Þetta er í fyrsta sinn sem Collab glíman er haldin. Keppt er í brasilísku jiu-jitsu og er einungis hægt að vinna með uppgjafartaki þar sem engin stig eru í boði.
Margir af færustu glímumönnum og -konum Íslands keppa á mótinu en þar af eru þrír með svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu.
Collab glíman hefst klukkan 20:00 og hægt verður að horfa á hana í beinni útsendingu á YouTube-síðu Mjölnis eða hér fyrir neðan.
Gunnar Nelson og Kristín Sif, útvarpskona og boxari, lýsa mótinu. Davíð Rúnar Bjarnason verður kynnir.
