Fótbolti

„Ég er að breytast í ís á bekknum“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikael Neville Anderson skipti um treyju við Mohamed Salah eftir leik Liverpool og Midtjylland í Meistaradeildinni fyrr í vetur.
Mikael Neville Anderson skipti um treyju við Mohamed Salah eftir leik Liverpool og Midtjylland í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Getty/Lars Ronbog.

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson er ekkert að fela það að hann sé út í kuldanum hjá danska félaginu FC Midtjylland.

Mikael Neville hefur aðeins spilað í samtals 4 mínútur af 270 mögulegum síðan að hann kom til baka eftir tveggja leikja agabann.

Hann kom inn á í fjórar mínútur í næsta leik eftir agabannið en hefur síðan verið ónotaður varamaður í síðustu tveimur deildarleikjum FC Midtjylland.

Twitter notandinn Filip Knudsen spurði íslenska miðjumanninn hreint út hvort að hann væri meiddur eða hvað þetta væri með hann.

Mikael Neville svaraði og tók af allan vafa um að hann væri að glíma við meiðsli eins og sést hér fyrir neðan.

„Ég er að breytast í ís á bekknum,“ svaraði Mikael Neville Anderson.

FC Midtjylland vann fyrstu fjóra leikin sína eftir að Mikael Neville var settur í agabannið en tapaði aftur á móti 2-0 á móti Lyngby BK, liðinu í ellefta sæti, í síðasta leik sínum.

Það gefur kannski Mikael Neville möguleika á því að fá tækifæri í næsta leik nema að hann hafi komið sér í einhver vandræði með svari sínu á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×