Erlent

Líðan Filippusar sögð betri

Samúel Karl Ólason skrifar
Filippus giftist Elísabetu Bretadrottningu árið 1947, fimm árum áður en hún varð drottning.
Filippus giftist Elísabetu Bretadrottningu árið 1947, fimm árum áður en hún varð drottning. EPA/KAREL PRINSLOO

Líðan Filippusar prins, hertoga af Edinborg, er sögð á uppleið. Ku hann vera að bregðast vel við meðferð vegna sýkingar. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Lundunúm í síðustu viku.

Filippus er 99 ára og fagnar 100 ára afmæli næsta júní.

Samkvæmt tilkynningu frá konungshöll Bretlands er ekki búist við því að Filippus verði útskrifaður á næstu dögum.

Þá hefur Sky News eftir Eðvarði, yngsta syni Filipusar, að líðan hertogans hafi skánað mjög síðan hann var lagður inn. Þá segir hann föður sinn hlakka til að komast út.

„Þú getur bara litið svo oft á klukkuna og veggurinn er ekki mjög áhugaverður,“ sagði Eðvarð.

Eðvarð sagði einnig meðlimir konungsfjölskyldunnar vonuðu hið besta.

Sjá einnig: Búið að bólusetja Elísabetu og Filippus

Filippus giftist Elísabetu Bretadrottningu árið 1947, fimm árum áður en hún varð drottning. Hjónin hafa dvalið í Windsor-kastala á meðan útgöngubann gildir í Englandi.


Tengdar fréttir

Filippus útskrifaður af sjúkrahúsi

Eftir að hafa dvalið á sjúkrahúsi undanfarnar fjórar nætur hefur Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, verið útskrifaður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×