Reynsluakstur í fyrra en nú er Matthías með lyklavöldin hjá KR Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2021 13:01 Matthías Orri Sigurðarson hefur verið illviðráðanlegur í vetur. vísir/Elín Björg Matthías Orri Sigurðarson stýrði sóknarleik KR framúrskarandi vel í 91-84 sigrinum gegn ÍR í Dominos-deildinni í körfubolta á sunnudag. Sérfræðingarnir í Dominos Körfuboltakvöldi hrósuðu honum í hástert í þætti gærkvöldsins. Með reynsluboltana Jakob bróður sinn, Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Björn Kristjánsson innanborðs hefur Matthías verið mikilvægasti íslenski leikmaður KR í vetur. Kjartan Atli Kjartansson benti á að hugarfar samherjanna hjálpaði Matthíasi og KR að blómstra: „Þetta eru menn sem eru alveg til í að skora núll stig, ef að þeir vinna leikinn,“ sagði Kjartan. „Auðvitað hafa þeir allir á einhverjum tímapunkti á sínum ferli verið aðeins óþroskaðri og viljað gera meira, sérstaklega þegar þeir voru að reyna að komast út, en þetta er það sem er að skila öllum þessum málmi í Vesturbæinn. Það eru menn sem eru tilbúnir að gefa sitt eftir til að láta þetta allt virka,“ sagði Benedikt Guðmundsson, áður en talið barst að Matthíasi. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld: Matti með lyklavöldin „Matthías er búinn að vera gjörsamlega frábær á þessari leiktíð,“ sagði Kjartan Atli og Teitur Örlygsson tók strax undir: „Já, á báðum endum vallarins. Hann gerir þetta í svo flottu „flowi“ allt saman. Hann er með allar þessar stjörnur í kringum sig. Við höfðum smááhyggjur af honum þegar hann fór fyrst frá ÍR, því hann sló alveg í gegn hjá ÍR, en hann er enn betri núna. Með enn betri leikmenn í kringum sig, enn betra lið. Hann þurfti einhvern smátíma en mér finnst eins og að þetta sé liðið hans,“ sagði Teitur. „Í fyrra þurfti hann að reynsluaka liðinu. Núna er hann búinn að fá lyklana, er með ökuskírteinið í hanskahólfinu og á að sjá um aksturinn,“ sagði Kjartan Atli. Benedikt sagði eðlilegt að Matthías hefði ekki blómstrað eins vel og nú á síðustu leiktíð, sinni fyrstu eftir endurkomuna frá ÍR: „Hann kemur nýr inn í KR-liðið í fyrra með eintómum kóngum. Hann var bara óöruggur, vissi ekki hvernig hann ætti að stýra þessu. Núna fær hann bara að spila sinn leik, sinn körfubolta sem hann blómstrar í. Það er búið að rétta honum lyklana og hann hefur verið geggjaður.“ Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 84-91 | KR-ingar sóttu sigur í Seljaskóla KR vann góðan útisigur á ÍR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 28. febrúar 2021 21:49 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Sjá meira
Með reynsluboltana Jakob bróður sinn, Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Björn Kristjánsson innanborðs hefur Matthías verið mikilvægasti íslenski leikmaður KR í vetur. Kjartan Atli Kjartansson benti á að hugarfar samherjanna hjálpaði Matthíasi og KR að blómstra: „Þetta eru menn sem eru alveg til í að skora núll stig, ef að þeir vinna leikinn,“ sagði Kjartan. „Auðvitað hafa þeir allir á einhverjum tímapunkti á sínum ferli verið aðeins óþroskaðri og viljað gera meira, sérstaklega þegar þeir voru að reyna að komast út, en þetta er það sem er að skila öllum þessum málmi í Vesturbæinn. Það eru menn sem eru tilbúnir að gefa sitt eftir til að láta þetta allt virka,“ sagði Benedikt Guðmundsson, áður en talið barst að Matthíasi. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld: Matti með lyklavöldin „Matthías er búinn að vera gjörsamlega frábær á þessari leiktíð,“ sagði Kjartan Atli og Teitur Örlygsson tók strax undir: „Já, á báðum endum vallarins. Hann gerir þetta í svo flottu „flowi“ allt saman. Hann er með allar þessar stjörnur í kringum sig. Við höfðum smááhyggjur af honum þegar hann fór fyrst frá ÍR, því hann sló alveg í gegn hjá ÍR, en hann er enn betri núna. Með enn betri leikmenn í kringum sig, enn betra lið. Hann þurfti einhvern smátíma en mér finnst eins og að þetta sé liðið hans,“ sagði Teitur. „Í fyrra þurfti hann að reynsluaka liðinu. Núna er hann búinn að fá lyklana, er með ökuskírteinið í hanskahólfinu og á að sjá um aksturinn,“ sagði Kjartan Atli. Benedikt sagði eðlilegt að Matthías hefði ekki blómstrað eins vel og nú á síðustu leiktíð, sinni fyrstu eftir endurkomuna frá ÍR: „Hann kemur nýr inn í KR-liðið í fyrra með eintómum kóngum. Hann var bara óöruggur, vissi ekki hvernig hann ætti að stýra þessu. Núna fær hann bara að spila sinn leik, sinn körfubolta sem hann blómstrar í. Það er búið að rétta honum lyklana og hann hefur verið geggjaður.“
Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 84-91 | KR-ingar sóttu sigur í Seljaskóla KR vann góðan útisigur á ÍR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 28. febrúar 2021 21:49 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 84-91 | KR-ingar sóttu sigur í Seljaskóla KR vann góðan útisigur á ÍR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 28. febrúar 2021 21:49