Erlent

Filippus gekkst undir hjartaaðgerð og verður áfram á sjúkrahúsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Filippus Prins verður hundrað ára gamall í júní.
Filippus Prins verður hundrað ára gamall í júní. EPA/KAREL PRINSLOO

Filippus prins, hertoginn af Edinborg, hefur gengist undir hjartaaðgerð vegna eldri kvilla í hjarta. Hinn 99 ára gamli prins hefur nú varið 16 dögum á sjúkrahúsi vegna sýkingar en ástand hans er sagt hafa skánað á undanförnum dögum.

Hann mun þó verja næstu dögum á sjúkrahúsi.

Filippus var upprunalega fluttur á sjúkrahús þar sem honum leið ekki vel. Í kjölfarið var sagt að hann væri með sýkingu. Á mánudaginn var hann svo fluttur á St Barholomew's sjúkrahúsið í Lundúnum, sem er með stærstu hjartadeild í Evrópu og er elsta sjúkrahús Bretlands.

Í frétt BBC er rifjað upp að skömmu fyrir jólin 2011 var prinsinn fluttur á sjúkrahús með þyrlu vegna brjóstverkja. Hann fór þá í aðgerð vegna stíflaðrar slagæðar.

Filippus verður hundrað ára gamall í júní. Hann er sá maki drottningar eða konungs Bretlands sem hefur borið þann titil lengst.


Tengdar fréttir

Líðan Filippusar sögð betri

Líðan Filippusar prins, hertoga af Edinborg, er sögð á uppleið. Ku hann vera að bregðast vel við meðferð vegna sýkingar. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Lundunúm í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×