„Við værum í stór hættu hér með nötrandi jörð, bullandi eldgosahættu“ Atli Arason skrifar 1. mars 2021 22:00 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óánægður með heimsóknina á Reykjanesskaga í kvöld eftir tuttugu stiga tap gegn Keflavík. „Ég er fúll að hafa tapað. Við vorum að tapa mikið af boltum. Þegar Keflavík skipti yfir í svæði í þriðja þá lentum við í vandræðum og lentum svolítið langt á eftir. Ég er samt ánægður með karakterinn því við komum okkur aftur inn í leikinn en við gerðum aldrei alvöru tilkall til að hrista vel upp í þessu,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. „Það vantaði aðeins upp á ryþma, við vorum að gera feila og ekki að taka nógu góðar ákvarðanir bæði í vörn og sókn. Við verðum bara að halda áfram að reyna að verða betri, þessi gamla tugga.“ Viðar missti stjórn á skapi sínu í fjórða leikhluta þegar Dino Stipcic fékk sína fimmtu villu og eftir samræður við Davíð Tómas dómara grýtti Viðar töflunni sinni í vegginn. „Við viljum meina að þetta hafi verið hans fjórða villa en það gæti vel verið að ég hafi talið vitlaust. Ég var bara jafn lélegur eða verri en mínir menn í dag,“ svaraði Viðar aðspurður um bræðiskastið. Höttur var án stigahæsta leikmanni síns á tímabilinu í dag, Michael Mallory II, en það gæti verið að Mallory verður frá í lengri tíma vegna meiðsla. „Staðan er ekki góð. Við þurfum að vera tilbúnir að spila án hans eitthvað á næstunni. Við getum ekki verið að spila honum meiddum. Hann er óleikfær eins og er. Það er vonandi að hann komi aftur inn á þessu tímabili hjá okkur.“ Jörð heldur áfram að nötra á Reykjanesskaga eins og undanfarna daga. Þrátt fyrir að eiga annan leik á Reykjanesi eftir þrjá daga þá langar Viðari ekkert að dvelja þar lengur en þarf. „Við förum heim í fyrramálið. Við værum í stór hættu hér með nötrandi jörð bullandi eldgosahættu. Við reynum að takmarka þetta eins mikið of við getum. Við þurfum að koma aftur á Reykjanesskaga og við komum auðvitað aftur. Við ætlum að vinna í Grindavík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum með smá bros á vör. Dominos-deild karla Höttur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Höttur 93-73 | Toppliðið afgreiddi nýliðana Keflvíkingar fengu rúmar tvær vikur til að hugsa um tapið á móti Val og mættu grimmir til leiks á heimavelli á móti nýliðum Hattar. 1. mars 2021 20:52 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
„Ég er fúll að hafa tapað. Við vorum að tapa mikið af boltum. Þegar Keflavík skipti yfir í svæði í þriðja þá lentum við í vandræðum og lentum svolítið langt á eftir. Ég er samt ánægður með karakterinn því við komum okkur aftur inn í leikinn en við gerðum aldrei alvöru tilkall til að hrista vel upp í þessu,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. „Það vantaði aðeins upp á ryþma, við vorum að gera feila og ekki að taka nógu góðar ákvarðanir bæði í vörn og sókn. Við verðum bara að halda áfram að reyna að verða betri, þessi gamla tugga.“ Viðar missti stjórn á skapi sínu í fjórða leikhluta þegar Dino Stipcic fékk sína fimmtu villu og eftir samræður við Davíð Tómas dómara grýtti Viðar töflunni sinni í vegginn. „Við viljum meina að þetta hafi verið hans fjórða villa en það gæti vel verið að ég hafi talið vitlaust. Ég var bara jafn lélegur eða verri en mínir menn í dag,“ svaraði Viðar aðspurður um bræðiskastið. Höttur var án stigahæsta leikmanni síns á tímabilinu í dag, Michael Mallory II, en það gæti verið að Mallory verður frá í lengri tíma vegna meiðsla. „Staðan er ekki góð. Við þurfum að vera tilbúnir að spila án hans eitthvað á næstunni. Við getum ekki verið að spila honum meiddum. Hann er óleikfær eins og er. Það er vonandi að hann komi aftur inn á þessu tímabili hjá okkur.“ Jörð heldur áfram að nötra á Reykjanesskaga eins og undanfarna daga. Þrátt fyrir að eiga annan leik á Reykjanesi eftir þrjá daga þá langar Viðari ekkert að dvelja þar lengur en þarf. „Við förum heim í fyrramálið. Við værum í stór hættu hér með nötrandi jörð bullandi eldgosahættu. Við reynum að takmarka þetta eins mikið of við getum. Við þurfum að koma aftur á Reykjanesskaga og við komum auðvitað aftur. Við ætlum að vinna í Grindavík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum með smá bros á vör.
Dominos-deild karla Höttur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Höttur 93-73 | Toppliðið afgreiddi nýliðana Keflvíkingar fengu rúmar tvær vikur til að hugsa um tapið á móti Val og mættu grimmir til leiks á heimavelli á móti nýliðum Hattar. 1. mars 2021 20:52 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Höttur 93-73 | Toppliðið afgreiddi nýliðana Keflvíkingar fengu rúmar tvær vikur til að hugsa um tapið á móti Val og mættu grimmir til leiks á heimavelli á móti nýliðum Hattar. 1. mars 2021 20:52