Atli kom með dæmi um mistök hjá Hannesi þar sem Rúnar Alex hefði fengið harðari gagnrýni. „Ég upplifi það eins og að Rúnar megi gera færri mistök,“ sagði Kjartan Atli. „Ég er ekki alveg sammála. Mér finnst fótboltaáhugamenn á Íslandi halda rosalega með Rúnari Alex og séu að bíða eftir honum. Mér finnst því menn vera tilbúnir að sýna honum smá þolinmæði, gefa honum leiki og gefa honum leyfi til að gera örfá mistök,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst menn vera dálítið að bíða eftir því að Rúnar Alex taki skrefið, verði tilbúinn og verði síðan markmaður liðsins næstu tíu árin,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Sjá meira