Ætla að opna hárgreiðslustofur og leyfa áhorfendur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. febrúar 2021 17:36 Boris Johnson, breski forsætisráðherrann, með áætlunina í svartri möppu. Hann verður ef til vill ánægður að komast í klippingu þann 12. apríl ef áætlunin heldur. AP/Matt Dunham Skólar verða opnaðir á ný á Bretlandi þann 8. mars og fólk á dvalarheimilum má fá einn gest. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti áform um afléttingu takmarkana í dag. Áætlun Bretlandsstjórnar skiptist í fjóra hluta en greindum smitum á dag hefur fækkað mikið frá hápunktinum um áramótin. Á milli skrefanna fjögurra munu stjórnvöld safna saman gögnum og skoða þau til þess að ákveða hvort ráðlegt sé að halda áfram. Breytingarnar munu taka gildi á landinu öllu. Skólar opnaðir og hittingar utandyra Strax þann 8. mars verða skólar opnaðir á ný og Bretum verður leyft að hitta að hámarki einn utandyra, til dæmis til þess að fá sér kaffibolla saman. Íbúar dvalarheimila mega fá að hámarki einn gest en að öðru leyti eiga landsmenn enn að halda sig heima. Fyrsti hluti áætlunarinnar er tvískiptur en þann 29. mars verður heimilt að koma saman utandyra í sex manna hópum. Íþróttaiðkun utandyra verður leyfð á ný og tilskipun um að halda sig heima fellur úr gildi. Fólki verður þó enn ráðlagt að vinna að heiman. Allir í klippingu Stefnt er að því að heimila opnun hárgreiðslu- og naglastofa og annarrar starfsemi sem ekki telst bráðnauðsynleg þann 12. apríl. Loksins komast Bretar sum sé í klippingu. Bjórþyrstir Bretar geta svo mætt aftur á barinn þennan sama dag, en einungis utandyra. Líkamsræktarstöðvar, dýragarðar og sundlaugar verða opnaðar á ný og þrjátíu mega sækja jarðarfarir. Raheem Sterling skoraði sigurmark Manchester City gegn Arsenal um helgina en engir áhorfendur voru á vellinum til að fagna markinu. Það gæti breyst þann 17. maí.AP/Julian Finney Áhorfendur á íþróttaleikjum Þann 17. maí, sjálfan þjóðhátíðardag Norðmanna, verða samkomur utandyra takmarkaðar við þrjátíu og sex verður heimilt að hittast innanhúss. Hægt verður að setjast inn á krár eða í bíósal. Áhugafólk um íþróttir gleðst væntanlega yfir þeim tíðindum að til stendur að leyfa þúsund áhorfendur innanhúss og fjögur þúsund undir berum himni. Á stórum leikvöngum, til dæmis knattspyrnuvöllum, mega áhorfendur vera tíu þúsund. Síðasti hlutinn er svo þann 21. júní og er stefnt að því að afnema allar takmarkanir á samkomur þann dag. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Áætlun Bretlandsstjórnar skiptist í fjóra hluta en greindum smitum á dag hefur fækkað mikið frá hápunktinum um áramótin. Á milli skrefanna fjögurra munu stjórnvöld safna saman gögnum og skoða þau til þess að ákveða hvort ráðlegt sé að halda áfram. Breytingarnar munu taka gildi á landinu öllu. Skólar opnaðir og hittingar utandyra Strax þann 8. mars verða skólar opnaðir á ný og Bretum verður leyft að hitta að hámarki einn utandyra, til dæmis til þess að fá sér kaffibolla saman. Íbúar dvalarheimila mega fá að hámarki einn gest en að öðru leyti eiga landsmenn enn að halda sig heima. Fyrsti hluti áætlunarinnar er tvískiptur en þann 29. mars verður heimilt að koma saman utandyra í sex manna hópum. Íþróttaiðkun utandyra verður leyfð á ný og tilskipun um að halda sig heima fellur úr gildi. Fólki verður þó enn ráðlagt að vinna að heiman. Allir í klippingu Stefnt er að því að heimila opnun hárgreiðslu- og naglastofa og annarrar starfsemi sem ekki telst bráðnauðsynleg þann 12. apríl. Loksins komast Bretar sum sé í klippingu. Bjórþyrstir Bretar geta svo mætt aftur á barinn þennan sama dag, en einungis utandyra. Líkamsræktarstöðvar, dýragarðar og sundlaugar verða opnaðar á ný og þrjátíu mega sækja jarðarfarir. Raheem Sterling skoraði sigurmark Manchester City gegn Arsenal um helgina en engir áhorfendur voru á vellinum til að fagna markinu. Það gæti breyst þann 17. maí.AP/Julian Finney Áhorfendur á íþróttaleikjum Þann 17. maí, sjálfan þjóðhátíðardag Norðmanna, verða samkomur utandyra takmarkaðar við þrjátíu og sex verður heimilt að hittast innanhúss. Hægt verður að setjast inn á krár eða í bíósal. Áhugafólk um íþróttir gleðst væntanlega yfir þeim tíðindum að til stendur að leyfa þúsund áhorfendur innanhúss og fjögur þúsund undir berum himni. Á stórum leikvöngum, til dæmis knattspyrnuvöllum, mega áhorfendur vera tíu þúsund. Síðasti hlutinn er svo þann 21. júní og er stefnt að því að afnema allar takmarkanir á samkomur þann dag.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira