Safna ellefu milljónum til að mæta heilsuáskorunum Jóhannesar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2021 15:46 Jóhannes Stefánsson uppljóstrari Samherji Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Komið hefur verið á fót GoFundMe síðu til styrktar Jóhannesi Stefánssyni fyrrverandi starfsmanni Samherja í Namibíu til að fjármagna læknismeðferð sem hann segist þurfa á að halda. Jóhannes hefur sagt íslenska lækna telja að einkenni sem hann glími við komu heim og saman við einstakling sem eitrað hefur verið fyrir. Stefnt er á að safna 75 þúsund dollurum fyrir Jóhannes eða sem nemur um ellefu milljónum króna. Uppljóstrarasamtökin Whistleblowing International, ANA LOGO og Whistleblower Network News, National Whistleblower Center standa fyrir söfnuninni í gegnum GoFundMe. Jóhannes lak gögnum sem hann komst yfir í starfi sínu hjá Samherja sem hafa orðið tilefni dómsmáls í Namibíu og sakamálarannsóknar hér á landi. Ráðamenn í Namibíu og yfirmenn hjá Samherja eru sakaðir um að lögbrot varðandi viðskipti með fiskveiðirétt í Afríku. „Lækna í heimalandi hans Íslandi grunar að eitrað hafi verið fyrir honum. Ísland býr því miður ekki yfir bestu mögulegu tækjum og þjónustu á sviði læknisfræði til að greina um hvaða eitur ræðir og veita honum þá meðferð sem þarf. Hann þarf því alþjóðlega aðstoð,“ segir í frétt The Namibian sem vísar til tilkynningar vegna söfnunarinnar. Ekki kemur nánar fram í hverju tækjaskortur og þekking íslenska heilbrigðiskerfisins eigi að felast. Jóhannes hætti störfum hjá Samherja árið 2016 og segist Jóhannes í framhaldinu hafa flutt til Suður-Afríku þar sem öryggis hans hafi verið gætt allan sólarhringinn. Hann telur að eitrað hafi verið fyrir honum á hóteli í Suður-Afríku. Markmiðið hafi verið að ráða honum bana. Hann býr í dag á Íslandi og tjáði Namibian að hann tjái sig sjaldan um heilsu sína og vandamál henni tengd. „Ég hef ekki viljað segja margt um þetta en ég verð að gera eitthvað í þessu. Nú eru liðin fjögur ár og það er voðalega lítið sem ég get gert. Ég hef unnið í áætlun til að ná betri heilsu síðustu fjögur ár og gert allt sem mér hefur verið unnt,“ segir Jóhannes. Hann segir að fleira eigi eftir að koma fram er varðar Samherjaskjölin en hann hafi gert hvað hann geti gert. „Ég á eftir að komast í ýmislegt en afköstin takmarkast af heilsu minni út af einkennum mínum. En ég er alltaf jákvæður og bjartsýnn og þetta mun ganga upp á einn hátt eða annan.“ Einkenni sem hann glími við snúi meðal annars að skjálfta, sjóntruflunum, sársaukaverkjum um allan líkama, svima, höfuðverk og fleiru. „Ég verð að finna lausn á þessum heilsufarsvandamálum...og auvðitað koma lífi mínu aftur í gang, geta unnið og lifað. Og að berjast af enn meiri krafti gegn spillingu.“ 645 evrur hafa safnast þegar þessi frétt er skrifuð sem svarar til um hundrað þúsund króna. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Jóhannes hefur sagt íslenska lækna telja að einkenni sem hann glími við komu heim og saman við einstakling sem eitrað hefur verið fyrir. Stefnt er á að safna 75 þúsund dollurum fyrir Jóhannes eða sem nemur um ellefu milljónum króna. Uppljóstrarasamtökin Whistleblowing International, ANA LOGO og Whistleblower Network News, National Whistleblower Center standa fyrir söfnuninni í gegnum GoFundMe. Jóhannes lak gögnum sem hann komst yfir í starfi sínu hjá Samherja sem hafa orðið tilefni dómsmáls í Namibíu og sakamálarannsóknar hér á landi. Ráðamenn í Namibíu og yfirmenn hjá Samherja eru sakaðir um að lögbrot varðandi viðskipti með fiskveiðirétt í Afríku. „Lækna í heimalandi hans Íslandi grunar að eitrað hafi verið fyrir honum. Ísland býr því miður ekki yfir bestu mögulegu tækjum og þjónustu á sviði læknisfræði til að greina um hvaða eitur ræðir og veita honum þá meðferð sem þarf. Hann þarf því alþjóðlega aðstoð,“ segir í frétt The Namibian sem vísar til tilkynningar vegna söfnunarinnar. Ekki kemur nánar fram í hverju tækjaskortur og þekking íslenska heilbrigðiskerfisins eigi að felast. Jóhannes hætti störfum hjá Samherja árið 2016 og segist Jóhannes í framhaldinu hafa flutt til Suður-Afríku þar sem öryggis hans hafi verið gætt allan sólarhringinn. Hann telur að eitrað hafi verið fyrir honum á hóteli í Suður-Afríku. Markmiðið hafi verið að ráða honum bana. Hann býr í dag á Íslandi og tjáði Namibian að hann tjái sig sjaldan um heilsu sína og vandamál henni tengd. „Ég hef ekki viljað segja margt um þetta en ég verð að gera eitthvað í þessu. Nú eru liðin fjögur ár og það er voðalega lítið sem ég get gert. Ég hef unnið í áætlun til að ná betri heilsu síðustu fjögur ár og gert allt sem mér hefur verið unnt,“ segir Jóhannes. Hann segir að fleira eigi eftir að koma fram er varðar Samherjaskjölin en hann hafi gert hvað hann geti gert. „Ég á eftir að komast í ýmislegt en afköstin takmarkast af heilsu minni út af einkennum mínum. En ég er alltaf jákvæður og bjartsýnn og þetta mun ganga upp á einn hátt eða annan.“ Einkenni sem hann glími við snúi meðal annars að skjálfta, sjóntruflunum, sársaukaverkjum um allan líkama, svima, höfuðverk og fleiru. „Ég verð að finna lausn á þessum heilsufarsvandamálum...og auvðitað koma lífi mínu aftur í gang, geta unnið og lifað. Og að berjast af enn meiri krafti gegn spillingu.“ 645 evrur hafa safnast þegar þessi frétt er skrifuð sem svarar til um hundrað þúsund króna.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira