Handbolti

Telur að Ála­borg gæti horft til Bjarka í stjörnu­lið Mikkel Han­sen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már hefur farið á kostum í Þýskalandi undanfarin ár.
Bjarki Már hefur farið á kostum í Þýskalandi undanfarin ár. EPA-EFE/Petr David Josek

Joachim Boldsen, spekingur dönsku stöðvarinnar TV3, er viss um að það séu fleiri leikmenn á leiðinni til Álaborgar en fyrir helgi var tilkynnt að Mikkel Hansen skiptir til félagsins sumarið 2022.

Samkvæmt heimildum hinna ýmsu miðla eru Álaborgar-menn ekki hættir og vilja safna fleiri stjörnum til félagsins er Hansen kemur frá París.

Handboltaspekingurinn Joachim Boldsen gerði lista yfir þá leikmenn sem Álaborg ætti að horfa til og einn Íslendingur var á þeim lista.

Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo, er nefnilega nefndur til sögunnar en hann framlengdi á dögunum samning sinn við Lemgo til ársins 2022.

Aðrir á lista Boldsen eru Niklas Landin, Jesper Nielsen, Max Darj og Magnus Abelvik — ásamt Kristian Bjørnsen en nánast klárt er að Bjørnsen gangi í raðir liðsins.

Boldsen vill meina að minnsta kosti þrír af þessum leikmönnum semji við Álaborgarliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×