Þórólfur skilaði tveimur minnisblöðum til ráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 08:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir breytingar á aðgerðum innanlands eiga að geta tekið gildi fljótlega. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í gær tveimur minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, varðandi aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Annars vegar er um að ræða minnisblað með tillögum að tilslökunum innanlands og hins vegar minnisblað sem snýr að skólastarfi en núverandi reglugerð um skólastarf í landinu rennur út þann 28. febrúar næstkomandi. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun vildi Þórólfur ekki fara út í hvað felst í tillögum hans að tilslökunum en sagði þó að þær ættu að geta tekið gildi fljótlega. Það væri ráðherrans að ákveða gildistímann, sjálfur hefði hann ekki lagt til neina tímasetningu í þeim efnum. Varðandi skólana þá lagði hann til að næsta reglugerð tæki gildi 1. mars. „Ég held að innanlandsaðgerðirnar ættu að geta tekið gildi bara fljótlega. Það er náttúrulega ráðherrans að ákveða það. Ég er ekki með neina tímasetningu á því í sjálfu sér en varðandi skóla þá endar reglugerðin sem nú er í gildi 28. febrúar þannig að ég legg til að hún taki gildi í skólunum 1. mars,“ sagði Þórólfur. Fram kom í máli Þórólfs að aðeins tveir hefðu greinst með veiruna innanlands í síðustu viku og voru þeir báðir í sóttkví. Þá tóku hertar reglur á landamærunum gildi á föstudag og eiga þær enn betur að koma í veg fyrir að smit berist hingað til lands. Hann var meðal annars spurður út í grímuskylduna og þær raddir sem væru að verða háværari að vegna þess hve vel gengur þá mætti fara að draga úr grímuskyldunni. „Það er ótrúlegt hvað menn eru tilfinningasamir gagnvart grímunni. Sumir eru alveg brjálaðir á móti henni og aðrir alveg brjálaðir með henni og allt þar á milli. Auðvitað kemur að því að við mælum með því að fólk sé ekkert endilega að vera með grímu en ég held að við eigum aðeins að bíða. Við erum að fjölga, við erum að opna, við erum að leyfa fleirum að vera saman og leyfa meiri starfsemi gegn því að fólk noti grímu. Þannig að ég held að við eigum ekki að rjúka til og henda öllu sem við erum búin að vera að gera sem hefur skilað okkur þessum árangri. Það væri ekki skynsamlegt,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Annars vegar er um að ræða minnisblað með tillögum að tilslökunum innanlands og hins vegar minnisblað sem snýr að skólastarfi en núverandi reglugerð um skólastarf í landinu rennur út þann 28. febrúar næstkomandi. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun vildi Þórólfur ekki fara út í hvað felst í tillögum hans að tilslökunum en sagði þó að þær ættu að geta tekið gildi fljótlega. Það væri ráðherrans að ákveða gildistímann, sjálfur hefði hann ekki lagt til neina tímasetningu í þeim efnum. Varðandi skólana þá lagði hann til að næsta reglugerð tæki gildi 1. mars. „Ég held að innanlandsaðgerðirnar ættu að geta tekið gildi bara fljótlega. Það er náttúrulega ráðherrans að ákveða það. Ég er ekki með neina tímasetningu á því í sjálfu sér en varðandi skóla þá endar reglugerðin sem nú er í gildi 28. febrúar þannig að ég legg til að hún taki gildi í skólunum 1. mars,“ sagði Þórólfur. Fram kom í máli Þórólfs að aðeins tveir hefðu greinst með veiruna innanlands í síðustu viku og voru þeir báðir í sóttkví. Þá tóku hertar reglur á landamærunum gildi á föstudag og eiga þær enn betur að koma í veg fyrir að smit berist hingað til lands. Hann var meðal annars spurður út í grímuskylduna og þær raddir sem væru að verða háværari að vegna þess hve vel gengur þá mætti fara að draga úr grímuskyldunni. „Það er ótrúlegt hvað menn eru tilfinningasamir gagnvart grímunni. Sumir eru alveg brjálaðir á móti henni og aðrir alveg brjálaðir með henni og allt þar á milli. Auðvitað kemur að því að við mælum með því að fólk sé ekkert endilega að vera með grímu en ég held að við eigum aðeins að bíða. Við erum að fjölga, við erum að opna, við erum að leyfa fleirum að vera saman og leyfa meiri starfsemi gegn því að fólk noti grímu. Þannig að ég held að við eigum ekki að rjúka til og henda öllu sem við erum búin að vera að gera sem hefur skilað okkur þessum árangri. Það væri ekki skynsamlegt,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira