Lionel Messi kom Barcelona yfir en hann varð á sama tíma leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Cadiz jafnaði hins vegar úr vítaspyrnu á 89. mínútu og þar við sat.
Börsungar eru nú átta stigum á eftir toppliði Atletico og geta misst Sevilla upp fyrir sig vinni þeir Osasuna í kvöld.
Spænskir fjölmiðlar létu Barcelona finna fyrir því í blöðum sínum í morgun.
„Bless við deildina líka?“ stóð á forsíðu Marca. AS tók í svipaðan streng og skrifaði: „Barcelona geta sjálfum sér um kennt.“
Fleiri spænskir fjölmiðlar voru með Börsunga á forsíðum blaða sinna í morgun, þar á meðal Mundeo Deportivo og Sport.
„Ófyrirgefanlegt,“ skrifaði Mundo Deportivo og sagði varnarleik Clement Lenglet í vítinu sem Cadiz fékk „barnalegan.“
„Fáránlegt,“ skrifaði Sport og birti mynd af því er vítaspyrnan var dæmd á Lenglet.
Barcelona slammed by Spanish papers for conceding 'unforgivable' late equaliser in shock draw with Cadiz https://t.co/Ix8NIjSydM
— MailOnline Sport (@MailSport) February 22, 2021

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.