Gengur mjög illa að vinna gömlu þjálfarana sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 14:01 Styrmir Snær Þrastarson hefur spilað vel með Þórsliðinu og sést hér skora á móti Stjörnunni. Vísir/Elín Björg Þórsarar úr Þorlákshöfn hafa verið að gera frábæra hluti í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar þegar keppni hefst á ný eftir landsleikjahlé. Þórsarar fá Njarðvík í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Þórsliðið hefur unnið þrjá leiki í röð og alls sex af síðustu sjö leikjum sínum. Eina tap liðsins frá og með 22. janúar síðastliðinn var í framlengingu á heimavelli á móti Tindastól. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stólanna og fyrrverandi þjálfari Þórsliðsins, sótti þá tvö stig í sína heimabyggð. Sá leikur var enn eitt dæmið um það að Þórsurum gengur mjög illa að vinna gömlu þjálfarana sína þegar þeir eru farnir til starfa annars staðar. Leikurinn á móti Tindastól á síðasta degi janúarmánaðar var sjötti leikurinn í röð í deildarkeppninni þar sem Þórsarar tapa á móti liði undir stjórn gamals þjálfara. Í kvöld eru Þórsarar í sömu slóðum því nú fá þeir Njarðvíkinga í heimsókn í Þorlákshöfn. Þjálfari Njarðvíkurliðsins er einmitt Einar Árni Jóhannsson sem þjálfaði Þórsarar í þrjú tímabil frá 2015 til 2018. Í viðbót við það er Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins í vetur en hann var þjálfari Þórsara á síðasta tímabili. Einar Árni hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína á móti Þór síðan að hann hætti að þjálfa í Þorlákshöfn. Þórsarar hafa einu sinni unnið sinn gamla þjálfara í efstu deild en það var þegar þeir mættu Þórsurum frá Akureyri á heimavelli sínum tímabilið 2016-17. Benedikt Guðmundsson var þá þjálfari Akureyrar-Þórsara en hafði áður þjálfar í Þorlákshöfn í fimm tímabil þar af fjögur í efstu deild. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld því klukkan 20.15 verður sýnt beint frá leik Stjörnunnar og Tindastóls í Garðabænum. Útsendingin hefst klukkan 20.05. Þórsliðið á móti gömlum þjálfurunum sínum í efstu deild: Á móti Baldri Þór Ragnarssyni: 0 sigrar og 3 töp 2020-21: 1 tapleikur 1 stigs tap í framlengingu Þorlákshöfn í janúar (103-104) 2019-20: 2 tapleikir 6 stiga tap í Þorlákshöfn í mars (82-88) 5 stiga tap á Sauðárkróki í nóvember (67-72) Á móti Einari Árna Jóhannssyni: 0 sigrar og 3 töp 2019-20: 1 tapleikur á móti Njarðvík 24 stiga tap í Njarðvík í desember (77-101) 2018-19: 2 tapleikir á móti Njarðvík 10 stiga tap í Þorlákshöfn í október (80-90) 6 stiga tap í Njarðvík í janúar (76-82) Á móti Benedikt Guðmundssyni: 1 sigur og 1 tap 2016-17: 1 sigurleikur og 1 tapleikur á móti Þór Ak. 11 stiga tap á Akureyri í nóvember (69-80) 5 stiga sigur í Þorlákshöfn í febrúar (73-68) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Sjá meira
Þórsarar fá Njarðvík í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Þórsliðið hefur unnið þrjá leiki í röð og alls sex af síðustu sjö leikjum sínum. Eina tap liðsins frá og með 22. janúar síðastliðinn var í framlengingu á heimavelli á móti Tindastól. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stólanna og fyrrverandi þjálfari Þórsliðsins, sótti þá tvö stig í sína heimabyggð. Sá leikur var enn eitt dæmið um það að Þórsurum gengur mjög illa að vinna gömlu þjálfarana sína þegar þeir eru farnir til starfa annars staðar. Leikurinn á móti Tindastól á síðasta degi janúarmánaðar var sjötti leikurinn í röð í deildarkeppninni þar sem Þórsarar tapa á móti liði undir stjórn gamals þjálfara. Í kvöld eru Þórsarar í sömu slóðum því nú fá þeir Njarðvíkinga í heimsókn í Þorlákshöfn. Þjálfari Njarðvíkurliðsins er einmitt Einar Árni Jóhannsson sem þjálfaði Þórsarar í þrjú tímabil frá 2015 til 2018. Í viðbót við það er Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins í vetur en hann var þjálfari Þórsara á síðasta tímabili. Einar Árni hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína á móti Þór síðan að hann hætti að þjálfa í Þorlákshöfn. Þórsarar hafa einu sinni unnið sinn gamla þjálfara í efstu deild en það var þegar þeir mættu Þórsurum frá Akureyri á heimavelli sínum tímabilið 2016-17. Benedikt Guðmundsson var þá þjálfari Akureyrar-Þórsara en hafði áður þjálfar í Þorlákshöfn í fimm tímabil þar af fjögur í efstu deild. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld því klukkan 20.15 verður sýnt beint frá leik Stjörnunnar og Tindastóls í Garðabænum. Útsendingin hefst klukkan 20.05. Þórsliðið á móti gömlum þjálfurunum sínum í efstu deild: Á móti Baldri Þór Ragnarssyni: 0 sigrar og 3 töp 2020-21: 1 tapleikur 1 stigs tap í framlengingu Þorlákshöfn í janúar (103-104) 2019-20: 2 tapleikir 6 stiga tap í Þorlákshöfn í mars (82-88) 5 stiga tap á Sauðárkróki í nóvember (67-72) Á móti Einari Árna Jóhannssyni: 0 sigrar og 3 töp 2019-20: 1 tapleikur á móti Njarðvík 24 stiga tap í Njarðvík í desember (77-101) 2018-19: 2 tapleikir á móti Njarðvík 10 stiga tap í Þorlákshöfn í október (80-90) 6 stiga tap í Njarðvík í janúar (76-82) Á móti Benedikt Guðmundssyni: 1 sigur og 1 tap 2016-17: 1 sigurleikur og 1 tapleikur á móti Þór Ak. 11 stiga tap á Akureyri í nóvember (69-80) 5 stiga sigur í Þorlákshöfn í febrúar (73-68) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Þórsliðið á móti gömlum þjálfurunum sínum í efstu deild: Á móti Baldri Þór Ragnarssyni: 0 sigrar og 3 töp 2020-21: 1 tapleikur 1 stigs tap í framlengingu Þorlákshöfn í janúar (103-104) 2019-20: 2 tapleikir 6 stiga tap í Þorlákshöfn í mars (82-88) 5 stiga tap á Sauðárkróki í nóvember (67-72) Á móti Einari Árna Jóhannssyni: 0 sigrar og 3 töp 2019-20: 1 tapleikur á móti Njarðvík 24 stiga tap í Njarðvík í desember (77-101) 2018-19: 2 tapleikir á móti Njarðvík 10 stiga tap í Þorlákshöfn í október (80-90) 6 stiga tap í Njarðvík í janúar (76-82) Á móti Benedikt Guðmundssyni: 1 sigur og 1 tap 2016-17: 1 sigurleikur og 1 tapleikur á móti Þór Ak. 11 stiga tap á Akureyri í nóvember (69-80) 5 stiga sigur í Þorlákshöfn í febrúar (73-68)
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“