„Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. mars 2021 20:42 Einar Árni Jóhannsson þjálfar Njarðvík vísir/bára Einar Árni Jóhannsson var, eins og gefur að skilja, virkilega svekktur eftir tap gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial Höllinni í kvöld. Lokatölur 91-89, en heimamenn höfðu leitt með 10-15 stigum nánast allan leikinn. „Þetta er bara svekkjandi, við vorum að elta megnið af leiknum og 91 stig er bara helvíti mikið,“ sagði Einar Árni eftir tap kvöldsins. „Við hefðum getað gert margt miklu betur sóknarlega en það truflar mig meira hvað við vorum daprir í varnarleiknum.“ Það komu upp nokkur atvik í leiknum þar sem Einar átti nokkur vel valin orð við dómara leiksins, þar sem hann virtist ekki sáttur við þeirra ákvarðanir. „Ég sagði það við aðaldómarann að mér fannst ósamræmi að leikmaður hjá mér fái tæknivillu fyrir mótmæli á meðan að þrír leikmenn hjá heimaliðinu eru að garga á hann og kalla eftir villu. Ef þetta var tæknivilla á minn mann, fínt, hann þarf bara að hugsa um sitt, en það þarf að gilda það sama um alla en ekki bara einn, það er það sem ég var ósáttur við.“ Leikklukkan gekk í um það bil tvær mínútur þar sem staðan var röng, og Einar ræddi aðeins um það líka. „Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er, það er mjög óþægilegt. Vissulega var ekki skoruð karfa á meðan en við vorum bara að kalla eftir því að leikurinn yrði stoppaður og hlutirnir yrðu lagaðir. Ég veit að fólk gerir mistök og þetta fer ekkert með leikinn eða neitt svoleiðis. Ég hefði bara viljað sjá að leikurinn yrði stoppaður þannig það væri hægt að laga þetta. Það voru fjórar mínútur eftir og við vissum ekki hvernig staðan var, hvort við værum fimm stigum undir eða þremur eða sjö.“ Það er mjög þéttur pakki í deildinni í ár, en Einar hefur ekki áhyggjur af því að fjögur töp í seinustu fimm leikjum hafi of mikil áhrif á þeirra stöðu í deildinni. „Ég er ekki eins og þú að velta fyrir mér einhverju sem gerðist fyrir löngu síðan. Ég er bara að hugsa um daginn í dag og næsta leik. Maður er búinn að segja það í nánast hverju einasta viðtali að þetta er bara gríðarlega jöfn deild og við vorum að spila á móti liðinu sem hefur kannski verið heitast síðustu vikur. Það er engin skömm að hafa tapað fyrir þeim að þeirra heimavelli. Davíð og Emil, mínir gömlu félagar reyndust okkur erfiðir þegar þeir voru að búa til forskot og skutu boltanum vel. Ég er ekki að fara að hella mér í eitthvað svekkelsi lengur en bara Suðurstrandarveginn.“ Njarðvík spilar við KR á föstudaginn og Einar ræddi stuttlega um hann. „Það er bara recovery á morgun og við förum að skoða KR sem eru með gott lið og hafa verið að eflast með hverri vikunni og við verðum að bjóða upp á betri framistöðu en við gerðum í dag ef við ætlum að ná í sigur.“ Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs Þórsarar unnu fjórða leik sinn í röð í Domino´s deildinni þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn en þjálfarar Njarðvíkur hafa þjálfað Þórsliðið á síðustu árum. 1. mars 2021 19:59 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi, við vorum að elta megnið af leiknum og 91 stig er bara helvíti mikið,“ sagði Einar Árni eftir tap kvöldsins. „Við hefðum getað gert margt miklu betur sóknarlega en það truflar mig meira hvað við vorum daprir í varnarleiknum.“ Það komu upp nokkur atvik í leiknum þar sem Einar átti nokkur vel valin orð við dómara leiksins, þar sem hann virtist ekki sáttur við þeirra ákvarðanir. „Ég sagði það við aðaldómarann að mér fannst ósamræmi að leikmaður hjá mér fái tæknivillu fyrir mótmæli á meðan að þrír leikmenn hjá heimaliðinu eru að garga á hann og kalla eftir villu. Ef þetta var tæknivilla á minn mann, fínt, hann þarf bara að hugsa um sitt, en það þarf að gilda það sama um alla en ekki bara einn, það er það sem ég var ósáttur við.“ Leikklukkan gekk í um það bil tvær mínútur þar sem staðan var röng, og Einar ræddi aðeins um það líka. „Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er, það er mjög óþægilegt. Vissulega var ekki skoruð karfa á meðan en við vorum bara að kalla eftir því að leikurinn yrði stoppaður og hlutirnir yrðu lagaðir. Ég veit að fólk gerir mistök og þetta fer ekkert með leikinn eða neitt svoleiðis. Ég hefði bara viljað sjá að leikurinn yrði stoppaður þannig það væri hægt að laga þetta. Það voru fjórar mínútur eftir og við vissum ekki hvernig staðan var, hvort við værum fimm stigum undir eða þremur eða sjö.“ Það er mjög þéttur pakki í deildinni í ár, en Einar hefur ekki áhyggjur af því að fjögur töp í seinustu fimm leikjum hafi of mikil áhrif á þeirra stöðu í deildinni. „Ég er ekki eins og þú að velta fyrir mér einhverju sem gerðist fyrir löngu síðan. Ég er bara að hugsa um daginn í dag og næsta leik. Maður er búinn að segja það í nánast hverju einasta viðtali að þetta er bara gríðarlega jöfn deild og við vorum að spila á móti liðinu sem hefur kannski verið heitast síðustu vikur. Það er engin skömm að hafa tapað fyrir þeim að þeirra heimavelli. Davíð og Emil, mínir gömlu félagar reyndust okkur erfiðir þegar þeir voru að búa til forskot og skutu boltanum vel. Ég er ekki að fara að hella mér í eitthvað svekkelsi lengur en bara Suðurstrandarveginn.“ Njarðvík spilar við KR á föstudaginn og Einar ræddi stuttlega um hann. „Það er bara recovery á morgun og við förum að skoða KR sem eru með gott lið og hafa verið að eflast með hverri vikunni og við verðum að bjóða upp á betri framistöðu en við gerðum í dag ef við ætlum að ná í sigur.“
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs Þórsarar unnu fjórða leik sinn í röð í Domino´s deildinni þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn en þjálfarar Njarðvíkur hafa þjálfað Þórsliðið á síðustu árum. 1. mars 2021 19:59 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs Þórsarar unnu fjórða leik sinn í röð í Domino´s deildinni þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn en þjálfarar Njarðvíkur hafa þjálfað Þórsliðið á síðustu árum. 1. mars 2021 19:59
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum