Búið að bólusetja um 3,5% Íslendinga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. mars 2021 21:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist enn þeirrar skoðunar að einnig þeir sem framvísi bólusetningarvottorði á landamærunum eigi að fara í tvöfalda skimun. Lögreglan/Júlíus Allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem eru áttatíu ára eða eldri hafa fengið boð í Covid-19 bólusetningu. Búist er við að í þessari viku verði tæplega níu þúsund manns bólusettir. Tæplega 10.300 manns eru á aldrinum 80 til 89 ára hér og hefst Covid-19 bólusetning hjá þessum hópi í Laugardalshöll á morgun og heldur svo áfram á miðvikudag. 4600 manns á aldrinum áttatíu ára og eldri verða bólusettir með bóluefni Pfizer í vikunni og 4300 starfsmenn hjúkrunar-og dvalarheimila sem bóluefni AstraZeneca. Nokkuð hefur borið á því að fólk hafi afþakkað það bóluefni. Sóttvarnarlæknir vonar að ekki komi til þess núna. „Ég vil bara hvetja fólk til að þiggja það bóluefni sem er í boði hverju sinni. Þetta eru allt mjög góð bóluefni og örugg. Það er einhver örlítill munur á þeim en ekkert sem skiptir stóru máli,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Kanna hvort sá sem greindist hafi sloppið við landamæraskimun Einn greindist innanlands í gær eftir að hafa farið í PCR-próf en reyndist vera með mótefni. Það vakti athygli þar sem hann hafði skömmu áður verið skimaður við komu til landsins og reynst neikvæður. „Við erum að skoða hvort að þessi slapp við landamæraskimun hjá okkur,“ segir Þórólfur. „Við munum sjá alls konar svona nýjar útfærslur af smitum sem við höfum ekki verið að glíma við áður.“ Búið er að bólusetja um 3,5% Íslendinga. Hlutfallslega hafa langflestir í heiminum verið bólusettir í Ísrael eða 38,9 prósent. Sóttvarnarlæknir segir að þar sé verið að svara sömu spurningum um bóluefni Pfizer og hefði mátt svara hér hefði bóluefnarannsókn farið fram. „Þeir eru að svara ýmsum spurningum sem að við vildum svara og mér sýnist að þeir hafi fengið það mikið bóluefni að þeir geti svarað þessum spurningum að einhverju leyti,“ segir Þórólfur. „Þeir virðast vera að gera slíkar rannsóknir,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Einn sektaður á Keflavíkurflugvelli og öðrum vísað frá landinu Einn var sektaður um hundrað þúsund krónur fyrir að framvísa ekki neikvæðu PCR vottorði á Keflavíkurflugvelli í dag og öðrum sem ekki hafði neina fullnægjandi pappíra varðandi stöðu sína gagnvart covid 19 var vísað frá landinu. 25. febrúar 2021 19:21 Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. 22. febrúar 2021 13:28 Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. 20. febrúar 2021 20:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira
Tæplega 10.300 manns eru á aldrinum 80 til 89 ára hér og hefst Covid-19 bólusetning hjá þessum hópi í Laugardalshöll á morgun og heldur svo áfram á miðvikudag. 4600 manns á aldrinum áttatíu ára og eldri verða bólusettir með bóluefni Pfizer í vikunni og 4300 starfsmenn hjúkrunar-og dvalarheimila sem bóluefni AstraZeneca. Nokkuð hefur borið á því að fólk hafi afþakkað það bóluefni. Sóttvarnarlæknir vonar að ekki komi til þess núna. „Ég vil bara hvetja fólk til að þiggja það bóluefni sem er í boði hverju sinni. Þetta eru allt mjög góð bóluefni og örugg. Það er einhver örlítill munur á þeim en ekkert sem skiptir stóru máli,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Kanna hvort sá sem greindist hafi sloppið við landamæraskimun Einn greindist innanlands í gær eftir að hafa farið í PCR-próf en reyndist vera með mótefni. Það vakti athygli þar sem hann hafði skömmu áður verið skimaður við komu til landsins og reynst neikvæður. „Við erum að skoða hvort að þessi slapp við landamæraskimun hjá okkur,“ segir Þórólfur. „Við munum sjá alls konar svona nýjar útfærslur af smitum sem við höfum ekki verið að glíma við áður.“ Búið er að bólusetja um 3,5% Íslendinga. Hlutfallslega hafa langflestir í heiminum verið bólusettir í Ísrael eða 38,9 prósent. Sóttvarnarlæknir segir að þar sé verið að svara sömu spurningum um bóluefni Pfizer og hefði mátt svara hér hefði bóluefnarannsókn farið fram. „Þeir eru að svara ýmsum spurningum sem að við vildum svara og mér sýnist að þeir hafi fengið það mikið bóluefni að þeir geti svarað þessum spurningum að einhverju leyti,“ segir Þórólfur. „Þeir virðast vera að gera slíkar rannsóknir,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Einn sektaður á Keflavíkurflugvelli og öðrum vísað frá landinu Einn var sektaður um hundrað þúsund krónur fyrir að framvísa ekki neikvæðu PCR vottorði á Keflavíkurflugvelli í dag og öðrum sem ekki hafði neina fullnægjandi pappíra varðandi stöðu sína gagnvart covid 19 var vísað frá landinu. 25. febrúar 2021 19:21 Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. 22. febrúar 2021 13:28 Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. 20. febrúar 2021 20:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira
Einn sektaður á Keflavíkurflugvelli og öðrum vísað frá landinu Einn var sektaður um hundrað þúsund krónur fyrir að framvísa ekki neikvæðu PCR vottorði á Keflavíkurflugvelli í dag og öðrum sem ekki hafði neina fullnægjandi pappíra varðandi stöðu sína gagnvart covid 19 var vísað frá landinu. 25. febrúar 2021 19:21
Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. 22. febrúar 2021 13:28
Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. 20. febrúar 2021 20:01