Stal skónum hans Rooney til að fæða fjölskylduna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2021 09:30 Ravel Morrison með þeim Jesse Lingard og Paul Pogba eftir að átján ára lið Manchester United varð meistari. Getty/John Peters Ungir leikmenn fá oftast stjörnur í augun þegar þeir fá að æfa með stórstjörnum og fyrirmyndum sínum. Sumir fá þó annars konar glampa í augun. Ravel Morrison er einn af þessum knattspyrnumönnum sem áttu að verða stórstjörnur en gleymdust fljótt þegar allt fór að ganga á afturfótunum og þeir að flakka á milli félaga. Það var mikið látið með Morrison hjá Manchester United, talað um hann sem undrabarn og hann átti að vera næsti Wayne Rooney. Ævintýri undrabarnsins hjá United enduðu snögglega og flakkið hófst í kjölfarið. Morrison spilaði fyrir ellefu félög í ellefu löndum og í sex heimsálfum en er nú án félags eftir að hann yfirgaf hollenska félagið ADO Den Haag í janúar. Morrison var til í spjall með Rio Ferdinand og fleirum á dögunum þar sem þessi 28 ára knattspyrnumaður fór meðal annars yfir tíma sinn hjá Manchester United. Sú saga sem vakti hvað mesta athygli var sagan af skóþjófnaði stráksins. I text the boss (Sir Alex) this morning asking him for 5 words on @morrisonravel.... the response I got gave me goosebumps! @ManUtd #MUFC #VibeWithFive pic.twitter.com/2cEd8GzaDq— Rio Ferdinand (@rioferdy5) February 15, 2021 Við undirbúning viðtalsins þá fékk Rio Ferdinand meira að segja Sir Alex Ferguson til að segja sína skoðun á stráknum. Það var nefnilega Sir Alex sem henti Morrison inn í aðalliði Mancester United fyrir meira en tíu árum síðan. „Strákurinn hefur gott hjartalag en varð undir í baráttunni vegna aðstæðna sinna,“ sendi Sir Alex Ferguson til baka. „Ef ég gæti farið til baka þá myndi ég breyta níutíu prósent af mínu lífi. Þú verður samt að horfa fram á veginn og mátt ekki hugsa of mikið um fortíðina,“ sagði Ravel Morrison. Það vantaði ekki gorgeirinn í Ravel Morrison á sínum tíma en hann rifjaði það upp þegar hann var í hádegismat með Ryan Giggs, Paul Scholes og Wayne Rooney og sagði Gary Neville að Arsenal væri með betra lið en Manchester United. Ferdinand spurði Morrison hvort hann mundi eftir því að hafa sagt við United stjörnurnar að hann ætlaði að skrifa undir hjá Arsenal fljótlega. "I didn't mean it to cause so much harm but when I used to see yours or Rooney's deliveries, you'd get 20-30 pairs at a time." The story of Ravel Morrison's career is heartbreaking. He truly was a boy beaten by his background. https://t.co/1nlRJPvIvr— SPORTbible (@sportbible) February 16, 2021 „Já, af því að ég vildi spila með Thierry Henry. Auðvitað veit Rio að hann spilaði með súperstjörnuliði en ég var hrifnari af fótboltanum sem Arsenal spilaði,“ sagði Morrison. Morrison réð ekki við væntingarnar og lífið utan fótboltans. Hann átti að vera næsti Wayne Rooney en yfirgaf Manchester United árið 2012. Morrison rifjaði það upp þegar hann stal fótboltaskóm Rio Ferdinand og Wayne Rooney til að hjálpa fjölskyldu sinni. „Manstu þegar ég var rekinn út úr búningsklefanum fyrir að stela skónum ykkar,“ spurði Morrison. „Ég var á lærlingslaunum og ég var ungur. Þú gast fengið 250 pund fyrir skópar. Ef þú náðir tveimur pörum þá varstu kominn með 500 pund og þá var hægt að fara heim og bjóða fjölskyldunni upp á kínverskan mat,“ sagði Morrison. „Þið voruð vanir að fá þrjátíu pör af skóm. Ég ætlaði ekki að skaða ykkur en ég sá þegar skósendingarnar komu til þín og [Wayne] Rooney. Þið voruð að fá 20 til 30 pör í einu,“ sagði Morrison. „Ég hugsaði að eitt par myndi ekki skipta miklu máli og ég gæti fyrir vikið komið með mat á borð fjölskyldunnar,“ sagði Morrison. Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Ravel Morrison er einn af þessum knattspyrnumönnum sem áttu að verða stórstjörnur en gleymdust fljótt þegar allt fór að ganga á afturfótunum og þeir að flakka á milli félaga. Það var mikið látið með Morrison hjá Manchester United, talað um hann sem undrabarn og hann átti að vera næsti Wayne Rooney. Ævintýri undrabarnsins hjá United enduðu snögglega og flakkið hófst í kjölfarið. Morrison spilaði fyrir ellefu félög í ellefu löndum og í sex heimsálfum en er nú án félags eftir að hann yfirgaf hollenska félagið ADO Den Haag í janúar. Morrison var til í spjall með Rio Ferdinand og fleirum á dögunum þar sem þessi 28 ára knattspyrnumaður fór meðal annars yfir tíma sinn hjá Manchester United. Sú saga sem vakti hvað mesta athygli var sagan af skóþjófnaði stráksins. I text the boss (Sir Alex) this morning asking him for 5 words on @morrisonravel.... the response I got gave me goosebumps! @ManUtd #MUFC #VibeWithFive pic.twitter.com/2cEd8GzaDq— Rio Ferdinand (@rioferdy5) February 15, 2021 Við undirbúning viðtalsins þá fékk Rio Ferdinand meira að segja Sir Alex Ferguson til að segja sína skoðun á stráknum. Það var nefnilega Sir Alex sem henti Morrison inn í aðalliði Mancester United fyrir meira en tíu árum síðan. „Strákurinn hefur gott hjartalag en varð undir í baráttunni vegna aðstæðna sinna,“ sendi Sir Alex Ferguson til baka. „Ef ég gæti farið til baka þá myndi ég breyta níutíu prósent af mínu lífi. Þú verður samt að horfa fram á veginn og mátt ekki hugsa of mikið um fortíðina,“ sagði Ravel Morrison. Það vantaði ekki gorgeirinn í Ravel Morrison á sínum tíma en hann rifjaði það upp þegar hann var í hádegismat með Ryan Giggs, Paul Scholes og Wayne Rooney og sagði Gary Neville að Arsenal væri með betra lið en Manchester United. Ferdinand spurði Morrison hvort hann mundi eftir því að hafa sagt við United stjörnurnar að hann ætlaði að skrifa undir hjá Arsenal fljótlega. "I didn't mean it to cause so much harm but when I used to see yours or Rooney's deliveries, you'd get 20-30 pairs at a time." The story of Ravel Morrison's career is heartbreaking. He truly was a boy beaten by his background. https://t.co/1nlRJPvIvr— SPORTbible (@sportbible) February 16, 2021 „Já, af því að ég vildi spila með Thierry Henry. Auðvitað veit Rio að hann spilaði með súperstjörnuliði en ég var hrifnari af fótboltanum sem Arsenal spilaði,“ sagði Morrison. Morrison réð ekki við væntingarnar og lífið utan fótboltans. Hann átti að vera næsti Wayne Rooney en yfirgaf Manchester United árið 2012. Morrison rifjaði það upp þegar hann stal fótboltaskóm Rio Ferdinand og Wayne Rooney til að hjálpa fjölskyldu sinni. „Manstu þegar ég var rekinn út úr búningsklefanum fyrir að stela skónum ykkar,“ spurði Morrison. „Ég var á lærlingslaunum og ég var ungur. Þú gast fengið 250 pund fyrir skópar. Ef þú náðir tveimur pörum þá varstu kominn með 500 pund og þá var hægt að fara heim og bjóða fjölskyldunni upp á kínverskan mat,“ sagði Morrison. „Þið voruð vanir að fá þrjátíu pör af skóm. Ég ætlaði ekki að skaða ykkur en ég sá þegar skósendingarnar komu til þín og [Wayne] Rooney. Þið voruð að fá 20 til 30 pör í einu,“ sagði Morrison. „Ég hugsaði að eitt par myndi ekki skipta miklu máli og ég gæti fyrir vikið komið með mat á borð fjölskyldunnar,“ sagði Morrison.
Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira