Gefa þarf verulega í við uppbyggingu vegakerfisins Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2021 19:21 Þrátt fyrir aukin framlög til uppbyggingar innviða að undanförnu er enn uppsöfnuð þörf á framkvæmdum upp á fjögur hundruð og tuttugu milljarða króna á næstu tíu árum. Útlit er fyrir óbreytt ástand á mörgum sviðum og að staðan versni varðandi hafnir og innanlandsflugvelli. Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í morgun skýrslu sína um framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi en samtökin birtu fyrstu skýrslu sama efnis árið 2017. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir lítið hafa breyst á fjórum árum. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir mikla uppsafnaða viðhaldsþörf í vegakerfinu ekkert breytast á næstu tíu árum miðað við áætlanir.Stöð 2/Sigurjón „Við sjáum að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi er 420 milljarðar króna eða 14,5 prósent af landsframleiðslu. Þetta er viðlíka stórt verkefni og var í skýrslunni okkar 2017. Þannig að staðan hefur ekkert batnað, því miður,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Á skalanum einum til fimm er ástand innviða að mati skýrsluhöfunda að meðaltali þrír en síðast töldu þrír liðirnir fá tvo í einkun í skýrslunni. Mest munar um þörf upp á 110 milljarða í þjóðvegi landsins, 50 til 70 millljarða í vegi á könnu sveitarfélaga og 50 til 85 milljarða í fráveitukerfi. Af samanlagt 420 milljörðum færu 26 prósent í þjóðvegina, 16 prósent í fráveitur og 14 prósent í sveitarfélagavegi. „Og þeir eru með rétt um 57 prósent af heildar uppsafnaðri viðhaldsþörf í öllu innviðakerfinu. Sem sýnir að ástandið á þessum innviðum er sérstaklega slæmt,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Framlög til innviðauppbyggingar lækkuðu strax í árið 2009 sem hlutfall af landsframleiðslu eftir efnahagshrunið 2008. Framlögin náðu síðan ekki meðaltali fyrri ára fyrr en í upphafi árs 2018. Blá örin á þessari mynd vísar til ársins 2009 þegar framlög hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu til innviða lækkaði undir meðaltal áranna frá 1996.samtök iðnaðarins „Við fengum sérfræðinga til að meta horfur til næstu tíu ára. Þar kemur fram til að mynda varðandi vegakerfið; þjóðvegina og sveitarfélagavegina að þeir fá það mati að það muni ekkert breytast. Ástandið á þeim bæ til næstu tíu ára. Það horfir aðeins betur við með fráveitukerfið. Þar er útlit fyrir að ástandið muni batna. Jafnvel verulega litið til næstu tíu ára,“ segir Ingólfur Bender. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Í hádegisfréttum Bylgjunna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra að stjórnvöld hefðu aukið framlög til innviðauppbyggingar mjög mikið. Það biði engu að síður næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í morgun skýrslu sína um framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi en samtökin birtu fyrstu skýrslu sama efnis árið 2017. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir lítið hafa breyst á fjórum árum. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir mikla uppsafnaða viðhaldsþörf í vegakerfinu ekkert breytast á næstu tíu árum miðað við áætlanir.Stöð 2/Sigurjón „Við sjáum að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi er 420 milljarðar króna eða 14,5 prósent af landsframleiðslu. Þetta er viðlíka stórt verkefni og var í skýrslunni okkar 2017. Þannig að staðan hefur ekkert batnað, því miður,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Á skalanum einum til fimm er ástand innviða að mati skýrsluhöfunda að meðaltali þrír en síðast töldu þrír liðirnir fá tvo í einkun í skýrslunni. Mest munar um þörf upp á 110 milljarða í þjóðvegi landsins, 50 til 70 millljarða í vegi á könnu sveitarfélaga og 50 til 85 milljarða í fráveitukerfi. Af samanlagt 420 milljörðum færu 26 prósent í þjóðvegina, 16 prósent í fráveitur og 14 prósent í sveitarfélagavegi. „Og þeir eru með rétt um 57 prósent af heildar uppsafnaðri viðhaldsþörf í öllu innviðakerfinu. Sem sýnir að ástandið á þessum innviðum er sérstaklega slæmt,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Framlög til innviðauppbyggingar lækkuðu strax í árið 2009 sem hlutfall af landsframleiðslu eftir efnahagshrunið 2008. Framlögin náðu síðan ekki meðaltali fyrri ára fyrr en í upphafi árs 2018. Blá örin á þessari mynd vísar til ársins 2009 þegar framlög hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu til innviða lækkaði undir meðaltal áranna frá 1996.samtök iðnaðarins „Við fengum sérfræðinga til að meta horfur til næstu tíu ára. Þar kemur fram til að mynda varðandi vegakerfið; þjóðvegina og sveitarfélagavegina að þeir fá það mati að það muni ekkert breytast. Ástandið á þeim bæ til næstu tíu ára. Það horfir aðeins betur við með fráveitukerfið. Þar er útlit fyrir að ástandið muni batna. Jafnvel verulega litið til næstu tíu ára,“ segir Ingólfur Bender. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Í hádegisfréttum Bylgjunna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra að stjórnvöld hefðu aukið framlög til innviðauppbyggingar mjög mikið. Það biði engu að síður næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira