Miklar líkur á að íslenskar raddir hætti að virka í Android-símum Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2021 21:56 Meirihluti seldra snjallsíma á Íslandi notast við Android stýrikerfið frá Google. Getty/Mateusz Slodkowski Miklar líkur eru á því að íslensku talgervilsraddirnar Karl og Dóra hætti að virka í þeim Android snjallsímum og spjaldtölvum sem eru uppfærð í hið nýja Android 11 stýrikerfi. Að sögn Blindrafélagsins reiðir stór hópur fólks sig daglega á raddirnar við skjálestur og notkun snjalltækja. Vegna þessa mælir félagið gegn því að fólk sem notar raddirnar uppfæri tæki sín. Raddirnar komu fyrst á markað árið 2012 og hefur Blindrafélagið unnið að viðhaldi þeirra frá upphafi. Að sögn félagsins hefur reynst erfiðara að halda þeim við eftir að tæknirisinn Amazon keypti IVONA, framleiðanda raddanna, og er nú mjög erfitt að fá þær til að virka með nýjustu útgáfu Android-stýrikerfisins. Voru smíðaðar til að virka á flestöllum tækjum „Það hefur tekist að virkja raddirnar í einhverjum símum eftir síðustu uppfærslu, en það er langt frá því öruggt að þær aðferðir virki fyrir alla. Við mælum því með að fólk uppfæri ekki tækin sín í Android 11 ef það vill vera 100% viss um að raddirnar haldi áfram að virka í þeirra tækjum,“ segir á vef Blindrafélagsins. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um hvaða tæki vandamálið nær til og lesa leiðbeiningar fyrir þá sem hafa nú þegar uppfært í Android 11. Talgervisraddirnar voru fyrst kynntar til leiks með pompi og prakt á degi íslenskrar tungu árið 2011 og var talað um að raddirnar væru á meðal þess sem best þekktist í heiminum á sínum tíma. Þá voru þær smíðaðar til að virka á flestöllum tölvubúnaði sem var í almennri notkun og talið að tilkoma þeirra gæti haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra sem ekki gætu lesið með hefðbundnum hætti. Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Erlent Harður árekstur á Breiðholtsbraut Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Innlent Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Innlent Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Innlent Fleiri fréttir Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Góður vilji bjargar ekki leikskólamálunum Skipulagsstofnun bíður upplýsinga um kjötvinnsluna „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Efast um að ráðherra sé í herferð gegn fjölmiðlum Hafði verið veðurtepptur á Sprengisandsleið í þrjá daga „Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Börn vistuð í allt að sex daga í fangageymslu í Flatahrauni Götunöfnin geti ógnað öryggi fólks Skjálftar á Reykjanesi ekkert til að kippa sér upp við Kristrún á fjarfundi með Von der Leyen og Costa Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Basarannsókn í Hvalfirði fær jákvæða umsögn frá Umhverfisstofnun Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Sjá meira
Að sögn Blindrafélagsins reiðir stór hópur fólks sig daglega á raddirnar við skjálestur og notkun snjalltækja. Vegna þessa mælir félagið gegn því að fólk sem notar raddirnar uppfæri tæki sín. Raddirnar komu fyrst á markað árið 2012 og hefur Blindrafélagið unnið að viðhaldi þeirra frá upphafi. Að sögn félagsins hefur reynst erfiðara að halda þeim við eftir að tæknirisinn Amazon keypti IVONA, framleiðanda raddanna, og er nú mjög erfitt að fá þær til að virka með nýjustu útgáfu Android-stýrikerfisins. Voru smíðaðar til að virka á flestöllum tækjum „Það hefur tekist að virkja raddirnar í einhverjum símum eftir síðustu uppfærslu, en það er langt frá því öruggt að þær aðferðir virki fyrir alla. Við mælum því með að fólk uppfæri ekki tækin sín í Android 11 ef það vill vera 100% viss um að raddirnar haldi áfram að virka í þeirra tækjum,“ segir á vef Blindrafélagsins. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um hvaða tæki vandamálið nær til og lesa leiðbeiningar fyrir þá sem hafa nú þegar uppfært í Android 11. Talgervisraddirnar voru fyrst kynntar til leiks með pompi og prakt á degi íslenskrar tungu árið 2011 og var talað um að raddirnar væru á meðal þess sem best þekktist í heiminum á sínum tíma. Þá voru þær smíðaðar til að virka á flestöllum tölvubúnaði sem var í almennri notkun og talið að tilkoma þeirra gæti haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra sem ekki gætu lesið með hefðbundnum hætti.
Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Erlent Harður árekstur á Breiðholtsbraut Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Innlent Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Innlent Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Innlent Fleiri fréttir Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Góður vilji bjargar ekki leikskólamálunum Skipulagsstofnun bíður upplýsinga um kjötvinnsluna „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Efast um að ráðherra sé í herferð gegn fjölmiðlum Hafði verið veðurtepptur á Sprengisandsleið í þrjá daga „Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Börn vistuð í allt að sex daga í fangageymslu í Flatahrauni Götunöfnin geti ógnað öryggi fólks Skjálftar á Reykjanesi ekkert til að kippa sér upp við Kristrún á fjarfundi með Von der Leyen og Costa Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Basarannsókn í Hvalfirði fær jákvæða umsögn frá Umhverfisstofnun Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Sjá meira