Stjörnuprýddur æfingahópur Katrínar Tönju lítur vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 08:30 Ben Bergeron sést hér með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Samuel Kwant eftir heimsleikana í fyrra þar sem þau unnu bæði silfur. Með þeim eru líka aðstoðarfólk. Bergeron hefur nú sett saman nýjan elítuhóp með þeim Katrínu og Samuel. Instagram/@benbergeron Það styttist óðum í að „The Open“ byrji og um leið nýtt keppnistímabil hjá CrossFit. Íslenska silfurkonan frá heimsleikunum í fyrra er nú hluti af stjörnuprýddum æfingahópi hjá CrossFit New England. Ben Bergeron hefur þjálfað Katrínu Tönju Davíðsdóttur í sex ár og á þeim tíma hefur æfingahópurinn breyst. Að þessu sinni hefur Bergeron safnað að sér heimsklassa fólki til að æfa við hlið Katrínar. Katrín Tanja er vissulega sú eina sem hefur orðið heimsmeistari og er stærsta stjarna hópsins en þarna er líka annar silfurhafi frá síðustu heimsleikum. Samuel Kwant kom mörgum á óvart með að ná öðru sætinu á eftir Mathew Fraser á heimsleikunum í fyrra en hann stóð sig frábærlega í lokaúrslitunum eins og Katrín Tanja. Í hópnum er líka Amanda Barnhart sem er nýkominn til Bergeron. Amanda náði sínum besta árangri á heimsleikunum þegar hún varð sjöunda árið 2019. Hún var aðeins fimm stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Fjórða púslið í þessum elítuhópi er síðan Chandler Smith. Chandler æfði aðeins með Katrínu Tönju í fyrra í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana þar sem hann endaði í sjötta sæti og var eins og Amanda hársbreidd frá því að komast áfram. Chandler Smith var á fullu í hernum í fyrra og hafði ekki fengið neina ákveðna CrossFit þjálfun. Það verður því áhugavert að sjá hvað Ben Bergeron nær út úr honum í ár. Þessi fjögur mynda rosalegan æfingahóp og Ben Bergeron hefur sjálfur talað um að hann ætlaði sér að mynda keppnissuðupott (Competitive Cauldron) í æfingastöðinni sinni með þessu heimsklassa fólki sem keyra hvert annað áfram í undirbúningi sínum. Þessi tilraun lítur líka vel út þegar stutt er í tímabilið. Ben Bergeron birti myndband af æfingahópnum taka vel á því saman og það er ekki hægt annað en að segja að þau líti vel út. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Það má líka benda á það að það virðist enginn þeirra ráða við hraðann hjá Katrínu Tönju sem tekur fljótlega forystuna enda keppnismanneskja fram í fingurgóma. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) CrossFit Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Sjá meira
Ben Bergeron hefur þjálfað Katrínu Tönju Davíðsdóttur í sex ár og á þeim tíma hefur æfingahópurinn breyst. Að þessu sinni hefur Bergeron safnað að sér heimsklassa fólki til að æfa við hlið Katrínar. Katrín Tanja er vissulega sú eina sem hefur orðið heimsmeistari og er stærsta stjarna hópsins en þarna er líka annar silfurhafi frá síðustu heimsleikum. Samuel Kwant kom mörgum á óvart með að ná öðru sætinu á eftir Mathew Fraser á heimsleikunum í fyrra en hann stóð sig frábærlega í lokaúrslitunum eins og Katrín Tanja. Í hópnum er líka Amanda Barnhart sem er nýkominn til Bergeron. Amanda náði sínum besta árangri á heimsleikunum þegar hún varð sjöunda árið 2019. Hún var aðeins fimm stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Fjórða púslið í þessum elítuhópi er síðan Chandler Smith. Chandler æfði aðeins með Katrínu Tönju í fyrra í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana þar sem hann endaði í sjötta sæti og var eins og Amanda hársbreidd frá því að komast áfram. Chandler Smith var á fullu í hernum í fyrra og hafði ekki fengið neina ákveðna CrossFit þjálfun. Það verður því áhugavert að sjá hvað Ben Bergeron nær út úr honum í ár. Þessi fjögur mynda rosalegan æfingahóp og Ben Bergeron hefur sjálfur talað um að hann ætlaði sér að mynda keppnissuðupott (Competitive Cauldron) í æfingastöðinni sinni með þessu heimsklassa fólki sem keyra hvert annað áfram í undirbúningi sínum. Þessi tilraun lítur líka vel út þegar stutt er í tímabilið. Ben Bergeron birti myndband af æfingahópnum taka vel á því saman og það er ekki hægt annað en að segja að þau líti vel út. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Það má líka benda á það að það virðist enginn þeirra ráða við hraðann hjá Katrínu Tönju sem tekur fljótlega forystuna enda keppnismanneskja fram í fingurgóma. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron)
CrossFit Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Sjá meira