„Þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta“ Atli Arason skrifar 3. mars 2021 23:10 Jón Halldór er oftast líflegur á hliðarlínunni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var ansi heitt í hamsi í viðtali eftir tapið gegn Haukum í framlengdum leik Dominos deildinni í kvöld. Jón var langt frá því að vera sáttur með dómgæsluna í kvöld og lét KKÍ heyra það. „Mér þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta. Að setja tvo óvana dómara með Davíð á þennan leik er ekki gott fyrir þá né leikinn, það er bara ósköp einfalt mál. Bæði ég og þjálfari Hauka vorum ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum í þessum leik, það réði ekkert úrslitunum í þessum leik en það voru tveir mjög, mjög vafasamir dómar, sem þeir þorðu ekki að dæma. Bæði í lok venjulegs leiktíma og í ákeyrslu Emelíu í restina, þeir þorðu ekki að dæma á það. Ef það hefðu verið þrír alvöru dómarar eins og hefði verið í karlaboltanum, á svona stórum leik, þá hefði þetta verið tekið fyrir,“ svaraði Jón Halldór aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Keflavíkur liðið var ólíkt sjálfu sér í fyrri hálfleik í kvöld. Þær töpuðu tveimur fyrstu leikhlutunum í kvöld gegn spræku liði Hauka. Það var allt annað Keflavíkurlið sem kom út í seinni hálfleik en aðspurður sagði Jón að hann hafi ekki þurft að peppa sínar stelpur neitt sérstaklega inn í klefa í hálfleik. „Ég sagði ekki neitt. Þetta er ungt lið og við erum að reyna að móta flottan kjarna af leikmönnum og það gengur ótrúlega vel. Við erum að spila við lið sem er all-in í að vinna titilinn. Þær voru að bæta við sig einum af tveimur bestu leikmönnum Íslands í liðið sitt. Ég tek bara hatt minn ofan fyrir mínum stelpum. Ég sagði ekki neitt við þær í hálfleik, þær vita alveg hvað þær geta og ég veit alveg hvað þær geta. Stundum þurfum við bara að lenda á svona hálfleik til að vita hvar við stöndum og það gerðist í dag en við sýndum frábæran karakter í seinni.“ Keflavík var grátlega nálægt því að fá eitthvað út úr þessum leik og viðhalda 100% árangri sínum á tímabilinu. Þær fengu lokaskotið í bæði venjulegum leiktíma og í framlengingunni en það vildi ekki ofan í. Bæði skotin féllu í hendur Önnu Ingunnar sem var augljóslega niðurbrotin í leikslok þegar niðurstaðan varð ljós. „Ég er ánægður með stelpurnar mínar. Þær sýndu frábæran karakter hérna í dag. Þær komu okkur aftur inn í leikinn í seinni hálfleik eftir að við vörum daprar sóknarlega í fyrri hálfleik. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Þær sýna alvöru þor hérna í restina, það eru ekki allir sem hefðu þorað að taka þetta skot sem Anna Ingunn tók í lokin. Ég er ekkert smá stoltur af henni,“ sagði Jón Halldór. Þetta var fyrsti heimaleikur Keflavíkur með áhorfendur í salnum og stemningin í kvöld var gífurleg. Jonni sendi að lokum sérstakar kveðjur til þeirra sem mættu. „Það er búið að vanta eitthvað, svona að vera ekki með áhorfendur en núna fáum við þá og það er bara yndislegt að fólkið okkar fái að njóta þessa frábæra liðs sem við erum með. Þetta eru ungar og ótrúlega sprækar stelpur. Þær eru lífsglaðar og leggja mikið á sig. Áhorfendurnir sýndu það í dag að þau eru 100% á bak við þetta lið. Þetta var frábært.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
„Mér þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta. Að setja tvo óvana dómara með Davíð á þennan leik er ekki gott fyrir þá né leikinn, það er bara ósköp einfalt mál. Bæði ég og þjálfari Hauka vorum ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum í þessum leik, það réði ekkert úrslitunum í þessum leik en það voru tveir mjög, mjög vafasamir dómar, sem þeir þorðu ekki að dæma. Bæði í lok venjulegs leiktíma og í ákeyrslu Emelíu í restina, þeir þorðu ekki að dæma á það. Ef það hefðu verið þrír alvöru dómarar eins og hefði verið í karlaboltanum, á svona stórum leik, þá hefði þetta verið tekið fyrir,“ svaraði Jón Halldór aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Keflavíkur liðið var ólíkt sjálfu sér í fyrri hálfleik í kvöld. Þær töpuðu tveimur fyrstu leikhlutunum í kvöld gegn spræku liði Hauka. Það var allt annað Keflavíkurlið sem kom út í seinni hálfleik en aðspurður sagði Jón að hann hafi ekki þurft að peppa sínar stelpur neitt sérstaklega inn í klefa í hálfleik. „Ég sagði ekki neitt. Þetta er ungt lið og við erum að reyna að móta flottan kjarna af leikmönnum og það gengur ótrúlega vel. Við erum að spila við lið sem er all-in í að vinna titilinn. Þær voru að bæta við sig einum af tveimur bestu leikmönnum Íslands í liðið sitt. Ég tek bara hatt minn ofan fyrir mínum stelpum. Ég sagði ekki neitt við þær í hálfleik, þær vita alveg hvað þær geta og ég veit alveg hvað þær geta. Stundum þurfum við bara að lenda á svona hálfleik til að vita hvar við stöndum og það gerðist í dag en við sýndum frábæran karakter í seinni.“ Keflavík var grátlega nálægt því að fá eitthvað út úr þessum leik og viðhalda 100% árangri sínum á tímabilinu. Þær fengu lokaskotið í bæði venjulegum leiktíma og í framlengingunni en það vildi ekki ofan í. Bæði skotin féllu í hendur Önnu Ingunnar sem var augljóslega niðurbrotin í leikslok þegar niðurstaðan varð ljós. „Ég er ánægður með stelpurnar mínar. Þær sýndu frábæran karakter hérna í dag. Þær komu okkur aftur inn í leikinn í seinni hálfleik eftir að við vörum daprar sóknarlega í fyrri hálfleik. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Þær sýna alvöru þor hérna í restina, það eru ekki allir sem hefðu þorað að taka þetta skot sem Anna Ingunn tók í lokin. Ég er ekkert smá stoltur af henni,“ sagði Jón Halldór. Þetta var fyrsti heimaleikur Keflavíkur með áhorfendur í salnum og stemningin í kvöld var gífurleg. Jonni sendi að lokum sérstakar kveðjur til þeirra sem mættu. „Það er búið að vanta eitthvað, svona að vera ekki með áhorfendur en núna fáum við þá og það er bara yndislegt að fólkið okkar fái að njóta þessa frábæra liðs sem við erum með. Þetta eru ungar og ótrúlega sprækar stelpur. Þær eru lífsglaðar og leggja mikið á sig. Áhorfendurnir sýndu það í dag að þau eru 100% á bak við þetta lið. Þetta var frábært.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira